Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 3
TÍMABHUÍ lOgfræðiivga 4. HEFTI 33. ÁRGANGUR 1983 UNDIRSKRIFTIR GEGN MANNRÉTTINDUM í maí s.l., 1984, játaði maður nokkur nauðgunarbrot. Sakadómur synjaði kröfu rannsóknarlögreglunnar um gæsluvarðhald. Eftir að sakadómsúrskurðurinn varð kunnur, hófst söfnun undirskrifta undir svohljóðandi texta: ,,Við undirrituð mótmælum harðlega þeim úrskurði Sakadóms Reykjavíkur, að synja gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manni þeim, sem handtekinn var fyrir nauðgun og tilraun til nauðgunar aðfaranótt 13. mai s.l. Byggir úrskurðurinn greinilega á þeirri undarlegu hefð að dæma menn yfirleitt til lágmarksrefsingar, eins árs fangelsis, fyrir nauðganir. Nauðgarar eru hættulegir öryggi kvenna og við krefjumst þess að þeir sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að dómur falli tafarlaust þar sem málsatvik eru að fullu kunn og játning liggur fyrir.“ Á örfáum dögum skrifuðu 11.200 menn undir þessi orð að sögn eins af þeim, sem beittu sér fyrir söfnuninni. Voru listarnir afhentir dómsmálaráðherra. Rétt áður hafði Hæstiréttur fellt dóm þess efnis, að maðurinn skyldi sæta gæslu- varðhaldi til 13. júní. Þá var honum sleppt. Ekki mun efnisdómur genginn í máli hans, þegar þetta er skrifað í ágúst. Dómur Hæstaréttar um gæsluvarðhald var byggður á rannsóknarnauðsynj- um, þ.e. 1. tl. 67. gr. laganna um meðferð opinberra mála, en ekki því, að söku- nautur væri hættulegur umhverfi sínu (6. tl.) eða að ætla mætti, að brotið leiddi til að minnsta kosti 2 ára fangelsisdóms (4. tl.). Ekki er fram komið, að undir- skriftarmenn eða aðrir hafi haft uppi mótmæli, þegar maðurinn var látinn laus úr gæsluvarðhaldi f júní. Sökunautar, líka þeir, sem játað hafa nauðgun, eiga rétt á málsmeðferð eftir lögum landsins. Þá meðferð eiga dómstólar að ákveða, ekki almenningur með undirskriftum. Rökin fyrir þessu eru einföld, — réttaröryggi landsmanna krefst þess að lögum sé beitt og að um þá beitingu sé fjallað af sjálfstæðum, óhlutdrægum dómstólum. Lögbundin refsivarsla er ein af undirstöðum réttar- ríkis og menningarþjóðfélags. Gremja eða hneykslun vegna meðferðar nauðg- unarmála og refsiviðurlaga við þeim má ekki brjótast þannig fram, að það bitni á einstaklingum, sem eiga mál í rannsókn eða dómstólameðferð. Ef gripið er til undirskriftasafnana eða slíkra aðgerða, er hætta á, að vitund al- 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.