Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 11

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 11
Æ G I R fif> Fyrsta flokks skip. Goðafoss er byggður í hinni heimsþekktu skipasmiðastöð Burmeister & Wain í Kaup- mannahöfn. Er það trygging fyrir að skipið er vel smíðað, enda hefur ekkert verið til sparað af eigendanna hálfu að það gæti orðið fullkomnasta og traustasta skip að öllu leyti, enda hyggt samkvæmt liæsta i'lokki „Lloyds". Aðaleftirlit með byggingu skipsins hafa annazt trúnaðarmenn félagsins í Kaup- mannahöfn Brorsen & Overgaard. Daglegt eftirlit með byggingu sjálfs skipsins hefur G. Wilkens Sörensen vélstjóri annast, en eftirlit með byggingu vélanna liefur Hall- grímur Jónsson vélstjóri haft með höndum. Meðan fyrrverandi framkvæmdastjóra Emi! Nielsens naut við, þá kom hann fram sem trúnaðarmaður félagsins gagnvart skipa- smíðastöðinni, en síðan hann féll frá hefur Jón Guðbrandsson, framkvæmdastjóri fé- lagsins i Kaupmannahöfn, haft það starf með höndum. Valin skipshöfn. Eins og flestum mun þegar kunnugt, lief- ur hinum valinkunna skipstjóra Pétri Björnssyni verið falin skipstjórn á Goða- fossi. Hann hefur með ágætum annast skipstjórn á skipum félagsins um 30 ára skeið, og er stjórnendum félagsins ánægja að fela honum stjórn á þessu glæsilega skipi. Fyrsti vélstjóri er Hallgrímur Jóns- son, sem verið hefur vélstjóri á skipum fé- lagsins í 30 ár. Fyrsti stýrimaður er Harald- ur Ólafsson, sem hefur verið í þjónustu fé- lagsins í nærfellt 30 ár. Aðrir yfirmenn svo <’g starfsmenn á þilfari og í vél hafa flestir verið lengi í þjónustu félagsins og eru þeir ágætir starfsmenn hver á sínu sviði. Ég freysti því, að úrvals skipshafnir megi ávallt slarfa á flota Eimskipafélagsins, þannig að þar verði valinn maður í hverju rúmi. Ég tel það mikið þjóðarlán að Eimskipa- félagið hefur getað hafist handa um bygg- iugu og kaup allra þessara nýju og glæsi- fegu skipa, en því aðeins getur það talist Togarinn „EPINE11 strandar. Laugardaginn 13. marz strandaði brezki togarinn „Epine“ frá Grimsby á Dritvíkur- flös á Snæfellsnesi. Þegar þetta bar að, var á suðvestan rok og haugabrim. Yfirvél- sljórinn, sem var niðri i vélarúminu, þegar skipið strandaði, vissi ekki fyrr til en klett- ur gekk inn úr skipshliðinni og fylltist skip- ið þegar af sjó. Þá er hann kom upp, var skipið allt undir sjó nema reykháfur, efsti hlutur stjórnpalls, hvalbakur og framsigla. Á hvalbakinn komust sjö menn og héldu sér þar, sjö komust í framsiglu og 5 upp á þak stjórnpallsins. Þá er skipið hafði strandað og Slysa- varnafélagið hafði fengið fregnir af þvi, voru þegar gerðar ráðstafanir til að bjarga skipshöfninni. Enskur togari, sem var þarna á næstu slóðum, var fenginn til þess að fara upp undir strandstaðinn og athuga möguleika fyrir björgun af sjó og jafnframt voru björgunarsveitir frá Arnarstapa og Hjallasandi kvaddar til aðstoðar. Björgun af sjó reyndist ógerleg, en togarinn var fenginn til að halda kyrru fyrir og lýsa upp strandstaðinn, svo að björgunarsveit- irnar ættu auðveldara með að athafna sig við björgunarstarfið. lán, að takast megi að reka skipið á heil- brigðum fjárhagslegum grundvelli, en það lekst því aðeins, að allir þeir sem yfir flutn- ingum ráða og þjóðin öll styðji félagið framvegis eins og hingað til. Ég býð Goðafoss velkominn. Sömuleiðis býð ég skipstjóra og skipshöfn velkomna. Ég óska þess af heilum hug, að heill og hamingja megi ávallt fylgja þessu fagra skipi. Að lokum vil ég bera kveðjur frá herra forseta Islands, sem vegna forfalla gat ekki verið hér viðstaddur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.