Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Blaðsíða 89

Kirkjuritið - 01.12.1974, Blaðsíða 89
og erlendis Nýr erkibiskup í York Nýr erkibiskup hefir verið valinn á stól í Jórvík í stað dr. Coggan, sem tekið hefir við embætti höfuðbiskups Eng- lands í Kantaraborg. Erkibiskupinn nýi heitir Stuart Yar- worth Blanch. Hann hefir verið biskup í Liverpool síðan 1966 og er nú 56 ára að aldri, bóndasonur. Menntun hlaut hann í Alleyneskólan- um í Dulwich. Vann síðan í nokkur ár hjá tryggingafélagi í London, en gekk Þá í flugherinn brezka og var leiðsögu- maður á flutningaflugvélum aðallega í Austurlöndum fjær. Á þessum árum kynntist hann raunverulegum kristin- dómi. Hann þjónaði sem liðþjálfi í Burma og las þá Nýjatestamentið reglubundið og skipulega. Þessi reynsla hans af Guðs orði og kristn- urn mönnum varð til þess, að hann hóf háskólanám í Oxford, er herþjón- ustu hans lauk. Að því búnu hóf hann nám í Wyclilfe Hall prestaskólanum í °xford. Að því námi loknu vígðist hann djákni til Highfieldkirkju í Ox- fordbiskupsdæmi, en árið 1952 gerð- 'st hann sóknarprestur í Eynsham. Þar Þjónaði hann til ársins 1957, er hann varð aðstoðarforstöðumaður Wycliffe Nall prestaskólans. Kórsbróðir varð hann við dómkirkjuna í Rochester árið 1960 og biskup í Liverpool árið 1966. Það er haft á orði, að hann hafi verið lítt þekktur meðal 'kennilýðs í Liverpool, er hann var valinn biskup. Menn sögðu: „Hver er hann, ég hefi aldrei heyrt hans getið.“ Dr Blanch reyndist merkur biskup í Liverpool. í „Church Time“ er hann kynntur svo, að hann sé sérlega mannlegur. Engum þyki óþægilegt að vera í ná- vist hans. Hann sé laus við allan hefð- arþótta og hafi einstakt lag á, að fólk fái notið sín í návist hans, er það ræði við hann. Hann sé glettinn, en virðist þó feiminn við fyrstu kynni. Hugmynda- ríkur er hann og þorir að hætta á ný- lundu, sem honum þykir þess virði að reyna. í starfi sínu leggur hann mesta áherzlu á trúboð, og var sá, sem að mestu stóð fyrir trúboðshreyfingu um Norður-England, er nefnd var „Call to the North“. Dr. Blanch er einlægur, trúaður maður. Predikanir hans þykja einfaldar, skýrar og lausar við tilfinn- ingasemi. Fyrirlestrar hans í Liverpool biskupsdæmi, víðsvegar, sem fjölluðu um Biblíuna, voru mjög eftirsóttir. Hinn nýi erkibiskup í Jórvík er kvænt- ur og faðir fimm barna. Fjölskyldan er öll listhneigð. Allir leika á hljóðfæri. Mjög góðar vonir eru bundnar við dr. Blanch og hið nýja starf hans. 375
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.