Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						FÁLKINN
að kveðja. Jan stóð í portinu og
beið eftir mér, Hann sá undir eins,
að ég hafði grátið, og tók undir
handlegginn á mér og sagði:
— Það er hörmung, að þetta skuli
þurfa að vera svona, Erna. Hann
þurfti ekki að spyrja hvers vegna
ég hafði grátið, því að hann vissi
það.
— Já, víst er það leitt, sagði ég,
— mamma fékk eitt kastið núna
rétt einu sinni. Ég minntist á við
hana, að okkur langaði til að fara
að gifta okkur, og þá ætlaði hún
að springa.
Jan sagði ekkert um stund. Við
æltuðumst ekkert sérstakt fyrir um
kvöldið.
— Ég var líka að tala við hana
móður mína í kvöld, sagði hann svo
—¦ um þig og mig. Mamma telur
réttast, að leiðir okkar skilji. Úr því
að fjölskyldan þín getur ekki þolað'
mig, þá mundir þú ekki eiga sjö
dagana sæla með mér, þó þér þýki
vænt um mig, segir mamma.
— Jan, sagði ég kvíðandi, — ætl-
ar þú — getur þú — hugsað þér
að skilja við mig?
— Ég veit ekki hvað gera skal,
sagði hann, — þú veizt, að ég elska
þig, en þín vegna er kannske betra
að við skiljum.
— Nei, nei, Jan, sagði ég, — ég
get ekki hugsað mér að eiga að lifa
án þín. Engin manneskja í heimin-
um getur neitað mér um að gift-
ast þér.
— Já — en, hlustaðu nú á, sagði
hann, — ekkert af þínu fólki mundi
koma í brúðkaupið okkar, ¦— móðir
þín og faðir mundu aldrei koma að
heimsækja okkur, þú mundir slitna
úr öllum tengslum við allt þitt fólk,
— geturðu hugsaS þér það, Erna,-
— að hafa aðeins mig og ekkert ann-
að? Heldur þú, að þú mundir ekki
sakna fólksins þíns?
— Ég elska þig, Jan, — þarf ég
að segja meira?
Við fórum heim til hans um
kvöldið, — móðir hans og ég töluð-
um út um málið. — Mig langar svo
mikið til að þið verðið hamingju-
söm, en ég er svo hrædd um að
þú iðrist eftir þetta, Erna, ef þú
giftist honum Jan.
Ég varð ósátt við pabba og
mömmu, já, við alla fjölskylduna,
en ekkert gat stöðvað mig. Við gift-
umst, og allt mitt fólk útskúfaði
mér. Öll fjölskylda mín hafði dæmt
fyrir fram, að hjónabandið færi illa.
Ég fluttist heim til Jans og móður-
hans, í önnur.hús var ekki að venda.
Það var þröngt um okkur fyrstu
fjóra mánuðina, því að við höfðum
aðeins tvö herbergi, en þegar gamla
frú Elíassen, sem við leigðum hjá,
var flutt á elliheimilið, gat sonur
hennar, sem átti húsið sjálfur, leigt
okkur hin herbergin í húsinu. Og þá
varð rúmt um okkur, því að nú
höfðum við fimm herbergi. Jan
gerði íbúðina í stand sjálfur, og við
vorum afar ánægð. Við keyptum
húsgögn gegn afborgun, og það varð
svo vistlegt heima hjá okkur, að ég
óskaði, að pabbi og mamma gætu
séð það. Ég var alltaf að hringja
heim til mömmu, og ég hringdi til
pabba í skrifstofuna, en alltaf þegar
ég bauð þeim að koma, afþökkuðu
þau það.
Við höfðum verið gift í tvö ár,
þegar faðir Jans kom úr fangelsinu.
Bæði Jan og tengdamóður minni var
órótt þá. Þau voru svo hrædd um
að hann mundi setjast upp hjá okk-
ur. En ekkert varð úr því. Hann
flæktist von bráðar í nýtt svikamál
og var settur inn aftur, en dó
skömmu síðar. Mér datt í hug, að
þegar þessi svindlari væri dauður,
mundi mamma fara að líta öðrum
augum á málið, en ekki reyndist
það svo.
Og nú eignuðumst við dreng, sem
mig langaði til að mamma og pabbi
sæju. Ég hringdi til mömmu og
spurði, hvort hún vildi ekki koma
og skoða Jan-Peter litla. Og þá sagði
hún: ¦— Ég kem ekki til þín, — þú
getur komið með drenginn til okk-
ar, en komdu ekki með Jan með
þér.
Hún særði mig enn á ný. Ég af-
réð að fara ekki heim. Það var ó-
þarfi af mömmu að segja þetta, sem
hún sagði, því að mér hefði ekki
dottið í hug að biðja Jan um að
koma með mér.
En maður  ætti líklega ekki að
vera dramblátur í þessari veröld.
Alltaf getur það komið fyrir, sem
lækkar á manni kúfinn.
Við vorum svo heppin að fá keypt-
an góðan, notaðan bíl gegn afborg-
un. Jan þekkti svo marga í þeirri
grein. Nú hafði hann fengið kaup-
hækkun, og okkur leið vel í alla
staði, að undanteknu þessu leiðinda
ósamkomulagi við fjölskyldu mina.
Það var gaman að geta ekið út í
bíl á hverjum sunnudegi.
Og nú kom dálítið fyrir, sem
ég hugsa að lesandanum þyki
athyglivert. Eitt kvöldið, — Jan-
Peter var nýsofnaður og við tengda-
móðir mín sátum í stofunni og lét-
um fara vel um okkur ¦— var dyra-
bjöllunni hringt. Jan-Peter var orð-
inn fjögra ára, en hafði ekki séð
afa sinn og ömmu ennþá.
Það var mamma, sem ég hitti fyr-
ir utan dyrnar. Hún var útgrátin
og sagði:
— Erna, ég verð að tala við þig, —
það hefur nokkuð komið fyrir. Og
svo fór hún að gráta aftur.
Það eru ýmsar ástæður til þess
að ég get ekki sagt frá öllu, sem
þarna gerðist, en svo mikið verð ég
þó að segja, að pabbi var orðinn
sekur við lög og lögreglan hafði tek-
ið hann í sína vörzlu, svo að mað-
ur komist gætilega að orði. Þetta
kom yfir mig eins og reiðarslag, —
hverjum gat dottið í hug, að pabbi
gerði sig sekan um þess háttar?
Tengdamóðir mín hlustaði á allt,
sem mamma sagði, og ég þóttist f ara
nærri um hvað hún hugsaði. Hún
hafði orðið fyrir þessu sama. Þetta
var fyrsta skiptið, sem tengda-
mamma sá mömmu. Hún hafði aldr-
ei viljað koma til okkar, en nú var
hún komin á örvæntingarstundu, nú
var hún aum og bág og þurfti á
mér að halda, og hryllti við öllu því,
sem mundi standa í blöðunum næstu
daga.
Frá mínu sjónarmiði hafði
mamma fengið refsingu. Hún hafði
hrundið mér frá sér vegna þess að
ég giftist manni, sem átti glæpa-
mann fyrir föður, en svo kom það
á daginn, að faðir minn var ekki
stórum betri en tengdafaðir minn.
Mér finnst rétt að segja frá þessu,
því að þetta getur komið fyrir fleiri
en mig, að lenda í sömu kvölinni,
sem ég hafði verið í. Ég held, að
drambið hefni sín alltaf. Ég hef
aldrei iðrast eftir að ég giftist syni
svikahrapps. Hjónaband okkar hef-
ur alltaf verið hamingjusamt. Ég
mundi ekki skrifa þetta, ef móðir
mín væri enn á lífi. En ávirðing
^ír annáíum
Aftaka Jóns biskups, Björns og Ara
(Hér heldur áfram frásögn
Biskupsannála Jóns Egilssonar úr
síðasta blaði):
Á föstudags morguninn að sólu
uppkominni sóktu þeir Ara og
leiddu hann norður yfir kirkju, og
kvaddi hann alla og bað alla fyr-
irgefningar, og mælti« til Jóns
Halldórssonar — hann var stjúp-
sonur Daða —: „Ekki þenkta eg,
Jón, að þér munduð sitja yfir höfuð-
sverði mínum", — því þeir voru
lengi góðir vinir. Jón sagðist ekki
vera þess sjálfráður. Hann bað
Jón þá að höggva sig, og eiga þann
bezta hlut er hann ætti; hinn
svaraði: „Þó þú gefir mér alla þína
aleigu, þá gjöri ég það ekki", —
Ari sagði það ekki vera mann sem
sig skyidi höggva, — og svo bauð
hann . fleirum, en enginn vildi.
Hann bað þá herra Martein, Daða
og þennan Jón fyrirgefningar með
þessum orðum: „gef mér til Mar-
teinn, Daði"; — mörgum þótti það
mikið, og hörmuðu þvílíkt, að slík-
ur höfðingsmaður skyldi vera af
tekinn, og vildu þar ekki við vera.
Hann var leiddur norður yfir tún,
á klettana upp yfir Þorláks-sæti;
þeir höfðu fyrir höggstokkinn
vindustokkinn frá kirkjunni, sem
eitt og annað var með upp undið
þá hún var í smíðum, og höfðu
höggvið skarð í fyrir hökunni. Þeir
vildu binda fyrir augun á honum,
en hann vildi ekki og sagði hinn
skyldi höggva hreinmannlega, og
féll svo á kné og sagði: „In manus
(tuas, domine, commendo spiritum
meum), þ. e.: í þínar hendur, drott-
inn, fel eg minn anda); hann lagði
sig á stokkinn og setti hökuna í
skarðið, og teygði svo allan háls-
inn að sá til allra æða, sina og liða;
með það hjó hinn, höfuðið fór strax
af í einu, en i höfðinu, þar það lá,
blakti tungan.
Síðan var síra Björn sóktur;
ekki er annars getið en hins sama,
það hann var sorgandi og baðst lífs.
föður míns hefur vafalaust valdið
því, að hún veiktist og dó. Faðir
minn er á elliheimili. Hann kalkað-
ist snemma og man alls ekki núna,
að hann hafi verið í fangelsi, og
líklega er það gott.
Tengdamóðir mín er í fullu fjöri,
þó að hún sé komin fast að áttræðu,
og býr hjá okkur. Börnin okkar f jög-
ur elska ömmu síi. a, og það er ekki
nema eðlilegt, því að hún lifir og
hrærist fyrir þau, þau eru gimstein-
arnir í tilveru hennar. Ég hugsa að
fáar ömmur hafi lesið fleiri ævin-
týri en hún fyrir bárnabörnin sin.
Þeir höfðu þá fært stokkinn á með-
an upp á þá klettana sem þar fyr-
ir ofan eru upp með garðinum að
götunni. Hryggilegt hafði verið til
hans að sjá og heyra; en þá hann
lagðist á stokkinn, þá hafði hann
æ við kveðið, og sagt: „Æ og æ
börnin  mín,  bæði ung og mörg"!
— með það hjó hinn fjórum sinnum
áður en af tók, því hann hafði
kreppt hálsinn.
-------Þar eptir sóktu þeir bisk-
upinn og leiddu hann upp og buðu
honum líf; en hann ansaði sömu
og áður. Þeir höfðu þá flutt stokk-
inn rétt að almenníngs-götunni, og
leiddu biskupinn þángað, en Christ-
ján, herra Marteinn og Daði stóðu
á stórri þúfu fyrir norðan. (Þá seg-
ist: hann hafi boðið Daða að leysa
hann úr banninu, en Daði svaraði:
„Þú sér ekki meira bann á mér en
þér"). — Hann stefndi að stokkn-
um hryggur, og gaf sig guði og
sagði: „in manus" — hinn hjó iij
sinnum áður en af tók höfuðið, af
því höggið kom upp á herðarnar,
og biskupinn af elli sinni var kom-
inn saman í kuðung og höfuðið ná-
lega fram úr bringunni. Þar lágu
þeir allan daginn og fengu ekki
kirkjuleg, en með tillögum góðra
manna voru þeir heim fluttir og
settir niður á kórbaki, og þar sáust
merki til lengi, hvar þeir lágu. Þar
er úti þeirra æfi og hérvist. — Þó
aðrir þeir hafi öðru vísi, bæði
fleira og meira heyrt um allt þetta
áður-skrifað, eður með öðru móti,
þá verð ég að skrifa svo sem mér
hefir sagt verið.
Svo riðu þeir burt Daði og Christ-
ján; en sem hann kom til Bessa-
staða, þá sendi hann til Garða
eptir síra Einari, og sagði honum
frá þessum tíðindum, en hann gaf
honum það svar: Því hann hefði
slíkt gjört? og hér mundi vont
eptir koma; hann sagði: því hefði
ollað herra Marteinn og hans ráðs-
maður, og sagðist vita það, og það
væri víst, að hann mundi þess
gjalda áður en þessi vetur væri úti.
—  Merk: að þeir feðgar voru af
teknir tveim nóttum fyrir allra-
heilagramessu, sumir segja Simon-
ismessu, anno 1550.
— Ef ég hefði vitað, að þú varst
svona dýr í rekstri, hefði ég aldrei
gifst þér.
— Og þá hefði pabbi heldur aldr-
ei leyft mér að giftast þér.
— Elskan mín, miðdegisverður-
inn vra afbragð. Tókstu hann hjálp-
arlaust út úr kæliskápnum?
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16