[vaka! UM BERSOGLI. Der Eine fragt: Was kommt danach? Dcr Andere fragt nur: Ist es recht? Und also unterscheidet sich der Freie von dem Knecht*). Theodor Storm. I. Þjóðníðingurinn. Meistaraverk I b s e n s „Þjóðníðingurinn" er ein hin beiskasta og áhrifamesta lýsing í bókmenntum heims- ins á örlögum og uppskeru manns, sem boðar nýjan og afdrifamikinn sannleik, án þess að hyggja að afleið- ingunum — hvernig orð hans komi öðrum: einstakl- ingum og almenningi, valdhöfum og þjóðfélagi. Sjónleikur Ibsens gerist í litlu bæjarfélagi, sem fyrir nokkrum árum hefir ráðist í að hagnýta heilsulindir er spretta í nágrenni bæjarins, veita þeim inn í hann og láta gera þar dýra baðstöð. Fyrirtækið hefir bless- ast, aflað sér orðstírs og stórum aukið velmegun bæjar- ins. En svo fer að bera á því að sumir gestanna veikjast af böðunum, bæði af taugaveiki og öðrum sjúkdómum. Baðlæknirinn, dr. Stockmann, rannsakar málið í kyr- þey og það sannast að baðvatnið er pestnæmt. Það hefir af sparnaðarástæðum verið leitt frá þeim lind- um, er næstar voru bænum, en kringum þær eru ó- þverrakeldur, sem eitra það. Baðlæknirinn verður himinlifandi þegar hann kemst að þessu — uppgötvun hans frelsar ótal menn frá •) Kinn spyr: Hverjar verfia afleiðingarnar? Annar spyr að eins um eitt: Er hað rétt? Og þetta skilur milli frjálsborins manns og J)ýs.