Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1937, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.12.1937, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Bobrikoff — böðull Finnlands og Dagmar keisaraekkja. Nýlega hafa fundist merkiieg brjef, sem farið hafa milli Dagmar keisaraekkju og sonar hennar, Niku- lásar hins síðasta Rússakeisara. Brjefin lýsa þeim báðum vel og sýna, að gamla konan hefir haft betri skilning á því, sem var að gerast, en hinn sljógi keisari, sem jafnan Ijet stjórnast af spiltri hirð- mannaklíku sinni. taka grísk-kaþólska trú og fjekk Danska prinsessan Dagmai' Kristjánsdóttir níunda liefir fengið betri dóma hjá eftirtíð sinni en flestár drotningar Rúss- lands. Vera má, að þeir dómar hafi meðfram mótasl af samúð rneð henni í raunum hennar, sem voru henni þungbærar á efri árum, en þó mun hitt ráða meiru, að Dagmar hefir verið mannkostamanneskja og miklu frjálslyndari en hið rússneska umhverfi hennar. Ýmsar sann- anir eru til fyrir þessu og ein sönnunin felsl í liinu merkilega brjefi hennar, sem fer hjer á eftir og hún skrifaði syni sínum Nikulási keisara öðrum úlaf Bobrikoff landsstjóra Rússa í Finnlandi. Hefir brjef þetta ný- lega orðið lieyrum kunnugt og er hið merkilegasta plagg, eigi síður en brjef keisarans er lýs- ir mæta vel þessu viljalausa ó- menni, sem, að vísu mun liafa vitað greinarmun góðs og ills en aldrei hafði þrek til að gera það sem rjett var. Það er tákn- rænt fyrir liann, að þegar liann svarar hinu alvöruþrungna brjefi móður sinnar þá byrjar liann með því að fárast yfir Dagmar --- eða Maria Feodnromia keisaraekkja. því að bafa mist hundinn sinn! Seppinn var honum mikilsverð- ari en hagur ríksins. Bobrikoff var rússneskur hershöfðingi og var skipaður landstjóri í Finnlandi árið 1898. Finnland var þá rússneskt stór- hertogadæmi og nú átti Bobri- koff að gera það rússneskt og undirbúa algera innlimun þess i alríkið. Að þessu vann hann svo ósleitilega að hann þver- braut þráfaldlega stjórnarskrá þá, sem Finnlendingar höföu fengið af hendi keisarans. Hann nam úr gildi landdagimf finska og þar með alla íhlutun Finnlands um eigin málefni sín, liann takmarkaði prentfrelsið og innleiddi ritskoðun, bannaði fjelagsskap og fundi svo frek- lega, að jafnvel vísindáfundi mátti ekki halda nema með ltyfi hans. Embættismenn sem ekki lölnðu rússnesku voru umsvifalaust settir af. Árið 1908 fjekk hann raunverulegt ein- ræðisvald og sendi þá and- stæðinga sína hópum saman til Síberíu. Aðfarir hans vöktu gremju um allan heim — en keisarinn ljet þctta gott heita. Loks stóðust Finnar ekki mátið og 16. júní 1901 skaut finski stúdentinn Schaumann Bobri- koff lil bana og sjálfan sig á eftir. Er Schaumann tignaður sem þjóðhetja siðan.------- bað er gegn þessum aðförum í Finnlandi sem Dagmar snýr sjer í brjefinu til sonar síns. Brjef hennar er skrifað 14. október 1902, eftir að ákveðið liafði verið að veita Bobrikoff cinræðisvald. Dagmar var þá orðin 55 ára og hafði verið ekkja i átta ár, en ljet sig stjórn málin allmiklu skifta, því að hún treysti lítt syni sínum og jiað hafði faðir lians sömuleið- is gert. Honum liafði verið það mikið áhyggjuefni, að Nikulás tæki við völdum, jiví að hann væri enginn maður til þess. — Dagmar varð heitmey Nikulás- ar ríkiserfingja Rússa árið 1861 aðeins 17 ára, en hann dó ári síðar og var hún þá gefin Al- exander bróður lians, hinum nýja i-íkiserfingja og giftist hon um árið 1866 og varð jiá að nafnið Maria Fe.odorovna. Árið 1881 drápu anarkistar tengda- föður hennar og tók Alexander maður hennar þá ríki nndir nafninu hinn þriðji. Faðir lians hafði verið frjálslyndur maður og liafði viðleitni á umbótum í ríki sínu en í tíð Alexanders III. sótti i gamla liorfið og Jió enn betur eftir að hann Ijest árið 1894 og hinn þreldausi vingull Nikulás tók völdin. Dagmar bafði ekki verið gæfumanneskja en jió biðu hennar mestu harmarnir henn- ar í eltinni, er sonur liennar, tók við völdum,drotningin og börn jieirra öll voru lekin af lífi aust- ur í Síberíu eftir að bolsjevikar náðu völdum. Henni var þó jiyrmt og var hún flutt til Krim og höfð þar í gæslu ■ uns Eng- lendingum tókst að koma henni úr landi. Fluttist hún j)á til Dan- merkur og dó jiar í hárri elli i sumarhöll sinni á Hvidövre,þar sem hún hafði lifað ánægju- legustu daga æfi sinnar. Dagmar elskaði Finnlendinga og unni Jieim alls góðs og tók því sjer sárt hve hundeltir og kúgaðir þeir voru undir stjórn Bobrikoffs. Hún grátbænir son sinn í brjefinu að hætta Jiessu grimdaræði, reyuir að finna orð, sem vekji tilfinningar hans, reynir að sannfæra hann um, að hann sje að drýgja glæp. En hann hefir talað við Bobrikoff og sannfærst um, að bann geri aðeins það, sem rjett er. Maðurinn sem keisaraekkjan lcallar Björneborg og' sem hafði reynl að koma vitinu fyrir keis- arann, var Fredrik Björnberg Iandstjóri í Vasa. Hann hafði alist upp í Pjelursborg, verið i lífverði keisarans og var kunn- ingi hans á yngri árum. Hann fór þrásinnis til Pjetursborgar lil Jiess að tala máli Finnlend- inga við keisarann. „Elias nokk- ur Launrok“ sem Dagmar minn- ist á, var Elias Löroth, hinn l'rægi endurvekjandi „Kale- vala“-kvæðanna. Hjer kemur svo brjef keis- araekkjunnar: Jeg skrifaði áðuv til að segja f)jer lwe vænl mjer þótti þegar jeg heyrði að Bobrikoff œtti að víkja úr sessi. En nú hefi jeg frjett með örvætingn og gremju — um allar þær aðgerð- ir, sem hann leggur til við þig að framlwæma skuli, og sem þú hefir lagt blessun þína yfir. Og hjer sit jeg sorgmædd og vonsvikin. Mjer er það fullkomin rdð- gáta hvernig þú, elsku góði Nicky minn, sem ávalt hefir haft svo næma tilfinningu fyrir rjettlætinu, fæst nú til að láta leiða þig og blekkja þig af öðr- um eins lygara og Bobrikoff! Og vonbrigði mín eru þvi meiri fyrir þá sök, að seinast þegar við ræddum um þetia mál — það var í mars í skrifstofu þinni i Vetrarhöllinni — þá lofaðir þú mjer að skrifa honum og skipa honum að hægja á sjer. Þú manst þetta áreiðanlega ■—: jeg stóð upp og þakkaði þjer fyrir loforðið með kossi. En síðan þetta skeði hefir liann sjálfur verið á ferð í Pjet- ursborg og hefir tekist að telja þjer hughvarf og snúa þjer í öllum atriðum. Þú hefir hvað eftir annað lýst yfir því, að þú ætlaðir þjer ekki að gera nein- ar breytingar á stjórn Finn- lands, og að þetta væri fastnr ásetningur J/inn — og nú gerir þú þveröfugt. Þar í landi, sem alt gekk svo vel, og fólkinu leið vel og var áinægt, er nú alt brotið niður, öllu breytt, þið sá- ið sæði óróa og haturs — og alt er þetta gert i nafni svo- Sikutás II. siðasti keisari Rússlands,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.