Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 66
MENNING 8 Þ egar svokallað Hafsteins- hús á Bakkaflöt í Garða- bæ var í byggingu var það orðið svo þekkt að orðspori á höfuðborgar- svæðinu að forvitnir gerðu sér ferð inn í húsbygginguna til að skoða hvernig arkitektinn hafði komið fyrir hlutum þar. Högna Sigurð- ardóttir hafði þá starfað í Frakk- landi allt frá því að hún lauk námi og hafði yfir sér ljóma þeirra landa okkar sem höfðu haslað sér völl í hörðum samkeppnisbransa erlend- is. Það skyggði ekki á frægð henn- ar þegar við þá staðreynd var bætt eftirminnilegri athugasemd: Hún er úr Vestmannaeyjum. Högna fæddist inn í kreppuna á Íslandi, þessa stóru sem við héld- um lengi að væri eina kreppan sem gæti yfir okkur gengið þótt raunin hafi orðið önnur; þær voru marg- ar. Kynslóðin sem fæddist um 1930 leit á fyrstu tveim áratugum ævi sinnar einhverja mestu umbreyt- ingar sem nokkur kynslóð hafði upplifað hér á landi utan þær sem fæddust inn í harðindaár og plág- ur fyrri alda. Hin pólitísku rök í manngildisstefnu arkitektúrs voru tekin að sýna sig hér víða í nýrri byggingum, þótt slakur fagur- fræðilegur og formlegur smekkur seinkaði þeirri þróun látlítið. Tíma- bilið 1929 til 1949 var stór og mikil- væg þungamiðja í nútímavæðingu Íslands. Og kynslóðin sem gekk til mennta inn í kalda stríð beggja vegna Atlandsála var hin fyrsta sem smíðaði bræðslu úr nýju og gömlu, eins og verk Högnu mörg og Manfreðs Vilhjálmssonar sýna. Sýningin á Kjarvalsstöðum er takmörkuð að því leyti að hún sýnir einvörðungu verk Högnu á Íslandi, bæði byggð og óbyggð. Þegar reik- að er um hana og teikningar og ljós- myndir eru skoðaðar þar kemur fyrst upp í hugann eftirsjá hinna glötuðu tækifæra sem gáfust en voru ekki nýtt. Þar kom margt til: óvenjubundnar hugmyndir lista- mannsins, íhaldssemi njótenda og framkvæmdaraðila sem best verð- ur skýrð með menntunarskorti og fylgifiskum hans, smekkleysi og fáfræði. Þau hús Högnu sem standa eru djásn íslenskrar bygg- ingarsögu og í samanburði þeirra Manfreðs og hennar verður fljótt ljóst að fjarvera hennar á erlendri grund og nærvera hans hér heima gaf honum forskot sem hefur gefið okkar fjölda glæsilegra húsa sem honum gafst tækifæri til að sjá rísa eftir sínu höfði. Högna var menntuð í Frakklandi, það er í sjálfu sér undur að hún komst þar áfram í námi, málakunn- átta hennar var ekki upp á marga fiska þegar hún kom út og sam- keppnin var hörð um sæti í Þjóð- arskóla hinna æðri lista í París. Lokaverkefni hennar var unnið fyrir heimaslóðir – garðyrkjubýli í Hveragerði – en fyrir það fékk hún margháttaðar viðurkenningar í Frakklandi þar sem hún bjó sér ból og eignaðist fjölskyldu, þó að báðar dætur hennar hafi ætíð sótt heim og hvor á sinn hátt rétt eins og móðir þeirra auðgað mannlíf hér. Stærstu verkin sem Högna kláraði til fulls á Íslandi eru nokk- ur einbýlishús eins og þau kölluð- ust þá, öll risu þau í nýrri hverfum sunnan við möndul borgarinnar frá vestri til austurs. Öll eru þau vitn- isburður um snjalla gáfu, þekk- ingu á íslenskum högum, ljósi og verðáttu. Þau eru öll sprottin úr íslenskri jörð en auðguð af mennt- un höfundarins og listnæmi. Það er því skyldumæting á þessa sýn- ingu svo mönnum verði ljós hlut- ur Högnu í merkilegum íslenskum arkitektúr. Það kemur nokkuð á óvart hversu margar af byggingartillögum Högnu hafa verið laskaðar í tímans rás. Þar er skömm Kópavogsbæjar hvað ríkust og ber forráðamönnum bæjarfélagsins sú ábyrgð; þannig var tillaga hennar að sundlaugum og almenningsgarði á Rútstúni sem þau hjón Finnbogi Rútur Valdi- marsson og Hulda Jakobsdóttir gáfu bænum og bæjarbúum á sínum tíma ekki unnin nema að litlu leyti. Annar áfangi þessa mannvirkis var líka unninn eftir hennar forsögn en í þriðja áfang- anum var vikið frá hugmyndum hennar og eins og segir í sýning- arskránni „með ámælisverðum hætti“. Ýmsar tillögur hennar aðrar eru á sýningunni sem ekki hafa litið dagsins ljós á fyrirhuguðum stöð- um. Sumarhúsabyggð Landsbank- ans við Álftavatn, kapella í Vest- mannaeyjum. Hugmynd hennar að endurbyggingu Vestmannaeyja- bæjar kom ekki til álita sem verð- launatillaga, enda kusu yfirvöld í Vestmannaeyjum að hundsa allar tillögur um þá endurbyggingu. Högnu hefur hlotnast fjöldi alþjóðlegra viðurkenninga fyrir verk sín, og tók meðal annars sæti í hinni virtu Frönsku byggingar- listarakademíu árið 1992, auk innlendra viðurkenninga svo sem menningarverðlauna DV í bygging- arlist 1994 og heiðursorðu Sjónlista- verðlauna Listasafns Akureyrar 2007. Íbúðarhús sem hún teikn- aði að Bakkaflöt í Garðabæ hefur verið valið ein af 100 merkustu byggingum 20. aldarinnar í Evrópu og er nú til skoðunar ásamt Brynj- ólfshúsi að Sunnubraut í Kópavogi sem dæmi um húsbyggingu frá síðari hluta tuttugustu aldar sem beri að friða. Árið 2008 var Högna Sigurðardóttir kosin heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands. Högna ánafnaði Listasafni Reykjavíkur nýlega öllu teikn- ingasafni sínu. Í tilefni af þeirri rausnarlegu gjöf er sýningin sett upp nú með áherslu á íslensk verk, byggð sem óbyggð. Sýningarstjóri er Guja Dögg Hauksdóttir, deild- arstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur, og sam- starfshópur er skipaður þeim Önnu Sóleyju Þorsteinsdóttur, Laufeyju Agnarsdóttur, Magnúsi Jenssyni og Sigríði Maack, arkitektum. Sýn- ingin er unnin í náinni samvinnu við Arkitektafélag Íslands og í sérstöku samstarfi við Þjóðminja- safn Íslands, með tilstyrk fjölda aðila: Minningarsjóður Dr. Phil. Guðjóns Samúelssonar, mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands, Húsafriðunarnefnd, Bær listasetur, Myndhöfundasjóður Íslands, Íbúðalánasjóður Íslands og Franska sendiráðið á Íslandi eru þeirra á meðal en upptalning- in er lengri og þar kemur síðastur Vestmannaeyjabær. Í tengslum við sýninguna verð- ur gefin út sýningarskrá um verk Högnu í ritstjórn Guju Daggar. Er það fyrsta og eina ritverkið sem henni er helgað sem komið hefur út hér á landi. Högnu til heiðurs er málþing í dag á Kjarvalsstöðum um feril hennar og hefst það kl. 14. Þar verða þátttakendur með erindi í pallborði þau Steinþór Kári Kára- son, Jes Einar Þorsteinsson og Margrét Harðardóttir arkitektar og Þóra Sigurðardóttir listamað- ur. Sýningin á verkum Högnu á Kjarvalsstöðum stendur til loka janúar. HÚS EFTIR Högnu Sigurðardóttur Högna Sigurðardóttir arkitekt. MYND/ LISTASAFN REYKJAVÍKUR Um þessar mundir er kastljósinu beint að störfum og verkum tveggja arkitekta sem eiga það sameiginlegt að hafa skilað nokkrum perlum í steypu, stáli og gleri; tveimur lýsandi vitum á strönd íslenskrar byggingarlistar: Högnu Sigurðardóttur og Manfreð Vilhjálmssyni. Það er ár á milli þeirra og þau eru nú komin að endalokum ferils síns og eru þá heiðruð; hún með sýningu á Kjarvalsstöðum, hann með veglegri bók, þar sem ferill þeirra er rakinn. BYGGINGARLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.is · Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17 Fallegar gjafir á góðu verði Safnbúð Þjóðminjasafnsins Jólaservéttur Hekla 750 kr. Eldspýtustokkur Hekla 590 kr. Sérpakkað súkkulaði Safnbúðin 590 kr. Laufabrauð 2009 Heima 2.900 kr. Sælusápur margar gerðir 690 kr. kerti, 2 stk. 390 kr. Spil, Safnbúðin 990 kr. Jólakort, Safnbúðin 10 stk. í pakka 1.990 kr. Skuggaspil kertastjaki Heima 1.900 kr. Dagbók Guðbrandsbiblía Safnbúðin 1.490 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.