Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 17

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 17
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Ægirá^ Islensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi Hjónin Þóra Bmgadóttir og Hafsteinn Ólafsson, eigendur Beitis H. Ólafssonar, við framleiðsluvörur fyrirtcekisins, þ.e. beitningartrekt, Jínuspil og beituskurðar- vél. Mynd: fóhann Ó. Halidórsson tækið en að líkindum fer starfsmönn- um fjölgandi samhliða því að fyrirtæk- ið byggir nú í haust nýtt hús á hafnar- svæðinu í Vogum. Nú er svo komið að línutrektar frá Beiti H. Ólafssyni eru í um 300 smá- bátum hér á landi en auk þess að framleiða trektar, línuspil og beitu- skurðarvélar hefur Hafsteinn tekið að sér ýmis smærri og stærri viðhalds- og nýsmíðaverkefni fyrir fiskvinnslur og Beitir H. Ólafsson í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Spenntur fyrir tækifærum á erlendum mörkuðum” - segir Hafsteinn Ólafsson egar ég kom til Islensku sjávanít- vegssýningarinnar voru engin stór verkefni fyrirsjáanleg önnur en þau að halda áfram framleiðslu og sölu á Beitis-vörunum. Nú þegar sýningin er að baki stefnir í framleiðslu upp t pantanir allt fram til nœstu áramóta og horfi ég einnig til nýrra sölumögu- leika á erlendum vettvangi. í heiJd sinni má segja að við höfum fengið feykilega góðar viðtökur á sýning- unni," segir Hafsteinn Ólafsson, eig- aitdi Beitis H. Ólafssonar í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þrettán ár eru lið- in frá því Hafsteinn, sem er vélstjóri að mennt, hófað sinna verkefnunt við stníði og viðhald á ýmis konar framleiðslutcekjum t matvœlaiðnaði en á undanfórnum tveimur ártim má segja að fyrirtœkið hafi sprungið út og í dag snýst starfsemin eingöngu utn búnað til fiskveiða og fiskvinnslu. Beitir var stofnað árið 1988 og er best þekkt fyrir framleiðslu á beitning- artrektum, línuspilum og beituskurð- arhnífum fyrir báta frá 6 til 100 tonn- um að stærð. Upphaflega var það gam- all útgerðarmaður í Sandgerði sem kom til Hafsteins með pappamódel og ákveðnar hugmyndir að trekt sem beitir línu um leið og hún er lögð og upp úr þessum hugmyndum smíðaði Hafsteinn fyrstu trektarnar. „Þær voru auðvitað börn síns tíma en eftir ýmsar lagfæringar þá hefur trektin verið í sama formi nokkur undanfarin ár," segir Hafsteinn en við smíðina hefur hann unnið í 80 fermetra bílskúr við heimili sitt í Vogunum. Alla jafna hef- ur hann með sér einn starfsmann í smíðunum og eiginkona hans, Þóra Bragadóttir, vinnur einnig við fyrir- matvælafyrirtæki. Til að mynda smíð- ar hann nú í haust búnað í nýja salt- fiskverkun á Höfn í Hornafirði, þó framundan séu næg önnur verkefni við smíði á línubúnaðinum. Færeyingar heilluðust af búnaðinum Fyrir hálfu öðru ári frétti Hafsteinn af sýningu í Færeyjum á vegum Útflutn- ingsráðs íslands og ákvað með ------------------AGIR 17

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.