Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 4
Guðni Þórðarson, blaðamaður, mun skrifa í Samvinnuna nokkra þætti af ferð sinni til Grikklands og Tyrklands. Fyrsti bátturinn birtist hér og fjallar um dvöl hans Tumar Bláu moskunnar bera við himin. Myndin er tekin úr hliði á borgarmúr. Þegar fyrstu geislar áleitinnar morgunsólar skína yfir Sæviðarsund vaknar Islendingur í Istanbul. Þá er ekki lengi til setu boðið. Engin hinna fornu heimsborga orkar eins sterkt á Islending og einmitt Mikligarður. Ævintýraþrá og eftirvænting rekur okkur á fornar slóðir Væringjanna, þar sem norræn saga og íslenzk gerð- ist með fjarlægum menningarþjóðum fyrir þúsund árum síðan. Af nokkrum dögum í Miklagarði verður sá minnisstæðastur, sem varið var beinlínis til þess að leita á fornar slóðir Væringja, með Heimskringlu Snorra og aðrar gamlar frásagnir sem leiðarljós og leiðsögubók í hendi. Við sjáum í Heimskringlu margt um Miklagarð og lönd þar eystra. Flest af því kemur einkennilega vel heim við staðreyndir, þannig að hið átta hundruð ára gamla heimildarrit er furðulega nákvæm leiðsögubók um landslag og byggingar, sem stóðu þá og standa sumar enn. Á slóðum Væringia í Miklagarði Keisarinn í Miklagarði og Sigurðtur Jórsalafari. Þegar Sigurður konungur Jórsala- fari sigldi inn til Miklagarðs á lang- ferð sinni frá Jórsalalandi, kom hann þangað yfir Miðjarðarhaf og Marm- arahaf og hafði viðkomu á Kýpur og Grikklandi. Segir í Heimskringlu, að þá er hann sigldi nær landi, sá hann borgina, sem þá var voldug höfuð- borg hins byzantiska heimsveldis. „Þar eru allt á land upp borgir og kastalar og þorp, svo að hvergi slítur.“ Þá sá af landi í bug allra seglanna, og bar hvergi í mllli, svo sem einn garð- ur væri. Allt fólk stóð úti, það er sjá mátti siglingu Sigurðar konungs. Keisarinn í Miklagarði hafði spurt til ferða hins norræna herkonungs og manna hans. Lét hann ljúka upp við- hafnarhliðinu á múrum borgarinnar, sem kallað er Gullvarta í Heims- kringlu. Það hlið má enn sjá á hinum forna borgarmúr. Heitir það á tyrk- nesku Altinkapu, eða hinar gullnu dyr. Ekki er úr vegi, að íslendingur í pílagrímsferð á slóðum Væringja í Istanbul hefji göngu sína inn í gamla borgarhlutann, einmitt um þetta sama hlið og Sigurður Jórsalafari hélt um fyrir nær því þúsund árum síðan. Keisarinn tók með viðhöfn á móti Sigurði, því um þetta hlið fór hann sjálfur ríðandi til borgarinnar, þá er hann hafði verið lengi brott frá Miklagarði og unnið góða sigra. Til að fagna hinum norrænu mönnum lét keisari breiða pell um öll stræti borg- arinnar, frá „Gullvörtu til Laka- tjarna.“ „Þar eru keisarahallir hinar ágætustu,“ eins og í Heimskringlu segir. Nú á tímum getur íslendingur varla gengið inn í Miklagarð um Gullvörtu með þeim hofmóði og mikilmennsku, sem Sigurður konungur viðhafði. Hann mælti til manna sinna, að þeir skyldu ríða drambsamlega í borgina og láta sér lítt um finnast alla ný- breytni, er þeir sáu, og þóttist Snorri karl í Reykholti hafa haft spumir af því, að svo hafi þeir gert. Börn í Miklagarði. Sum þeirra gætu ver- ið frá Islandi hvað útlitið snertir, en önnur hafa sterkan Austurlandasvip. 4 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.