Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						F A L K I N N
11
YNGfW
b&S&NbyftNIR
Sitt af hverju tæi.
URSYLLA.
Hvernig líst ykkur á, að búa ykk-
ur til svolítið áhald til þess að lála
úrið ykkar hanga á á nóttinni og
hafa.það hangandi yfir rúminu ykk-
ar. Og svo leiðum við rafljós i þetta,
svo að þið getið kveikt til að sjá
hvað klukkan er. Jeg skal sýna ykk
ur hvernig þið farið að þessu.
Leiðsluþráðurinn, sem kemur gegn-
um n er settur í samband við N,
hinsvegar er leiðslan semkemurgegn
um p, sett í samband við fjöðrina F.
Og loks er skrúfan P sett i samband
við K með þræði.
Lampaarmurinn er sagaður út úr
krossviði, og festur í rifu, sem gerð
er í S. Lampi úr vasaljósi er festur
¦¦>¦>
M
Mynd I sýnir úrsylluna aftanfrá
Hún er gerð úr hringmyndaðri
plötu (S), en aftan á þessa plötu eru
negldir fjórir listar i ferhyrning, um
10 sentimetra langir. Innan á list-
ann að neðan eru festar tvær látúns-
þynnur, F og K. Er F beygt eins og
leikningin sýnir. Stórt gat er borað
á miðjan listan og stungið gegnum
það bandi, sem fest er um F. N og
P eru tvær messingsskrúfur, sem
skrúfaðar eru í S, og á þessar skrúf-
ur er rafhlað úr vasaljósi hengt
upp, á messingörmum, þess, n og p
eru tvö göt á S, sem leiðsluþræðirn-
ir  að  lampanum,  liggja  gegnum.
a
A
Mynd II sýnir úrsylluna á hlið.
á örlitla trjeskífu, og settur neðan
á arminn. Úr lampahausnum eru
þræðir lagðir gegnum n og p. Svo
er krókur til að hengja úrið á, fest-
ur framan á S. Svo er þil búið til
aftan á rammann; það er best að
hafa það á hjörum, svo að hægt sje
að opna það, þegar skifta þarf um
rafhlað. O er auga til að hengja
áhaldið upp á. — Þegar þið viljið
sjá hvað klukkan er þá takið þið í
þráðinn að neðan og'þá kemur Ijós.
Þetta gæti orðið fyirmyndar jóla-
gjöf.
		•	•	•		
		*	'  •	•		
•	*	•	•	•	•	•
O	•	•	O	•	•	0
©	e	© ©	© e	e e	e	e
		o	o	o		B
REFSKÁKIN  —  eða:
„Úlfurinn eltir lömbin".
Refskák er gamalt og gott tafl,
sem hefir verið iðkað hjer á landi
nærri þvi eins lengi og kotran, sem
var uppáhaldstafl íslendinga hjer
fyrrum. Nú skaltu gera þjer ref-
skákartafl, eftir þeirri tilvísun, sem
fer hjer á eftir, og jeg spái því, að
þú hafir gaman af því.
Þú fær þjer ferhyrnt pappaspjald
og strykar á það þrefaldan kross
með sjö línum á hvorn veg og merk-
ir út deplana í öllum skurðum lín-
anna, þanng að út komi punkta-
myndin, sem sjest hjer á teikning-
unni. „Spilamennirnir" eru 15 lömb
og einn refur. Er best að hafa 15
samlita hnappa fyrir lömbin og eihn
af öðrum lit fyrir ref. Tveir menn
leika taflið, og er annar þeirr-i
smalinn, sem á að gæta þess, að
lömbin haldi hóp, en hinn er úlf-
nrinn, eða refurinn, sem réynir að
tvístra hópnum og hremma lömbin.
Smalinn má aðeins færa eitt lamb
í hverjum leik, annaðhvorl til hlið-
ar eða áfram út á taflborðið, en al-
drei má hann færa lamb aftur á
bak eða í skáhorn. Refurinn á að
fara sömu leið og aldrei nema á
næsta reit, fremur en lömbin, en
hann hefir leyfi til að flytja sig aft-
ur á bak, en það mega lömbin aldrei
gera. Ef refurinn er á næsta reit við
lamb, og það er auður reitur bak
við lambið, má hann hoppa yfir það
og drepa það. Þessvegna er um að
gera fyrir smalann, að hafa löriibin
í þjettum hnapp, svo að refurinn
geti ekki komist inn í hópinn og
brytji hann niður. Hlutverk smalans
er það að króa refinn inni, þannig
að hann að síðustu hafi engan reit
til að hreyfa sig á, en þetta er ckki
FREDDY OG TEDDY
GERAST SMYGLARAR.
1) Freddy hefir fverið erlendis með
Teddy, og> keypt sjer dýra kápu
úr bjarnarskinni.
3) Tollvörðurinn gefnr Teddy horn-
auya, því að honuin sýnist hann
vera svo feitur, en þorir þó ekki
að segja neitt við björn i bjarn-
arfeldi.
2) Til þess að spara tollinn við
landamærin, verður Teddy að
fara í kápuna.
!i) Og hjer er smyglarinn, heilu hófi
að gera gaman að, hve vel þeim
hafi teki.st listin: að snúa ú toll-
verðina. Þið ættuð að heyra,
hve lengi hann hlakkaði yfir því'.'
TEDDY OG FREDDY.
1) Hjá rakaranum fær
Freddy ágætt hár-
meðal fyrir skall-
ann á afa sínuin.
A) Og það leynir sjer
ekki, að það er gagn
í þessu hárvaxtar-
meðali.
2) Freddy setur hái'-
meðaiið npp á hiUu
i  baðherberginu.
5) Freddy  verður  að
ná í skæri, til þess að
hjálpa  Teddy.
3) En Teddy rekst á
hilluna, og hármeð-
alið dembist yfir
hann.
6) Og eftir langa mæðu
þekkir hann kunn-
ingja sinn afíur.
hægt, ef smalinn missir af margt
fje. Myndin sýnir taflboðið með tafl-
mönnunum, eins og það er áður en
leikurinn hefst.
Það er um þetta tafl eins og úr-
sylluna, að hægt er að gera úr þvi
allrá bestu jólagjöf. En þá þarf mað-
ur helst að gera taflborðið úr trje
og bora á það 33 holur og smiða
fallega prjóna, 15 talsins, sem hægt
er að stinga niður i holurnar, og
einn prjón með öðrum lit, sem á
að tákna refinn.
„VASAÚR" FLUGMANNSINS.
í Englandi hefir verið gert — fyr-
ir utan gildaskálann á Heston-flug-
vellinum — úr, sem sjerstaklega er
ætlað flugmönnum. Úrskífan er úr
svörtum steini, og er rúmlega 10
metrar i þvermál. Tölurnar á skíf-
unni eru um 35 sentimelra háar og
snjóhvítar, svo að þær sjást vel á
biksvartri skífunni. Rafmagnsmótor-
inn, sem knýr klukkuna áfram,, er
un'dir skífunni, í einskonar helli,
sem steyptur hefir verið úr sements-
steypu undir hana. Flugmenn segja,
að þeir geti sjð á þessa klukku í
þúsund metra fjarlægð, að degi til,
])egar sæmilegt skygni er. Á nóttinni
er kastljós látið uppljóma úrskífuna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16