Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 8
JAKOB V. HAFSTEIN Jakob Valdimar Hafstein lögfræðingur and- aðist þriðjudaginn 24. ágúst s.l. Hann var fædd- ur á Akureyri 8. október árið 1914 og vantaði því lítið á að ná 68 ára aldri. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Júlíus Havsteen þá yfir- dómslögmaður á Akureyri og lögreglustjóri á Siglufirði og kona hans Þórúnn Jónsdóttir, fræðslumálastjóra Þórarinssonar. Júlíus Hav- steen var skipaður sýslumaður Þingeyinga 27. september 1920. Tók hann við embættinu 1. apríl 1921 og gegndi því óslitið til 1. júní 1956. Hann var jafnframt bæjarfógeti á Húsavík frá 30. desember 1949 til 1. júní 1956. Á Húsavík hafði Júlíus Havsteen forgöngu um fjölmörg þýðingarmikil framfaramál, s.s. vatnsveitu, hafn- argerð, byggingu síldarverksmiðju o.fl., sem ekki verður nánar rakið hér. I foreldrahúsum á Húsavík ólst Jakob upp í stórum glæsilegum systkina- hópi á menningarheimili hjá foreldrum, sem nutu einstakra vinsælda og virð- ingar hvert sem leið þeirra lá. Hann byrjaði ungur að vinna alla algenga vinnu og þótti forkur duglegur. Jakob varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1934 og cand. juris frá Háskóla íslands 31. maí 1938. Þegar á menntaskólaárum Jakobs komu í Ijós hjá honum fjölþættir hæfileikar. Hann var snjall skákmaður, ágætur knattspyrnumaður, skrifaði fagra rithönd og skaraði fram úr öðrum nemendum M.A. [ teikningu og meðferð lita. Á náms- árum, þ.e. í menntaskóla og Háskóla, mun hann þó hafa orðið þekktastur og frægastur fyrir þátttöku sína í MA-kvartettinum, sem hann stofnaði ásamt Jóni frá Ljárskógum og þeim bræðrum frá Hæli Þorgeiri og Steinþóri Gests- sonum. Leikur ekki á tveim tungum, að sá kvartett hefir orðið frægastur allra kvartetta á íslandi. Þó að Jakob væri í vinfengi við ýmsar listagyðjur á náms- árunum tel ég, að málaralistin hafi þá þegar skipað öndvegi. Til marks um það er, að á háskólaárunum gekk hann í tíma bæði til Ásgríms Jónssonar og Jóns Stefánssonar, þó að hann stundaði lögfræðinámið af kappi og lyki því á aðeins fjórum árum. Að loknu embættisprófi var Jakob ráðinn framkvæmdastjóri Rauða kross Is- lands og gegndi hann því til ársloka 1940. Hann stundaði siðan málflutning í nokkra mánuði, en var ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna 1. janúar 1941 og skrifstofustjóri Félags íslenskra botnvörpu- skipaeigenda frá sama tíma. Gegndi hann þessum störfum til ársloka 1950. Jakob var framkvæmdastjóri Lithoþrents frá 1. apríl 1951 til 1963, en stofnaði 1963 eigið fyrirtæki, offsetprentsmiðjuna Sólnaprent, sem hann síðan rak til ársloka 1979. Þótt Jakob þyrfti að sinna erfiðum starfsskyldum gleymdi hann ekki hugð- arefnum sínum. Hann tók alla tíð virkan þátt í félagsmálum íþróttahreyfing- 178

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.