Spegillinn - 01.02.1949, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.02.1949, Blaðsíða 15
SPEGILLINN 29 Nýárshugleiðingar valdaleysingja Motto: Kommar lirópa: Berjumst bræður, brosir drengja sveit, því strákar liafa Stalín gefin stærstu fyrirlieit. Sjáið merkið Kreppan kentur Krata nálgast lier. Stefanía stælt að vanda stássleg merkið ber. Elís skammtar allt er þarfnast íslenzk þjóðarsál. En örlæti lians fer eftir því, live oft menn drekka „Skál“. Öldruð fljóð og ungar rneyjar arka á lians fund. Allsberar með óklædd börnin. Elís! Ó, sú stund. Öðruvísi umhorfs var í Áka stjórnartíð. Allt var flutt, sem augað girntist — inn með dönskum lýð. Heildsalarnir hugumstórir liófu villtan dans. Kvennablíðu og konungshallir keyptu utan lands. Þá er eikin „Ákaprýði“ einnig umtalsverð. Kanslarahallir og kirkja ein úr kjörviði þeim er gerð. Braskarar hófu bátasmíði að bæta þjóðarhag. Sem útgerðarmenn þó aðeins vildu aritokratiskt lag. í hópum flugu út fjÖlskyldur að fagna nýjum bát. Á stefnið fleygði frúin bokku feikilega kát. Fjölskyldan af fínum munura fyllti skipið brátt. Um veiðarfæravalútu mun varla talað hátt. í liöfnum öllum bundnir bíða bátar þessir nú. Líklegt að þeir leggi í rústir lands vors þjóðarbú. Forstjórarnir fundi halda og fylkja liði þétt. Krefjast þess að íslenzkt fólk sé allt í þrældóm sett. Sjáið merkið Kreppan kemur Krata nálgast her. Stefanía stór og bústin stendur alveg — ber. Milli Lofts og leiks Vér getum ekki látið hjá líða fremur en hin blöðin að minn- ast á hinn stórmerka viðburð í íslenzkri kvikmyndagerð, sem er að vísu ekki laus við smávægilega tekniska galla, eins og Loftur tekur sjálfur fram í formála myndarinnar, en allt um það mjög ,,athyglisverð og virðingarverð tilraun". ,,Svo góð, að furðu sætir við slíkar aðstæður“. „Sýnir óvenjudugnað og framtakssemi" og „ef Loftur getur það ekki — þá hver?“ eins og hann sjálfur segir. Enda þótt listrýni þessi sé eftir Dúk og Disk eins og venjulega, vildum vér mega vera með sem ein lítil millirödd í kór lofsamlegra ummæla um hina „virðingarverðu tilraun“, enda þótt vér ekki höfum fengið senda miða á frumsýninguna með konum vorum, og er hól vort því alveg gratís. Vér tökum þetta fram, af því vitað er, að menn semja yfirleitt kvikmyndadóma sína með þakklát- ara hugarfari, eftir að þeim hafa verið sendir gratís miðar á frumsýningu. Jafnvel hið „skelegga" Mánudagsblað, að sjálfs þess dómi (sbr. heilsíðuauglýsingu í blaðinu sjálfu), var ekki búið að taka ofan silkihanzkana frá frumsýning- unni, er það skrifaði dóm sinn. Aftur á móti réðist það að kugg einum litlum, sem ekki hafði verið sendir miðar, og var því ekki undir áhrifum við að semja sinn dóm, fékk enda maklega ráðningu fyrir á opinberum vettvangi. Vér viljum fyrst fara nokkrum orðum um hið bráðsnjalla skáldverk, söguna, og síðan minnast lítillega á hina afburða snjöllu túlkun, leikstjórnina. Engum nema snjallasta lista- manni hefði komið til hugar, að láta bóndason finna sauðar- haus örlaganna í byrjun myndarinnar, svo að áhorfendur gætu ekki verið í nokkrum minnsta vafa um að hann (bónda- sonurinn) væri hreinþveginn engill alla myndina út í gegn. Það eykur ekki svo lítið spenninginn frá því, ef skáldið hefði látið menn vera í óvissu um þetta efni. — Eins flýtti skáldið sér að leysa gátuna, eftir að Gunnari Eyjólfssyni tekst að strjúka, og lætur hann finna sökudólgana eftir dálítil hlaup í Esjunni. Þetta er virðingarverð miskunnsemi við áhorfend- ur, í staðinn fyrir að halda þeim á pínubekk óvissu og spenn- ings til myndarloka, eins og sumir höfundar hefðu verið vísir til að gera. Réttarhöld og ofurlítil átök milli málsaðila hefðu auðvitað aðeins haft truflandi áhrif á sveitarsælublæ- inn, sem lék um þessa íslenzku sakamálamynd. Og þá er leikstjórnin ekki síðri. Það var mikil hugulsemi af leikstjóranum Lofti að hlífa taugum vorum og hugsun með hraðri atburðarás, en sýna sama atriðið nægilega lengi til að vér gætum fylgzt með myndinni og enda haft nægan tíma aflögum til að fylgjast með svipbrigðum bekkjunauta vorra í hálfrökkrinu. Þá þótti oss það bera góð vitni um mikla leikstjórnarhæfileika Lofts, hve hann gat látið þennan 19. aldar sveitapilt bera sig hollívúddlega í myndinni, hvort sem hann hleypur yfir á, eins og þegar leikkona hleypur í vatnið á Kyrrahafsströnd með tug ljósmyndara að baki sér, eða hann lætur taka sig fastan eftir beztu Clark Gable fyrir- mynd. Þá sjáum vér þann sama Gunnar Eyjólfsson á hröð- um flótta í Esjunni ýmist með matarpinkilinn sinn eða án hans. Hann er einkum fyrst og síðast á flóttanum sýndur með böggulinn, en þess á milli, þegar hann hleypur um fjalla- kambana, er hann pinkillaus, því að Hollívúdd mundi aldrei láta hetjur sínar sjást á harða hlaupum með dinglandi mat- arpinkil í hendinni. Þá finnst oss einkar lofsvert af leikstjór- anum Lofti að nota tækifærið í þessari spennandi sakamála-

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.