Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Blaðsíða 30
22 BÆKUR N. Kv. Árna Magnússonar, sem heimild um land- ið. Það er því fullkomið nauðsynjaverk að gera Sóknarlýsingarnar aðgengilegar öllum almenningi, og gegnir furðu, að ekki skuli fyrr hafa verið byrjað á því verki á þeirri bókaöld, sem nú gengur yfir. Þetta fyrsta bindi flytur lýsingar Húna- vatnssýslu, og býr Jón Eyþórsson það undir prentun, en hann og Pálmi Hannesson eiga frumkvæðið að því, að hafist er handa um útgáfuna. í formála, er þeir skrifa, láta þeir í ljós ugg um, að útgáfa þessi verði ekki gróðafyr- irtæki. Má vel vera, að svo verði ekki, en einkennilega er þá farið áhuga manna um fróðleg og söguleg fræði, þar sem heita'má, að hvers kyns þátta- og sagnasöfn, mörg nauðaómerkileg renni út, ef þetta gagn- merka ritsafn fær eigi selzt fyrir útgáfu- kostnaði. En metnaðarmál ætti það að verða hinu rnikla útgáfufyrirtæki Norðra að koma sóknarlýsingunum öllum á prent. Með því vinnur það þjóðnytjastarf,' og. leggur drýgri skerf til íslenzkrar menningarsögu en með megin þorra þeirra rita, _ sem það áður hefir gefið út um það efni, og er þar þó um auðugan gárð að gresja. Steindór Steindórss'on frá Hlöðum. Carit Etlar: Sveinn skytta. Helgi Valtýsson þýddi. (Framhald.) „Ég er ekki að segja þetta um sjálfan mig, því að til þessa hef ég ekki gefið neinni konu heit mitt, sökum þess að engin þeirra hefur viljað eiga mig, fyrr en ég gæti tal- izt í hóp heiðarlegra manna. Sveinn er sarnt sómamaður, svo að þú hefur yfir engu að kvarta.“ „Kvarta!“ endurtók Anna María hæðn- islega. „Heldurðu að ég sé að kvarta, Ib! Þú ert að spyrja mig, og ég aðeins svara. Það er allt og sumt.“ „Ég get nú samt sagt þér það, að hann hefur um annað en ástabrögð að hugsa um þessar mundir. Það er farið að sverfa að okkar mönnum upp á síðkastið, það er urgur í þeim, og þeir eru þrotnir að vistum, meðan Sveinn er auralaus, og konungurinn sem átti að hjálpa honum, er aumasti fá- tæklingur og enn verr staddur heldur en við hinir. Sveinn skrifaði honum hérna um daginn og bað um ríflegan slatta af þessum nýju byssum með lijóllásum, í staðinn fyrir vöndulbyssurnar okkar. Þær geta svosem verið nógu góðar, en ekki handa okkur, sem verðum að liggja í leyni í hrakviðri og hryssingi og hvernig sem viðrar. En hinir háu herrar hjá konungi svöruðu, að væri Sveinn í vopnahraki, þá væri hann vonandi svo mikill fyrir sér, að hann gæti bætt úr því sjálfur. Og það get ég líka, svaraði Sveinn, og síðan stútuðum við Svíunum og tókum þar, það sem okkur skorti. En það er verra með peningana. Menn okkar eiga engan eyri til matarkaupa, og þá er freist- ingin ærið mikil, síðan sænski söfuðsmað- urinn á Jungshöfða hefir lagt fé til höfuðs Sveini og heitið þeim, sem á hann geti vís- að. En guð gefi, að þeir bregðist honum ekki.“ „Það gerir enginn danskur maður,“ hraut Önnu Maríu af vörum, og í ákafanum virt-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.