Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1959, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.04.1959, Blaðsíða 8
Myndirnar eru úr kvikmyndinni Stríð og friður, sem gerð var eftir samnefndri sögu Tolstoys. Hér að ofan sést lið Napóleons á leið yfir brúna á ánni Beresina, en kúlur Rússa bylja á brúnni. Þar fórust 12 þúsund manns. Síðastliðinn vetur var kvikmyndin ,,Stríð og friður“ sýnd í Tjarnarbíói í Reykjavík. Kvikmyndin var gerð eftir samnefndri sögu Leo Tolstoys, sem er eitt af frægustu verkum heimsbók- menntanna og fjallar að nokkru unr undanhald hinna miklu herja Napóle- ons frá Moskvu. Þessi kvikmynd varð þeim er hana sáu mjög minnisstæð. Þar var reynt að bregða upp mynd af þeim hörmungum, sem urðu á vegi hersins og blöskraði mörgum, sem á horfðu. Sú mynd gefur þó sjálfsagt ekki ljótari hugmynd um undanhaldið en það í ranninni var. Þann 14. september stóð hinn mikli her að lokum framan við sjálft helgasta takmarkið. Framsveitirnar nániu staðar á hárri hæð. Framundan var borgin, grá og ó- endanleg og yfir hana gnæfðu turnar, sem voru eins og gylltir laukar i laginu. Þarna var Moskva, loksins. Augu Napóleons staðnæmdust við turna, sem voru hærri en allir aðrir — þar var sjálf Kreml. Svo kinkaði hann kolli, ánægður vel og sveiflaði sér úr söðlinum. Nú var hann tilbúinn að taka á móti sendiboðum frá hinum sigruðu. Þetta var hápunktur mesta leiftur- stríðs sögunnar á þeim tíma. Herinn hafði á 82 dögum lagt 1100 kílómetra að baki og þó átt í stöðugum orrustum. Það var geysilegur hraði fyrir her, sem að mestu leyti samanstóð af fótgöngu- liði. Síðan Dareios Persakonungur hélt með sinn her til Grikklands í gamla Hrakför Napoleons mikla til Rússlands 1812 Napoleon lagöi af staö med 500 þúsund manna lið. Þar af komu aðeins 1 þúsund manns til baka eftir ótrúlegar mannraunir á sléttum Rússlands daga, voru ekki spurnir um svo stóran her. A nokkrum dögum var hálf milljón manna flutt yfir fljótið Njemen. Megn- ið af þessum herjum var frá undirokuð- um löndum Napóleons í Evrópu: Prúss- landi, Austurríki, Italíu, Póllandi, Sax- landi og Westfalen. En hinn harði kjarni herjanna voru frönsku hersveit- irnar, sem hingað til höfðu aldrei verið sigraðar. Ef til vill var sá orðrómur haldbezta vopn þeirra. Herirnir höfðu barizt áfram gegn um ríkið og sumarhitann á rússnesku slétt- unum. Þeir höfðu rekið Rússa á undan sér og neytt þá til orrustu við Borodino. Napóleon hafði að vísu sigrað, en sigur- inn var dýrkeyptur: 35 þúsund af her- mönnum hans lágu dauðir eða hættu- lega særðir á vígvellinum áður en opn- aðist leiðin til Moskvu. En nú stóð hann framan við borgarhliðin. Napóleon Bonaparte h'afði yndi af að sjá fursta og fulltrúa hinna sigruðu beygja sig í duftið fyrir sér. En sendi- nefndin frá Moskvu var merkilega sein á sér. Keisarinn varð óþotinmóður og að lokum sendi hann menn áleiðis til að flýta fyrir þeim. Þeir komu aftur með boðskap, sem lét svo furðulega í eyrum, að Napóleon hélt þegar af stað inn í Moskvu til að sjá með eigin augum, en þar var sama sagan: Hvergi fannst mað- ur. I höllum og hreisum, kirkjum og búð- um var aðeins þögnin til staðar. Keisarinn hélt innreið sína í Kreml, þar sem zarinn hafði aðsetur sitt. Klukk- 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.