Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 19.05.1937, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 19.05.1937, Blaðsíða 1
Samvinnuslit stjórnarf Iokk- an na. D.igur flytur langa ritstjórnar- grein 3- þ. m. með yfirskrittinni 'Sarn vinnuslit stiórnarflokkanna * • Par sem hann stagast á því að Alþýðuflokknum sé einum um að kenna, að 'fyrrveranái málefna- samvinnu er slitið«, eins og hann orðar það í ritsmfð þessari. Pað er fjarii þvíað Alþýðumaðurinn telji það á nokkurn hátt Alþýðuflokknum til ámælis, þó hann hafi slitið mál- efnasamvinnu við Framsóknarflokk- inn, á síðasta þingi, því eins og högum Framsóknarflokksins var komið á þinginu gat vitanlega ekki komið til mála að Alþýðuflokkur- inn elti hann inn í flatsæng fhalds- ins í Kveldúlfsmálinu. — Það eru takmörk fyrir því hvað samstarfs- flokkur á þingi getur gert fyrir flokk þanri sem hann hefir gert málefnasamning við, og þess er enganveginn hægt að vænta af Alþýðuflokknum, að hann gangi beint yfir í andstöðuflokk sinn með Framsókn þegar henni hátíðlega þóknast að ganga þar til sængur. í grein þessari er allmikið talað um Kveldúlfsmiljónina! Par er því haldið fram að Landsbankinn hafi krækt í miljón af fé inn í Kveld- úlfssukkið, og Alþýðuflokkurinn var nú svo sem ekki svo vitur að vilja hirða þessa Jensensmiljón. — Pað vantar ekki að þeir eru fljótir að græða Dagsmennirnir. Því þessi Jensensmiljón er að fasteignamati aðeins hálf miljón, en Dagur tvö- faldar þessa hálfu miljón, með penna 'ritstjórans, sem er svo dæmalaust auðvelt, þegar bara að andinn er yfir manni, og þá fær hann eins og vænta má, heila miljón út úr þeirri hálfu. Það skín hálfgert út úr þessum miljónareikn- ingi Dags, að honum finnist heldur lítið púður í því, að greina rétt frá því, að eign föður þeirra Kveldúlfsbræðra, sú er Landsbank- nnn fékk fyrir það að bjarga Kveldúlfi frá gjaldþroti í bili, er ekki nema helmingur að verði við það, sem hann telur hana, því annars var ástæðulausf að vera að tvöfalda hana í verði, jafnvel þó það kostaði ekki nema pennastrik og ef til vill ofurlítið samviskubit, sem kanski ber ekki mikið á svona rétt fyrir kosningar. En hvað er það svo, sem þessi hálfa miljón kostar Landsbankann og alla þjóð- ina, sem ber ábyrgð á töpum Kveldúlfs og verður að greiða þau? Það verður ekki betur séð en Dagur telji það hreinan og afskaplega mikinn gróða að fá hálfu Jensensmiljónina í Lands- bankavasann, svo létt er að gera sér grein fyrir því hvað hún raun- verulega kostar. Fyrii þessa hálfu Jensensmiljón á Kveldúlfur að fá að safna vöxt- um á sítiar s/Ó tnilión króna skuldir, sem éta hálfu miljónina hans Jens- ens nálega upp á einu ári, Svo á hann að fá að skella öllum töpum sínum af illa stjórnuðum re'kstri á þjóðina, og þau hafa orðið drýgri en svo, á undanförnum árum, að hálfa miljónin hrökkvi þar mikið upp á móti. Ennfremur á hann að fá fé til verksmiðju- byggingar á Hjalteyri, og það er nú komið á daginn, að það fé er drjúgum meira, en ráð var fyrir gert í fyrstu, svo gróðinn er heldur vafasamur af hálfu miljóninni. Dagur fer allmörgum orðum um »þjóönýtingarstefnu jafnaðarmanna « í umræddri grein, og furðar sig mjög á því að forráðamenn Al- þýðuflokksins skyldu gera kröfu til Framsóknar um að hún gerði eitt- hvað fyrir bændurna úr sveitunum og þeirra afkomendur, sem flúið hafa að sjávarsíðunni á undan* förnum árum, ef það kostaði þjóð- nýtingu á einhveiju sviði, en frammistaða Framsóknar í Kveld- úlfsmálinu, á síðasta þingi, syndi það best, að hún er ekki eins frá- hveif því, að hætta fé þjóðarinnar í sjávarútveginn, eins og hún lætur þegar um þjóðnýtingu hans er rætt, og sjálfsagt var því að knýja það hreinlega fram í dagsljósið hvort Framsóknarflokkurinn á Al þingi kaus frekar að kasta fé þjóðarinnar í sökkvandi fen Kveld- úlfs og annara fallítt-fyrirtækja en að reisa sjávarútveginn við með aðstoð ríkisins, þó það kynni að skapa einhverja hættu fyrir fé þjóðarinnar, sem blöð Framsóknar geipa mest um í sambandi við þjóðnýtingu. Það hefir komið hreinlega í Ijós að Framsókn hefir ekki ógeð á því að þjóðnýta skuldasúpu Kveldúlfs og annara fallítt-félaga í sjávarútveginum, og verður hún sennilega eitíhvað minnt á það í næstu kosningum í sambandi við þjóðnýtingarmálið. Karlakór Akureyrar, söngstjóri Áskell Snorrason, heldur samsöng í Samkomuhúsi bæjarins, Sunnudag- inn 23. þ. m. kl. 4 e. h. Aðgangur ókeypis. Bæjarbúar ættu að virða við Karla- kórinn þessa skemmtun, sem hann er að bjóða þeim uppá ókeypjs, og; fjölmenna á hana.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.