Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Heimilisblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Heimilisblašiš

						50
HEIMILISBLAÐIÖ
Hermann Hesse
Evrópumað urinn
¥ OKS brast Drottin allsherjar þolinmæðina
og hann tortímdi jörðinni með eigin hendi
að lokinni heimsstyrjöldinni miklu, með því
að láta flóðhylgju fara yfir löndin. Flóðbylgj-
an afmáði í meðaumkun sporin eftir smán
hinnar liðnu aldar. Bylgjurnar flæddu yfir
blóðugar snjóbreiður, yfir fjöll, þar sem
ótölulegum aragrúa fallbyssna hafði verið
komið fyrir. Þær flæddu yfir rotnandi lík
og tóku með sér þá, sem syrgðu hina dauðu,
uppreisnarmenn og morðingja ásamt þeim,
sem allt höfðu misst, hina sveltandi og hina
andlega vegvilltu. Blár himinninn horfði nú
góðlátlega niður á regnvotan
jarðarhnöttinn.
Vélamenning Evrópumanna
hafði stigið hvert framfara-
sporið eftir annað, allt til hins
síðasta. Evrópa hafði vikum
saman veitt flóðbylgjunni við-
nám, er hún hækkaði jafnt
og þétt. Fyrst voru reistir
gey8Ímiklir flóðvarnagarðar,
en það starf var unnið dag pg
nótt af óteljandi aragrúa
stríðsfanga. Síðan var landið
hækkað með vísindalegum að-
ferðum, og það gerðist með
ótrúlegum hraða. 1 fyrstu líkt-
ust þessar hækkanir geysi-
miklum hjöllum, en er fram
liðu stundir, urðu þær eins og
háir turnár. I turnum þessum
mátti sjá mörg átakanleg
dæmi um mannlega hetjulund
og óteljandi afrek voru unnin
fyrir föðurlandið fram á síð-
ustu stund.
Löngu eftir að Evrópa og
allir aðrir hlutar heimsins
voru sokknir í sæ, hélt hinn
síðasti járnturn, sem ennþá
stóð upp úr djúpunum, áfram
að varpa ljósgeislum gegnum
HERMANN HESSE
fœddisí í Þýzkalandi áriS 1887, en
varS svissneskur ríkisborgari 1923.
Hann hefur, ásamt Thomas Mann.
verið  talinn  helzti  rithöjundur
þýzkfl tungu á síSari tímum, og hef-
ur einkum þótt skara fram úr
sálarlífslýsingum ungs fólks, og hef-
ur þá oft ráSizt heiptarlega á þróng-
sýni og broddborgaralegan skort á
skilningi á þeim, sem eru almenn-
ingi  frábrugSnir  i  hugsunarhœtti,
Hann  fékk  NobelsverSlaun  1946.
hið vota rökkur hinnar sökkvandi jarðar. Og
fallbyssuhlaupin sendu enn frá sér hvínandi
eldflaugar í- fallegum boga gegnum geiminn.
Tveim dögum fyrir heimsendi, ákváðu foriiígj-
ar herveldanna að gera f jandmönnum sínum
tilboð um frið. Til þess voru notuð ljósmerki-
En fjandmennirnir gerðu kröfu til þess,
að þeir turnar, sem ennþá væru hersetnir»
skyldu tafarlaust yfirgefnir, en jafnvel hinir
heitustu friðarsinnar gátu ekki gengið ao
því skilyrði.
Þess vegna var vopnaviðskiptum haldið a-
fram frá báðum hliðum, af miklum hetjuskap'
Nú var öll jörðin sokkin i
sæ. Hinn eini Evrópumaður,
sem enn var á lífi, flaut a
bylgjunum í bjarghring sínum
og notaði síðustu krafta sína
til að skrá atburði næstu daga
á undan, til að næsta mann-
kyn fengi vitneskju um, að
það var föðurland hans, seni
hafði varizt fjandmönnunum
fram á síðustu stund. Það var
því hans bjóð, sem hafði að
eilífu áunnið sér lárviðarsveig
sigurve<*arans.
Þá kom svart, risavaxið skip
í ljós við hafsbrún. Það nálg-
aðist hægt hinn örmagna
mann.
Hann bar samstundis kennsl
á hina miklu örk, sér til óuni-
ræðilegrar gleði, og rétt áður
en hann missti meðvitund)
kom hann auga á hinn æva-
gamla höfðingja, sem stóð
voldugur um borð í hinu fljót-
andi húsi, og silfurskegg hans
bylgjaðist í vindinum.
Risavaxinn negri náði taki
á manninum, sem rak fyrir
straumnum; hann var enn
með  lífsmárki,  og  náði  ser

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84