Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Samvinnan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Samvinnan

						SAMVINNAN
3. HEFTI
Sápuverksmiðjan Sjöfn á Akureyri
Sápuverksmiðjan Sjöfn á Akureyri er eign Sam-
bands ísl. Samvinnufélaga, og Kaupfélags Eyfirðinga.
Verksmiðjan var stofnsett árið 1932. Hin fyrstu húsa-
kynni hennar voru skúr áfastur við Smjörlíkisgerð
K. E. A. og hluti af kjallara í sama húsi. Framleiðsla
hennar fyrsta árið var því nær eingöngu blautasápa,
þó var hafin litilsháttar framleiðsla á handsápum og
stangasápum.
1934 losnaði húsnæði það við Kaupvangsstræti, er
starfrækt hafði verið i Gærurotun S. í. S. Var þá hús
það endurbyggt og breytt, og verksmiðjan flutt þangað
það ár. Fékk hún við það stóraukin skilyrði til nýrra
framkvæmda, enda bætti hún við sig það ár nýjum
vélum, svo sem til kertaframleiðslu, kremvélum, og
isíðast en ekki sízt, vélum til handsápuframleiðslu,
þar á meðal eltivél. Handsápur þær, er hún hafði
áður framleitt, voru kaldhrærðar, en þær sápur geta
ekki haft meira fitusýrumagn en 60—65%, eru þær
af þeim ástæðum verri.
Með hinum nýju vélum verður öll blöndun sápunnar
nákvæmari og fitusýru innihaldið getur verið 80—
85%. Má af því sjá, hve stór munur þetta er upp á
notagildi handsápunnar. Sjöfn var um nokkur ár eina
innlenda verksmiðjan, er þessar vélar notaði, og náði
við það meiri vinsældum en ella. Framleiðsla Sjafnar
árið 1934 var í stórum dráttum sem hér segir: 56,500
kg. blautasápa, 11,850 kg. stangasápa, 2,256 dús. hand-
sápa,   2,800  pk.  jólakerti,   900  dús.   skóáburður,   300
dús. húðkrem og 180 dús. gljávax. Sýndi þessi stækkun
verksmiðjunnar og vélaaukning þegar góðan árangur,
þótt hún starfaði aðeins tæplega hálft árið við hin
bættu skilyrði.
Árið eftix varð mjög mikil aukning á framleiðslu
verksmiðjunnar, bæði að vörumagni, og jafnframt um
tilbúning á nýjum vörum. Helstu vörurnar voru:
Kítti, raksápa, nýjar tegundir af handsápu, hár-
þvottalögur og júgursmyrsl. Má óhætt telja það stór-
an viðburð í sögu verksmiðjunnar að hafin skyldi
framleiðsla júgursmyrsla, sýna það vinsældir þess og
um leið vaxandi sala ár frá ári. Þetta fyrsta ár varð
sala þess 1600 dósir, en er nú í árslok 1938 6000 dósir.
Árið 1936 gerði verksmiðjan bæði, að auka sölu á.
framleiðsluvörum sínum og bæta við sig nýjum teg-
undum; má fyrst telja hið vinsæla þvottaduft „Perlu",
nam framleiðsla þess þetta fyrsta ár 25000 pk. en I
árslok 1938 100,000 pk. Kqstaði þessi nýja framleiðsla
Sápuverksmiðjan Sjöfn eins og hún litur nú út.
Nokkur sýnishorn af framleiðslu Sjafnar.
40
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48