Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 40

Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 40
40 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1946 Þanniff leil Dómkirjan úl fram að árinn 1848. Teikning eftir clr. Jón Helgason biskup. Dómkirkjan í Reykjanik hundrað og Hmmtíu ára gomul Saga dómkirkjunnar í Reykjavík er merkileg fyrir margra hluta Sakir. Hún sýnir vel hvernig aðstaðan var til meiri háttar byggingaframkvæmda hér á landi fyrir hálfri annarri öld. Hún sýnir samgönguerfiðleikana, — og síðast en ekki síst hið óbærilega stjórnarfar, tregðu og nánasarskap danskra stjórnarvalda á þeim tímum. í hálfa aðra öld hafa klukk- ur Dómkirkjunnar vi'ð Austur- völl kallað söfnuð hennar til helgra tíða. Ilálfa aðra öld hafa reykvísk hörn verið hor- in þangað til skírnar og jafn lengi hafa andaðir líkamar borgaranna verið bornir það- an til hvílunnar hinstu. Það var 6. nóvember 1796, sem Dómkirkjan var vígð. Það gerði Markús Magnússon stift- prófastur i Görðum. Hann var þá settur biskup, því að dr. Hannes Finnsson biskup andað- ist þremur mánuðum áður. Líka var það séra Markús, sem vigði fyrsta prestinn, sem vígslu tók í guðshúsi þessu. Sú vígsla fór fram viku eftir kirkjuvigsluna sjálfa, en presturinn, sem þá gerðist þjónn drottins var séra Eiríkur Guðmundsson, en hann gerðist sálusorgari Hvalnes- inga og Kirkjuvogsmanna. Ekki hefir dómkirkjan allt- af verið stevpt í sama mótið og hún er nú í. Nokkru fyrir miðja síðustu öld var hcnni breylt i það form, sem hún er nú i. Þeirri breytingu var lokið 1818. Það gekk engan veginn slysa- Iaust að koma kirkjuilni upp. Það var mesta hörmungasaga og sýnir ljóslega þann skræl- ingjabrag, sem var á öllum stjórnaháttum Dana hér á landi, þeirri þröngsýni, sem ríkti i allri stjórn landsins og nánasarhættinum i fjárfram- lögum stjórnarvalda til is- lenskra framfaramála. Það tók hvorki meira né minna en átta ár að koma kirkjunni upp, og var hún þó miklu minni en hún er nú. Strax sama árið og Revkja- vik fékk kaupstaðarréttindi,, kom hingað timburfarmur með við, sem átti að fara í dóm- kirkju. Var þessi fyrsta ganga ill, því að nær helmingur við- arins var fúinn og lítt nýtur. Timbri þessu var staflað í fjör- una og stóð þar samfleytt fjögur ár, óvarið fyrir stormi og regni, sólskini og særoki. 1789 ventu hinir vísu stjórn- arherrar kvæði sínu í kross og ákváðu, að ekki skyldi reisa hér timburkirkju lieldur stein- kirkju og skyldi vinna efnið iir íslenskum steini. Kom nú nýr efniviður frá Höfn og þar með 6 smiðir. Yfirsmiðurinn var Svendsen nokkur. Þessum dönsku meisturum var fenginn bústaður í tugthúsinu, vegleg- asta húsi kaupstaðarins. Seinna kom steinsmiður, sem Larsen hét. Nú var farið að afla grjóts i húsið. Ekki þurfti langt að leita. Reykjavíkurhær var ekki stór og nóg var grjótið í kring. Grjótið var að mestu tekið upp vestur í Grjótatúni og eitthvað lika úr holtinu austan við læk- inn. En liægt mjakaðist óleiðis. Þegar liðið var á þriðja ár frá þvi að byrjað var á undirstöð- unum, var ekki enn komið að því að fullreistir væru veggirn- ir og gaflarnir. Mundi það hafa orðið býsna dýrt hús nú á dög- um, með núgildandi kaup- gjaldi og byggingarkostnaði. Iðnaðarmennirnir dönsku, sem unnu að verkinu, reyndust vera hinn versti tartaralýður, hysknir og latir. Þeir höfðu það til að hlaupast úr kirkju- vinnu, þegar þeini þóknaðist og þótti sér lienta. Unnu þeir þá jafnvel hjá ýmsum borgur- um bæjarins, sem þurftu á smiðum að lialda. Nú liætti ýmsum hugsandi íslendingum að lítast á blikuna. Ólafur Stephensen varð stift- amtmaður hér árið 1790 og nefndi hann til menn að rarin- saka þessa ærið síðbúnu kirkju- byggingu. Varð það álit nefnd- ar manna, að hin mesta for- smán væri að verkinu. Ólafur hugðist nú taka í hnakkadrambið á þessum ó- trúu þjónum og tugta þá til. Setti hann fyrirmæli um vinn- una og svo daglegan vinnu- tíma. Þeir áttu að vinna 12 klukkutima á sumrum en 8 á vetrum. Mega menn af þessii sjá, að 8 stunda vinnudagur er engan veginn ný bóla á landi voru! Þá var settur yfirumsjónar- maður með verkinu og hann ekki valinn af verri endanum, sjálfur tugthúsráðsmaðurinn, Scheel að nafni. En ekki fellur tré við hið fyrsta högg. Dönslui kirkju- smiðirnir virðast hlt hafa skip- ast við afskipti þeirra virðulegu embætismanna, stiftamtmanns- ins og tugthúsráðsmannsins. Suinarið eftir er verkið enn sett undir athugun skoðunar- nefndar. Ekki voru þá veggirn- ir enn komnir í þakhæð. Enn var haldið áfram og í árslok 1792 mátti svo heita, að kirkj- an væri komin undir þak. En eftir var að innrétta og ganga frá fjölda mörgu. Ælla má, að guðræknir Reykvikingar hafi nú verið orðnir langeygðir eftir dóm- lcirkju sinni og var nú enn hert á. Horfði nú fremur vænlega. En Adam var ekki lengi í Pardís! Enn átti ein raunin að steðja að veslings kirkjunni. Segist dr. Jóni Helgasyni svo frá (en á frásögn hans er þessi grein hvggð að mestu leyti): „En þegar fram á árið kom (1793), komu i ljós mestu missmíði ó þaki kirkj- unnar og þaksteinslagningu. Iíæmi skúr úr lofti, streymdi Dómkirkjan. Myndin tekin nm kvöld. (Ljósm.: Carl Ólafsson).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.