Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vikan

						Frumherjar
Fyrsta konan sem fór í hungurverkfall
Emmeline Pankhurst
Um langt skeið klæddist Emmeline
Pankhurst fangabúningi kvennafang-
elsis Lundúna sem nokkurs konar
heiðursmerki. En hún kom einnig fram í
öðru gervi sem þótti ákaflega ókvenlegt.
Hún hafði sett sér það markmið að
brjóta á bak aftur alræðí karlmanna. Til
þess að ná settur. marki kveikti hún
hatursloga í stað þess að sá fræjum kær-
leikans. Menn höfðu um hana niðrandi
orð og kölluðu hana „æsingadrós og
brennuvarg". En baráttan hélt áfram og
sii stund rann upp að frú Pankhurst gat
hrósað sætum sigri.
Nú stendur minnismerki um hana í
litlum skemmtigarði við Tower-brúna í
Lundúnum. Það er lítil látlaus stytta af
konu i siðum felldum kjól. Hún likist
ekki baTáttumanninum Emmeline Pank-
hurst fremur en hverri annarri konu. 1
raun og veru var hún sönn kona en ancf
stæðingar hennar fjölluðu ávallt um
hana sem ókvenlega valkyrju.
Tuttugu og eins árs gömul giftist
3©Vlkan6.tbl.
Emmeline Gulden frá Manchester mála-
flutningsmanninum Richard Pankhurst.
Hann var sosíalisti og mikill jafnréttis-
sinni. Hjónabandið gaf lífi Emmeline
gildi og tilgang. Henni varð fljótlega
ljóst hver köllun hennar var, að berjast
fyrir jafnrétti karla og kvenna, einnig á
stjórnmálasviðinu sem þýddi kosninga-
rétt til handa konum. Eins og málum
var háttað réðu frú Pankhurst og fylgis-
menn hennar aðeins yfir einu vopni'; en
það var að vekja athygli og efna til
æsinga. „Kosningarétt handa konum"
var slagorðið sem frú Pankhurst lét óma
yfir Lundúnaborg. Til átaka kom milli
súffragettanna,  en  það voru  kven-
réttindakonurnar kallaðar, og lögregl-
unnar. Dag nokkurn brann hús ráðherr-
ans Lloyd Georges. Brennuvargurinn
var Emmeline Pankhurst. Hún var
handtekin og dæmd í þriggja ára fang-
elsi. En það hvarflaði ekki að henni að
gefast upp jafnvel þótt hún sæti í fang-
elsi. Hún fann upp á harðsvíraðri aðferð
til að sýna mótstöðu, það er hungurverk-
fallinu. Hún var ekki aðeins fyrsta
konan sem fór í hungurverkfall heldur er
hún og upphafsmaður þessarar friðsömu
baráttuaðferðar. Frú Pankhurst sýndi
slíka staðfestu í hungurverkfallinu að
það varð að láta hana lausa. Hún hefði
heldur dáið en að láta undan. Þegar hún
var látin laus beið hennar múgur og
margmenni fyrir utan fangelsið. Enginn
hló lengur að frú Pankhurst og súffra-
gettunum. Mönnum hafði lærst að bera
virðingu fyrir þessari smágerðu konu.
Árið eftir að fyrri heimsstyrjöldinni
lauk fengu breskar konur kosningarétt.
Emmeline Pankhurst hafði sigrað. Hún
lest árið 1928, þa sjötug að aldri. Hún
var fyrsta sigursæla baráttukonan fyrir
kosningarétti kvenna. Á eftir henni
komvi fjöldinn allur af konum og körlum
sem heldur vildu svelta í hel en að láta af
pólitiskri sannfæringu sinni. Emmeline
Pankhurstvarþeimfyrirmynd.   II
Hann verður 70 ára á morgun,
kempan. Hann tók við forsetadómi i
Bandaríkjunum 20. janúar síðastliðinn
og hóf þar með eitt ábyrgðarmesta starf í
heimi — um það leyti sem flestir aðrir
eru sestir í helgan stein og sóla sig í eftir-
laununum.
Við getum rakið feril hans í stórum
dráttum. Hann er fæddur í Tampico i
Illinois 6. febrúar 1911. Faðir hans,
John Edward Reagan, var írskur
kapolikki og skósölumaður — og gekk
víst ekkert of vel að selja. Nelle Reagan,
móðir Ronalds litla, var hins vegar mót-
mælendatrúar og sveinninn var alinn
upp í þeirri trú.
Sagt er að móðir Ronalds hafi kveikt
hjá honum leiklistaráhugann. Hún var
sjálf áhugamaður um leiklist og stundaði
það að lesa upp í klúbbum, spítölum og
tugthúsum.
Lautinanti h*num - Im inn taxta á
þjárf unark vikmy ndir hersins.
Þegar fram liðu stundir fór Ronald
Reagan i haskóla, lagði stund á hagfræði
og félagsvísindi og þá þegar þótti líklegt
að hann myndi snúa sér að stjórn-
málum. En ekki varð sú braut bein.
Fyrst varð hann íþróttafréttamaður við
útvarpsstöðina WHO í Des Moines í
Iowa. Árið 1937 komst hann síðan inn í
kvikmyndabransann sem var lifibrauð
hans í 27 ár. Á þeim tíma lék hann í 55
kvikmyndum sem margar urðu
vinsælar.
Þegar heimsstyrjöldin síðari skall á
varð hann lautínant í hernum en sjónin
þótti of slök til þess að senda hann fram í
viglinuna svo herstörf hans voru aðal-
lega fólgin í að lesa texta inn á þjálfunar-
kvikmyndir hersins. Þetta meö sjónina
kemur kannski nokkuð á óvart því við
sjáum kempuna aldrei með gleraugu —
en áreiðanlegar heimildir segja að hann
gangi með snertilinsur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64