Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 12
Henning Emil Magnússon Margoft hefur því verið haldið fram að ekki sé hægt aó skilja sögu vestrænnar menningar til fulls án þess að vera kunn- ugur Biblíunni. Mörg listaverk öólast dýpt þegar þau eru skoðuð í Ijósi ritning- arinnar. Þetta á ekki eingöngu við tón- verk Bachs eða leikrit Shakespeares held- ur einnig listaverk 20. aldarinnar. Þó svo að þjóðfélagió sé fjölhyggjuþjóófélag í dag og áhrif kristninnar gegnsýri þaó ekki lengur þá má finna ýmsa listsköpun sem er nátengd Biblíunni, t.d. í popptónlist. í 5. tbl. Bjarma frá 1997 fjallaði Gunnar Jóhannes Gunnarsson um trú og efa í textum írsku rokkhljóm- sveitarinnar U2. Nú langar mig að fjalla um Biblíuna og trú í textum og lífi Bob Dylans. OBob Dylan hefur verið leiðandi afl í popptónlist í nokkra ára- tugi og ætíð haldið velli á með- an aðrar stjörnur skína skært í stutta stund en gleymast síóan. Hann hefur ætíó vakið athygli fyrir texta sína og söngstíl sem er skilgreindur í alfræði- orðabók Wordsworth sem nasal whine og gæti útlagst á íslensku sem nasahrín! Textar Dylans hafa haft mikil áhrif og eru oft miklu nær því aó kallast Ijóð heldur en textar enda hefur Dylan rataó inn í sýnisbækur um bandaríska Ijóólist á 20. öld. Hann var þekktur sem mótmæla- söngvari í upphafi ferils síns og kynslóð fólks flykkti sér um hann sem málsvara sinn. Hann söng kröftuglega gegn stríós- brölti og benti á brotalamir í bandarísku þjóófélagi. En það væri mikil einföldun að minnast hans eingöngu sem þóðfé- lagsgagnrýnanda. Dylan á sér mörg and- lit og hefur gert afar ólíka hluti. Dylan á rætur sínar í þjóólagatónlist og einn stærsti áhrifavaldur hans var Woody Guthrie (1912 — 1967), sá er ferðaðist um með gítarinn og tók virkan þátt í verkalýðsbaráttu. Dylan hóf feril sinn í anda Guthrie og ferðaóist um með gítarinn og kom yfirleitt einn fram. Hann var dáður í hópi þjóðlagaunnenda í Greenwich Village í New York. Það vakti mikla reiði í þeim kjarna þegar Dylan tók upp á því að spila í fyrst sinn á raf- magnsgítar með hljómsveit sér til stuðn- ings. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og margir sneru baki vió honum. Hann hefur því oft verið gerður að einhvers- konar málpípu fyrir ólíka hópa. Það vakti einnig mikla athygli þegar Bob Dylan snerist til kristinnar trúar og viðbrögóin létu ekki á sér standa í það skiptið heldur. ODylan er gyðingur. Hann fædd- ist 24. maí 1941 í Duluth, Minnesota. Foreldrar hans, Al- bert og Beattie Zimmerman, völdu hon- um nafnið Robert Allan. Hann ólst upp í Hibbing, Minnesota, og var hluti af fá- mennu samfélagi gyðinga þar í bæ. Hann fékk gyðinglegt uppeldi og því má ætla að hann hafi kynnst Gamla testa- mentinu ungur að árum. Ritningin hefur síðan í barnæsku alltaf fylgt honum og ætíð haft eitthvert vægi í lífi hans og list- sköpun. Tengsl hans við Biblíuna eru því hér til skoðunar og hvert vægi hennar hefurverið hverju sinni. Þó svo að Dylan sé gyóingur er þekk- ing hans ekki einskorðuð við Gamla testamentió þegar hann hefur að semja Ijóð. I mörgum Ijóðanna eru tilvitnanir í Nýja testamentió, t.d. í hinum þekkta söng: „The times they are a-changin’“ en þar vitnar hann til orða Jesú: „Hinir fyrstu munu veróa síðastir og hinir síð- ustu fyrstir.11 Annað dæmi má finna í Ijóóinu „When the ship comes in“, sem minnir á Opinberunarbókina. Hann vitn- ar líka í Gamla testamentió, t.d. í „The gates of Eden“ og í „Highway 61 Revisited", en Ijóðið hefst á eftirfarandi hátt: Oh God said to Abraham, „Kill me a son“ Abe says, „Man, you must be puttin’ me on“ God say, „No.“ Abe say, „What?“ God say, „You can do what you want Abe, but The next time you see me comin’ you better run“ Well Abe says, „Where do you want this killin’ done?“ God says, „Out on Highway 61.“ Hér er farió frjálslega með staðreyndir en öllum er Ijóst að hér er til hliðsjónar frásagan úr 1. Mósebók er Guð reynir 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.