Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 24
miðin séu sameign þjóðarinnar. Rekast
þessar lagagreinar á?
„Menn verða að átta sig á því að ekki
er verið að veðsetja aflaheimildir sérstak-
lega heldur skip með aflaheimildum.
Væri þetta ekki heimilt myndu fjárhags-
legar stoðir undir lánveitingum í sjávar-
útvegi bresta. Það er verið að koma í veg
fyrir að óprúttnir útvegsmenn sem veð-
setja skip sín fyrir lánum geti selt afla-
heimildir í burtu og skilið lántakandann
eftir með verðlaust skip. Þeir sem eru á
móti þessu eru að standa vörð um ó-
prúttna útgerðarmenn og gætu með af-
stöðu sinni valdið því að óöryggi í við-
skiptum í sjávarútvegi leiddi til hærri
vaxta. Þessi óvissa bitnar augljóslega
helst á minni útgerðum og veikburða
sjávarplássum þar sem veð eru takmörk-
uð. Ég skil ekki hvers vegna menn vilja
sparka sérstaklega í þessa aðila.
Við vitum um að minnsta kosti eitt
dæmi þess að lánastofnun hafi gert það
að skilyrði fyrir lánveitingu að eignar-
haldsfélag í eigu hennar ætti viðkom-
andi skip. Ég tel að það sé óæskileg þró-
un að réttaróvissa sem Alþingi vill ekki
taka á leiði til slíkra hluta.
Það er af og frá að þetta rekist á
ákvæði laga um stjórn fiskveiða. Réttur
til veiða hefur alltaf fylgt skipum. Hinn
sameiginlegi eignarréttur er tryggður
með því að það eru kjörnir fulltrúar al-
mennings sem taka ákvörðun um það
hvernig fiskistofnar eru nýttir, ákveða
friðunaraðgerðir, ákveða heildarafla
o.s.frv. Þessar reglur setja eigendurnir og
Alþingi getur breytt þessum reglum
hvenær sem er. Þarna er enginn árekst-
ur lagagreina."
Mitt svar er nei!
Það er skoðun margra að í samræmi
við ákvæði laga um eignarhald allrar
þjóðarinnar á auðlindinni væri rétt að
taka upp veiðileyfagjald eða auðlinda-
skatt í einhverri mynd. Hvert er þitt
álit?
„Sjávarútvegurinn ber nú þegar
margvísleg gjöld sem lögð eru sérstak-
lega á veiðiheimildir, bæði til þess að
standa straum af veiðieftirliti og enn-
fremur til að styrkja Þróunarsjóð.
Hvað menn eiga við þegar þeir ræða
um auðlindaskatt er ekki alltaf gott að
skilja. Telja menn að það bæti sam-
keppnisstöðu íslensks sjávarútvegs í
samkeppni við ríkisstyrktan og niður-
greiddan sjávarútveg samkeppnisland-
anna að leggja á hann aukna skatta? I
stöðunni í dag myndi aukin skatt-
heimta veikja samkeppnisstöðuna. Er
það eitthvað sem sjávarútvegurinn þarf
á að halda? Mitt svar er nei."
Telja menn að það bœti samkeppnisstöðu
íslensks sjávarútvegs í samkeppni við ríkis-
styrktan og niðurgreiddan sjávarútveg sam-
keppnislandanna að leggja á hann aukna
skatta? í stöðunni í dag myndi aukin skatt-
heimta veikja samkeppnisstöðuna. Er það
eitthvað sem sjávarútvegurinn þarf á að
halda? Mitt svar er nei."
Kvótakerfið bjargaði
sjávarútveginum
Brynjólfur Bjarnason forstjóri Granda
sagði nýlega í viðtali við Ægi að íslenska
kvótakerfið væri það besta í heiminum.
Ertu sammála honum?
„Aflahlutdeildarkerfið leiðir til mestr-
ar hagkvæmni og við viljum reka sjáv-
arútveg samkvæmt lögmálum markaðs-
búskapar frekar en miðstýringar. Það er
ekkert stjórnkerfi gallalaust en þetta
kerfi hefur dugað best og við höfum
kosið að hafa það.
Við höfum hvergi rekist á kerfi sem
er þjálla og hagkvæmara en þetta en
staðreyndin er sú að aðrar þjóðir líta
hingað í leit að fyrirmyndum á þessu
sviði."
Fer andstæðingum kvótakerfisins þá
fækkandi að þínu mati?
„Þeim fækkar eftir því sem reynslan
sýnir ótvírætt að kerfið skilar góðum ár-
angri. Það er ljóst að sjávarútvegurinn
hefði ekki komist í gegnum kreppu og
aflasamdrátt hefði ekki verið fyrir mark-
aðslögmál kerfisins. Mlðstýringarkerfi
hefði aldrei komið greininni í gegnum
erfiðleika með eins farsælum hætti og
raun hefur verið á."
Liggur ekki ljóst fyrir að kvótakerfið
er ekki tímabundin ráðstöfun,. við
munum aldrei aftur sleppa hendinni af
stjórn fiskveiða þó fiskistofnar vaxi?
„Það liggur í augum uppi. Fiskistofn-
ar eru takmörkuð auðlind og við verð-
um að stjórna veiðum á þeim. Það er
auðvelt að byggja afkastamikil fiskiskip
og ganga of nærri stofnum á skömmum
tíma. Stjórnun er því óhjákvæmileg og
ég vona að menn beri gæfu til að láta
hagkvæmni markaðsbúskapar ráða ferð-
inni áfram. En það er ekkert sem hindr-
ar löggjafann í að nota aðrar aðferðir."
Ureldingarreglum verður ekki
breytt á næstunni
Margir hafa orðið til að gagnrýna
þær reglur sem gilda um úreldingar og
endurnýjun fiskiskipa og telja þær
óþarfar. Verður þessum reglum breytt í
náinni framtíð?
„Það eru skiptar skoðanir um það í
atvinnugreininni. Það má í sjálfu sér
segja að úthlutun aflaheimilda á einstök
skip ætti að vera nægjanlegt aðhald í
þessu efni og hver útgerðarmaður beri
ábyrgð á sinni fjárfestingu. Reynslan
hefur hins vegar sýnt að útgerðarmenn
henda fiski því þeir eru með of mörg
skip og of lítinn kvóta. Þetta segja út-
vegsmenn sjálfir og sýnir að of stór floti
leiðir af sér verri umgengni um auðlind-
ina. Meðan ástandið er svona, að sögn
útvegsmanna sjálfra, er óskynsamlegt
að afnema þessa reglu. Þegar komið
verður á betra jafnvægi milli sóknargetu
flotans og afrakstrargetu fiskistofnanna
þá breytast forsendur."
Þeir sem betur standa taki þátt
í kostnaði
Margir hafa bent á loðnuflotann í
24 ÆGIR