Vikan


Vikan - 25.08.1966, Blaðsíða 26

Vikan - 25.08.1966, Blaðsíða 26
Björgvin í Garði, bróðir Þuru Fjölskyldan í hlaðvarpanum. Starri bóndi í Garðijakobína og börn þeirra: Stefanía, Sigríður Kristín skáldkonu. og Kári. Á myndina vantar Sigrúnu Huld, sem varið heiman. Viðtal við Jakobínu Sigurðardóttur, húsfreyju í Garði í Mývatnssveit, og höfund Dægurvísu og fleiri bóka. Margir telja hana fremsta kvenrithöfund okkar um þessar mundir. Eftir Dag Þorleifsson. „Mývetningar væru ekki meiri menn en aðrir menn, ef ekki væru Austurfjöll, silungurinn og Jón á Gautlöndum.“ Svo mælti orðheppinn Mývetningur, Jón Tómasson á Kálfaströnd eitt sinn um sveitunga sína, sem sagðir hafa verið þingeyskastir allra Þingeyinga. Og þótt ekki hafi verið nema vatnið með sín- um silungi, hefði líflegur sann- leiksneisti falist í þessari um- sögn. Þessi fiskur sá manns- öldrum saman til þess, að í sveit- inni ríkti velsæld, þegar það var talin ærin velsæld að svelta ekki heilu eða hálfu hungri lengri eða skemmri tíma ársins. Á hungur- vorum niðurlægingaralda var Mývatn Þingeyingum það sama og Drangey Skagfirðingum; þangað sóttu menn úr mörgum sveitum eftir lífsbjörg í þeim fiski, sem brást síður en önnur gæði þessa lands þjösnalegrar náttúru. Og þeim var vel tekið við Mývatn; þar hefur löngum búið gott fólk, enda viðurkenndi það jafnvel sú kjaftfora Látra- Björg, með fyrirvara þó: Mývatnssveit ég vænsta veit vera á þessu láði. Og fólkið gott, en fær þann vott að fullt sé það af háði. Já, enn í dag eru þeir glettnir menn og glaðværir, Mývetningar, og láta óspart fjúka í kveðling- um, enda hefur verið sagt, að þar væri skáld á hverjum bæ. Nú til að mynda eiga þeir í sín- um hópi skáldkonu, sem af ó- fáum mun viðurkennd fremsti núlifandi rithöfundur fslands úr liði kvenna, þótt einhverjar aðr- ar kunni að eiga sér eins stóran lesendahóp. Þetta er ekki lítið atriði á þessum árum, þegar helmingur íbúa landsins býr í höfuðborg þess og útborgum hennar og auðæfi þess og menn- ing safnast í vaxandi mæli á þennan litla blett við Faxafló- ann. — Þessi skáldkona er Jako- bína Sigurðardóttir í Garði, gift Þorgrími Starra Björgvinssyni, bónda þar, sem líka er ágætt skáld, enda bróðursonur þeirrar velþekktu Þuru í Garði. Já, hún Jakobína. Raunar er hún nú ekki Mývetningur að uppruna; hún er fædd á lokaári heimsófriðarins fyrri í Hælavík norður á Hornströndum. Sú vík er nú í eyði sem önnur byggð norður og vestur þar. Þar voru þó ekki alls fyrir löngu blómleg þorp, svo sem Hesteyri, en þang- að fluttu foreldrar hennar frá Hælavík. Við gefum Jakobínu orðið: — Upphaflega skapaðist þarna atvinna kringum norska hval- veiðistöð. En þegar hvalurinn hvarf, kom Kveldúlfur í staðinn með síldarverksmiðju. Þar unnu Hesteyringar árum saman fyrir lægsta kaup, sem þá þekktist hér á landi, og gerðu ekki verk- fall nema einu sinni, og það fór út um þúfur. Því Kjartan Thors kom norður og talaði þá til. Þeir héldu áfram að vinna á sama lága kaupinu og áður, en fáum árum síðar pakkaði þó Kveldúlfur saman og fór. Þá var hann búinn að græða eins og hann taldi mögulegt í þeim stað, og færði sig um set. Þá fór heldur en ekki um þá Hesteyringa, sem héldu að hann myndi um aldur og ævi meta við þá lága kaupið. Svo kom stríðið og herstöðin í Aðalvík. Þetta voru úrvalsmenn, Bretarnir sem þarna voru, enda var sagt að þeir hefðu leitazt við að hafa slíka menn á þeim stöðum, þar sem fátt fólk var fyrir. Það kom aldrei til neinna vandræða milli þeirra og fólksins í kring; meira að segja varð ekk- ert ástand. Ein stúlka úr sveit- inni átti að vísu ástandsbarn, en hún eignaðist það fyrir sunnan. Og hernum fylgdi atvinna. En svo var saminn friður úti í heimi og þá þýddi ekki að biðja Jesús sinn almáttugan um meira stríð. Bretinn fór og atvinnan með hon- um og grundvöllurinn fyrir bú- setu á Hesteyri. Það sem ég vil segja með þessu, bætir Jakobína við og skær augu hennar, sem stöðugt virðast horfa á óhlutlægan veruleika, sem að vísu er innan þess hlut- læga sjóndeildarhrings en líka utan hans, verða enn skærari, — er að ef íbúar Sléttuhrepps hefðu treyst á sjálfa sig í staðinn fyrir aðra — Norðmenn og Kveldúlf og her — þá væri þessi sveit mjög trúlega enn í byggð. Hefðu þeir byggt upp atvinnulíf sitt sjálf- ir í stað þess að treysta til þess utanaðkomandi aðilum — þá hefði getað farið öðruvísi og betur. Þetta víti mætti vel verða til varnaðar okkar þjóð, sem nú bindur svo mikið traust við fjármagn erlendra stórfyrir- tækja og ál og gúr. — Þú ert á móti gúrnum? — Auðvitað er gott að fá at- vinnuna, sem honum fylgir, en við óttumst mörg, að náttúru- verðmæti þessarar sveitar muni spillast við tilkomu verksmiðju- þorps. Raunar er ennþá hvergi nærri víst að það rísi nokkurn- tíma, þvi bandaríski auðhring- urinn, sem leggur til fjármagnið, hefur enn ekki undirskrifað samningana um þetta iðjuver. Það lítur út fyrir að yfirvöld okkar hafi rokið út í þetta til að stinga dúsu upp í Norðlend- inga til mótvægis við áliðjuna við Straum, sem Sunnlendingar eiga að fá. — Hvernig líst þér á álsamn- inginn? — Þá kem ég aftur að því, sem ég minntist á áðan. Þessi samn- ingur hefði ekki þurft að vera neitt hættulegur. Ef við hefðum til dæmis gert svissneska álfyrir- tækinu að leggja fram 100—200 milljónir króna árlega, sem hægt hefði verið að verja til að styrkja þetta vesalings vandræðabarn, landbúnaðinn, svo eitthvað sé nefnt. Slíkar kröfur getur sú þjóð gert, sem hefur eigin atvinnu- vegi svo vel uppbyggða, að hún getur staðið á eigin fótum og treyst á sjálfa sig. Sú þjóð getur óhrædd flutt inn fjármagn er- lendra stórfyrirtækja, því hún er ekki háð þeim. — Þú þekkir sjálfsagt sögu Þingeyinganna, sem stofnuðu kaupfélagið hér fyrir aldamótin. Þetta voru menn, sem ekki voru stórir í augum heimsins, en þeir trúðu á rétt sinn og sjálfa sig. Þeirra er oft minnst á tyllidögum, en það mætti líka minnast þeirra í verki. — Ég þarf víst varla að spyrja um álit þitt á veru hersins hér. — Ég held þeir séu nú ekki margir, sem eru hrifnir af hon- um. Þó hef ég heyrt þjóðsögu um mann einn sem varð svo hrifinn af vinnunni á vellinum, að þeg- ar honum var sagt upp, þá neit- aði hann að fara. Sagði að þeir gætu alveg eins skotið sig. Mætti áfram eins og ekkert hefði í skor- izt. Gg þeir gáfust upp að lokum og hann fékk að vinna hjá þeim áfram. — Það er svo sem skilj- 26 VIKAN anlegt að fólk sem lifði kreppuárin, yrði heillað af þessari miklu atvinnu, sem hernum hefur fylgt. Kreppuárin voru skelfilegir tímar fyrir fjölskyldu- menn, sem urðu þá að horfast í augu við þann geig- vænlega veruleika að geta ekki séð fyrir sjálfum sér, hvað þá sínum nánustu. Áður hafði verið vikið að bókum Jakobínu, en hún sagt, að um þær vildi hún sízt ræða, — eða, sagði hún, — hversvegna tölum við ekki heldur um kísilgúrinn, og álsamninginn, eða mjólkur- skattinn? En þar eð við höfum nú tekið að minnsta kosti sum þessara mála til meðferðar, þá víkjum við nú aftur að þeim áhugamálum Jakobínu, sem okkur leikur mestur hugur á að heyra um. — Fyrsta bókin mín var ævintýri, Sagan af Snæ- björtu Eldsdóttur, og kom út hjá Máli og menn- íngu. Næst kom svo ljóðabókin Kvæði, síðan smá- sagnasafnið Púnktur á skökkum stað og loks Dæg- urvísa, sem kom út fyrir jólin í vetur. Við tökum Jakobínu þá á orðinu og viljum ræða nánar þessa bók, sem hlaut betri viðtökur hjá gagnrýnendum en nokkur önnur íslenzk skáld- saga, sem út kom hérlendis á síðastliðnu ári, og jók hróður höfundar meira en nokkur af fyrri bók- um hennar, að þeim öllum ólöstuðum. — Satt að segja er ég orðin dauðleið á þessari bók, sagði Jakobína. — Og það er einkum vegna þess, hve henni hefur verið hælt. Mér finnst að hún eigi það ekki skilið. — Gagnrýnendur voru nú á öðru máli. — Maður skyldi aldrei taka þá of alvarlega. — Ég hef heyrt marga furða sig á að sveita- kona sem þú skulir skrifa skáldsögu, sem gerist í Reykjavík, í stað þess að velja sveitina að yrkis- efni. — Hversvegna skyldi sveitakona ekki skrifa sögur, sem gerast í borg, alveg eins og borgarbúar skrifa sveitalífssögur? Og þar að auki kannast ég dável við Reykjavík. Ég hef dvalið þar eins lengi og hér í sveitinni, að öllu samanlögðu. Og þeir, sem átt hafa heima í Reykjavík, gleyma henni Jakobína Sigurðardóttir, skáldkona í Garði. ÉG ERALIN UPP VIO MEISTARA JÖN Starri og Jakóbína ásamt þrem börnum sínum. ekki svo auðveldlega. Það er eitthvað, sem borg- in hefur við sig fram yfir aðra bæi. Vorið til dæm- is. Sumir virðast halda, að það sé ekki til nema í sveitinni. En í Reykjavík er það mjög fagurt. — Þú ert sögð dálítið pólitísk. Það verður ekki séð að það komi fram í Dægurvísu. — Mig grunar hvað þú átt við með pólitík, þótt ég sé ekki viss um hvort nota eigi einmitt það orð í þessu sambandi. En pólitíkin, sem þú kallar svo, er einmitt megineinkenni Dægurvísu. — Það verður varla sagt að það beri mikið á á henni. — Það er rétt, en það er bragð. — Hvert er þá meginatriðið í sögunni? — Það er sú hugsun, að mannkynið eigi skilið að lifa, þótt það sé ekki eingöngu af hinu góða. Fólkið í Dægurvísu er ekki nema venjulegt fólk, Framhald ó bls. 41. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.