Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 14
IV. GRUNDVALLARSJÓNARMIÐ VIÐ SKÝRINGU ÁKVÆÐA 1. GR. 1. SAMNINGSVIÐAUKA UM VERND EIGNARRÉTTAR 1. Skipan og orðalag 1. gr. 1. gr. 1. samningsviðauka hefst á almennri reglu þess efnis, að allir eigi kröfu á því að fá að njóta eigna sinna í friði, sbr. fyrri málsl. 1. málsgr. I síðari málsl. 1. málsgr. er síðan tekið fram, að engan megi svipta eignum sínum nema í opinbera þágu („in the public interest“) og að fullnægðum skilyrðum laga og grundvallarreglna þjóðaréttar. Loks segir í 2. málsgr. 1. gr„ að ákvæði 1. málsgr. séu ekki á neinn hátt því til fyrirstöðu, að ríkið framfylgi þeirri löggjöf, er það telji nauðsynlega til að setja nýtingu eigna skorður í almannaþágu („gene- ral interest“) eða til þess að tryggja greiðslu skatta eða annarra fram- laga eða sekta. Samkvæmt framansögðu geymir 1. gr. í fyrsta lagi grundvallar- reglu um friðhelgi eignarréttar, og svarar hún til yfirlýsinga af slíku tagi í stjórnarskrám ýmissa ríkja, svo sem upphafsákvæðis 67. gr. ísl. stjórnarskrárinnar. I öðru lagi er tekið fram í 1. gr„ að tilteknar eign- arskerðingar séu heimilar, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þar er annars vegar um að ræða eignarsviptingar, sem fjallað er um í 1. málsgr. og svara til eignarnáms í stjórnskipunarrétti ýmissa ríkja og hins vegar ýmsar aðrar eignarskerðingar, sem tilgreindar eru í 2. máls- gr„ og svara til þess, sem í fræðikenningum hefur verið nefnt almenn- ar takmarkanir á eignarrétti. Enda þótt hvorar tvéggja eignarskerð- ingarnar séu bundnar vissum skilyrðum, kemur fram mismunandi við- horf til þeirra í orðalagi 1. gr. Að því er varðar eignarsviptingar, eign- arnám, er í síðari málsl. 1. málsgr. lögð áhersla á rétt einstaklingsins, eigandans, en hins vegar á vald ríkisins í 2. málsgr., að því er tekur til takmarkana á nýtingu eigna og annarra almennra takmarkana eign- arréttar, er þar greinir. 2. Úrlausnir mannréttindanefndar og mannréttindadómstóls fyrir 23. september 1982. Orðalag 1. gr. 1. samningsviðauka bendir ekki til þess, að ákvæðum greinarinnar hafi verið ætlað mikið hlutverk. 1 1. málsgr., sem fjallar um sviptingu eigna, er ekki minnst á bætur. 1 2. málsgr. er hverju aðildarríki áskilinn réttur til að framfylgja þeim lögum, er það telur nauðsynleg til þess að setja nýtingu eigna skorður, eins og nánar er lýst í 2. málsgr. („ .. . shall not, however, in any way impair the right 216

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.