Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 7
TÓMAS GUÐMUNDSSON Tómas Guðmundsson, skáld og lögfræðing- ur, andaðist i Reykjavík hinn 14. nóvember 1983, eftir nokkurra ára vanheilsu. Tómas var fæddur að Efri-Brú í Grimsnesi 6. janúar 1901. Foreldrar hans voru Guðmund- ur bóndi þar Ögmundsson bónda í Oddgeirs- hólum Þorkelssonar og kona hans Steinunn Þorsteinsdóttir hreppstjóra á Drumboddsstöð- um í Biskupstungum Tómassonar. Tómas var því Árnesingur í báðar ættir. Kona Tómasar, Berta María Jensen, var einn- ig Árnesingur í móðurætt. Lifir hún mann sinn ásamt tveim sonum þeirra, Tómasi og Guð- mundi. Tómas tók inntökupróf upp í 4. bekk Mennta- skólans í Reykjavík vorið 1918 og lenti þar í skáldabekknum svo kallaða, sem varla hefur verið tilviljun ein. Hann lauk stúdentsprófi vorið 1921 og embættisprófi f lögum frá Háskóla islands vorið 1926. Að loknu lagaprófi stundaði hann málflutningsstörf fram á árið 1929 og hefur hann minnst þess í gamansömu kvæði eins og honum einum var lagið. En þegar á árinu 1929 gerðist hann aðstoðarmaður á Hagstofu islands og vann þar til ársloka 1943. Það var happ islenskri þjóðmenningu að Tómas skyldi ekki eiga lengri dvöl i lögmannastétt, því tæplega hefðu daglegu störfin þar og erjur með- bræðranna fullnægði meðfæddri fegurðarþrá hans né veitt honum möguleika á þeim listrænu afrekum, sem gerðu hann að borgarskáldi okkar Reykvíkinga og óumdeilanlegu þjóðskáldi islendinga allra. Tómas Guðmundsson var fæddur skáld og jafnframt einn hinn bragslyng- asti íslendingur, sem uppi hefur verið. En fyrst og fremst var hann sannur maður og ekkert mannlegt var honum óviðkomandi. Þess vegna söng hann fegurðinni og ástinni lof jafnframt því sem hann beitti meðfæddri kímni sinni þar sem það átti við og missti aldrei marks. Tómas var ekki nema 24 ára og enn í skóla þegar hann gaf út fyrstu Ijóða- bók sína, „Við sundin blá“. Hann varð síðan afkastamikill sem skáld og rit- höfundur og starfaði að bókmenntum fram á níræðisaldurinn. Sem skáld og rithöfundur var Tómas sérstaklega vandvirkur og lét það eitt frá sér fara sem var gjörhugsað og fullkomið að efni og formi. Það er vafa- lítið að hann hefði orðið í röð fremstu lögmanna ef hann hefði haldið áfram á þeirri braut. Eins og að llkindum lætur var Tómas heiðraður á margvíslegan hátt og það að verðleikum. 209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.