Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 14
IV. GRUNDVALLARSJÓNARMIÐ VIÐ SKÝRINGU ÁKVÆÐA 1. GR. 1. SAMNINGSVIÐAUKA UM VERND EIGNARRÉTTAR 1. Skipan og orðalag 1. gr. 1. gr. 1. samningsviðauka hefst á almennri reglu þess efnis, að allir eigi kröfu á því að fá að njóta eigna sinna í friði, sbr. fyrri málsl. 1. málsgr. I síðari málsl. 1. málsgr. er síðan tekið fram, að engan megi svipta eignum sínum nema í opinbera þágu („in the public interest“) og að fullnægðum skilyrðum laga og grundvallarreglna þjóðaréttar. Loks segir í 2. málsgr. 1. gr„ að ákvæði 1. málsgr. séu ekki á neinn hátt því til fyrirstöðu, að ríkið framfylgi þeirri löggjöf, er það telji nauðsynlega til að setja nýtingu eigna skorður í almannaþágu („gene- ral interest“) eða til þess að tryggja greiðslu skatta eða annarra fram- laga eða sekta. Samkvæmt framansögðu geymir 1. gr. í fyrsta lagi grundvallar- reglu um friðhelgi eignarréttar, og svarar hún til yfirlýsinga af slíku tagi í stjórnarskrám ýmissa ríkja, svo sem upphafsákvæðis 67. gr. ísl. stjórnarskrárinnar. I öðru lagi er tekið fram í 1. gr„ að tilteknar eign- arskerðingar séu heimilar, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þar er annars vegar um að ræða eignarsviptingar, sem fjallað er um í 1. málsgr. og svara til eignarnáms í stjórnskipunarrétti ýmissa ríkja og hins vegar ýmsar aðrar eignarskerðingar, sem tilgreindar eru í 2. máls- gr„ og svara til þess, sem í fræðikenningum hefur verið nefnt almenn- ar takmarkanir á eignarrétti. Enda þótt hvorar tvéggja eignarskerð- ingarnar séu bundnar vissum skilyrðum, kemur fram mismunandi við- horf til þeirra í orðalagi 1. gr. Að því er varðar eignarsviptingar, eign- arnám, er í síðari málsl. 1. málsgr. lögð áhersla á rétt einstaklingsins, eigandans, en hins vegar á vald ríkisins í 2. málsgr., að því er tekur til takmarkana á nýtingu eigna og annarra almennra takmarkana eign- arréttar, er þar greinir. 2. Úrlausnir mannréttindanefndar og mannréttindadómstóls fyrir 23. september 1982. Orðalag 1. gr. 1. samningsviðauka bendir ekki til þess, að ákvæðum greinarinnar hafi verið ætlað mikið hlutverk. 1 1. málsgr., sem fjallar um sviptingu eigna, er ekki minnst á bætur. 1 2. málsgr. er hverju aðildarríki áskilinn réttur til að framfylgja þeim lögum, er það telur nauðsynleg til þess að setja nýtingu eigna skorður, eins og nánar er lýst í 2. málsgr. („ .. . shall not, however, in any way impair the right 216
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.