Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 14
Bls. 14 STUDENTABLAÐIÐ STBL. • Maí 1995 Orðræða um aðild eftir Gauta Sigþórsson og Mikael S. Mikaelsson Avordögum birtist hér i blaðinu grein okkar, „Þar drjúpa frankar og mörk úr hverjum sjóði." Hún var skrifúð til höfuðs frekar dapurlegri umræðu háskólanema um aðild íslands að ESB. Vió röktum þar efasemdir okkar um ávinning þess að ísland gengi í Evrópu- sambandið. Hrafn Amórsson brást við með grein- inni „Ei er það gálkn þar sem drjúpa frankar og mörk úr hverjum sjóði“ (Stbl. 4.tbl. apríl ‘95), um það hve „eðlilegt og sjálfsagt það er að ríki Vest- ur-Evrópu eigi með sér einn samstarfsvettvang.“ Hraftt fór þar, eins og tit- illinn bendir til, nokkmm orðum gegn grein okkar. Því miður tókst hann ekki á við okkar helstu efasemdir. Þess vegna viljum við svara Hrafni stuttlega og skýra and- stöðu okkar við ESB-að- ild aðeins nánar. aðrir“ með eftirfarandi orðum: „ Varnarmál að- ildarrikja ESB eru ekki rœdd á vettvangi ESB. Það gera flest þeirra í NA TO og [...] VES en fjög- ur eru hlutlaus (þó að það orð haft i sögunni gjarnan reynst blekking). Ef ísland gengi í sam- bandið yrði því ekki aðeins auðvelt að halda her- lausri sérstöðu sinni; það yrði ekki einu sinni minnst á það í aðildarviðrœðunum. “ Þetta er ein- faldlega rangt hjá Hrafni, eins og heimildir sýna. í ritlingnum Europe in a Changing World segir að um rökstudda vantrú á að hún muni henta íslend- ingum í framtíðinni. Upplognir nýbúar Hrafn fordæmir hömlur íslendinga á ijórfrelsi ESB: vöru- og þjónustuviðskiptum, fjármagns- flutningum og fólksflutningum. Einhver hefur greinilega gleymt að segja Hrafni Arnórssyni frá samingnum um evrópskt efnahagssvæði (EES): „Þœr [hömlurnar] hafa þó ekki verið algjörar og Vilji fólksins Hrafn heldur því fram að í skoðanakönnunum hafi „ítrekað komið fram [...] að milli 60 og 70% landsmanna vilja aðildarumsókn ", en bendir á að samt hafi Alþýðuflokkurinn, sem hafði aðildar- umsókn sem stefnumið, aðeins fengið 11,4% at- kvæða. „88,6% luku augunum fyrir málefnum og kusu sinn gamla fokk. Það hundseðli þorra ís- lendinga fordœmi ég. “ Eina forsenda þessa „hundseðlis" er sú að vera ósammála Hrafni Arn- órssyni. Hann virðist ekki geta ímyndað sér að þjóðin hafi skynsamlega getað talið önnur stefnu- mál vega þyngra í þingkosningunum. Evrópumál- in voru ekki aðalatriði þessara kosninga. Þó Hrafni finnist það súrt þá er alger óþarfi að vera með dónaskap. Að skrifa ósigur Alþýðuflokksins á reikning „hundseðlis" þorra íslendinga vinnur örugglega ekki fleiri kjósendur á hans band. löndum. Samt segir Hrafn sjálfur, einni setningu framar, að það hafi úrslitaþýðingu fyrir Evrópu- umræðuna að henni sé haldið málefnalegri. „[S]terkustu rök Nei-sinna í Noregi [voru] þau að ESB vœri Dýrið í Opinberunarbókinni. “ Þetta er fýndið, en rangt. Hrafn ætti að vita að untræðan í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi snerist um raun- veruleg málefni á báða bóga. Dæmi hans eru und- antekningar sem allstaðar koma upp í stjórnmála- baráttu. Að gera þau að samnefnara nei-sinna á Norðurlöndum er óvirð- við stjórnmálaum- íng ræðu bæði hér og nágrönnum okkar. hjá I I I I Evrópuumræðan í íslandi hefur allt of mikið snúist um fisk. Mörgum þykir nóg um Hernaður Okkar afstaða til hemaðarmála ESB er auðskilin. Ríkjasamband með herveldi innanborðs má sjálft líta á sem herveldi, summu hluta sinna. Hrafn svarar fúllyrðingu okkar að „sem þegnar ESB yrðu íslendingar kvaddir til herþjónustu eins og í kjölfar Maastricht-sáttmálans verði ákvarðanir um vamarmál teknar á vettvangi ESB. Undir það mun Vestur-Evrópusambandið (VES) síðan falla: „ Under the terms of the Maastricht Treaty, the Twelve also agreed to work towards the framing of a common defence policy and to integrate the WEU [VES] into the EC's future decision-taking procedures in this area. “ [Europe in a Changing World; The extemal relations of the European Community. ISBN 92-826-6046-X, útg.: Commission of the European Communities, 1993. Bls. 17]. Innan ESB gætum við ekki staðið utan þessarar öryggisstefnu. Við yrðum kannski herlaus, en ekki hlutlaus. Munum að stuðningur í hemaði er margskonar, ekki bara mannafli heldur líka pen- ingar, matvæli, sérfræðiaðstoð (hjúkrunarfólk, verkfræðingar, tæknifólk) og ýmis önnur bein og óbein þátttaka, þrátt fyrir alla „herlausa sérstöðu". Maastricht sáttmálinn á að tryggja ESB sameigin- lega öryggisstefnu; „ the ultimate instrument of international diplomacy" (sama rit, 17). Við höf- hefur sem dœmi undanfarna áratugi alltaf slœðzt hingað eitthvert fólk bœði frá Evrópu og Ameríku og hlotið inngöngu í sumfélag okkar. Það fólk heftr oftar en ekki reynzt vel, orðið hér nýtir þegnar og alið upp dugandi börn. Greinarhöf- undarnir áðurnefndu [GS og MSM] œttu örugg- lega ekki að gera lítið úr því. “ (innskot GS/MSM). Við sögðum hvergi neitt um innflytj- endur. Það skýtur skökku við að Hrafn, sem þyk- ist skrifa gegn villandi Evrópuumræðu, skuli ekki fínna nein betri svör en að ljúga upp á okkur ný- búafælni. Kjarni málsins Fyrri grein okkar viðr- aði efasemdir um að Is- lendingar muni græða eins mikið á Evrópu- sambandinu og margir virðast halda. Við get- um ekki lagt trú á þá sannfæringu að ísland geti gengið inn án þess að semja um stærstu auðlind þjóðarinnar, fiskimiðin. Ekkert fæst ó- keypis. Ef sú tilhugsun hefur valdið einhverjum Evrópusinnum óþægindum, þá er það gott. Samt hefur ekkert málefnalegt svar birst við því á síð- um Stúdentablaðsins, því miður. Ef einhverjum hópi er það skylt og sjálfsagt að ræða Evrópumál- in á siðaðan máta þá eru það stúdentar við Há- skóla íslands. I I I I I Mannasiðir Með svo mikilvægt málefni í höndunum er það sorglegt að málsvari ESB-aðildar, Hrafn Amórs- son, skuli ekki meta andmælendur sína meira en svo að skella okkur öllum undir einn hatt. Hann lýkur grein sinni á því að gera sænskar samsæris- kenningar um ferjuslysið á Eystrasalti, djöflaótta norsks söfnuðar og hommafælni einstakra Svía að samnefnara fyrir rök ESB-andstæðinga á Norður- Að skrifa ósigur Alþýðuflokksins á reikning „hundseðlis“ þorra íslendinga vinnur örugglega ekki fleiri kjósendur á hans band Það skýtur skökku við að Hrafn, sem þykist skrifa gegn villandi Evrópuumræðu, skuli ekki finna nein betri svör en að ljúga upp á okkur nýbúa- fælni Ekkert fæst ókeypis. Ef sú tilhugsun hefur valdið einhverjum Evrópusinnum óþægindum, þá er það gott I I I I - Aldarháttur eftir Ármann Jakobsson og Sverri Jakobsson KLAUSUR Eric Hobsbawm. Age of Extrem- es. The Short Twentieth Century, 1914-1991. Michael Joseph Ltd, London 1994. Því hefur stundum verið haldið fram að sagnfræðingum fari best að fjalia um fortíðina. Þegar að samtíðinni komi förlist þeim á hinn bóginn iðu- lega, þeir sjái ekki skóginn fyrir trjánum og stundum ekki trén heldur vegna eigin fordóma. Þessi bók er þá undantekningin sem sannar regl- una. Höfundur bókarinnar tekur sér fyrir hendur að rita sögu mannkyns á 20. öld en áður haföi hann ritað þrjár allmerkar bækur um sögu 19. aldar sem heita The Age of Revolution 1789-1848 (1962), The Age of Capital 1848-1875 (1975) og The Age of Empire 1875-1914 (1987). færslu Hobsbawm er einhver heill- andi ferskleiki sem veldur því að allt verkar þetta spánnýtt fyrir lesanda, þó að hann hafi haft talsverða nasa- sjón af þeim viðburðum sem fjallað er um fyrir. Höfúndur bókarinnar skiptir sögu 20. aldarinnar í þrjá hluta. Tímabilið 1914-1945 kallar hann hörmungaöld (The Age of Catastrophe), skeiðið frá 1945-1970 gullöldina (The Golden Age) og tímabilið frá 1970 skriðuna (The Landslide). Fyrir þessari skiptingu og þessum nafn- giftum færir hann stjómmálaleg, efnahagsleg og menningarleg rök og leitar víða fanga. Nú kemur þessi þrískipting aldarinnar ef til vill ekki mjög á óvart en yfir allri röksemda- Höfundur þessarar bókar mun vera fæddur í Alexandríu árið 1917 en er menntaður í Vín, Berlin, London og Cambridge. Hvort sem það stafar af þessum alþjóðlega uppruna eða ekki, þá stendur Age of Extremes undir nafninu mannkynssaga. Þar er fjallað um Argentinu, Indland og Arabalöndin í aðalköflunum, um leið og heimskreppuna í Evrópu og N-Ameríku, áhrif seinni heimsstyrj- aldar þar og fleira. Eins fá jafnréttis- mál og staða kvenna, listir, menning og vísindi umfjöllun í meginköflum en ekki í sérstökum viðbæti aftan við, eins og algengt er. 1 stuttu máli er bókin saga alls mannkyns, ekki einungis karla í Evrópu og N-Amer- íku og fleiri komast þar að en stjóm- málamenn og hagfræðingar. Um leið næst ákveðin samfella í bók- inni, eitt leiðir af öðm en lesandinn er ekki sí og æ að opna skúffur sem hver er óviðkomandi annarri. kemur fram að í janúar 1939 hefðu 83% Bandaríkjamanna kosið sigur Sovétríkjanna yfir Þýskalandi ef til stríðs þessara landa kæmi og banda- lag þessara andstæðna í seinni heimsstyrjöldinni var því trúlega að vilja almennings í báðum löndum. Eins kemur fram margt athyglisvert um menntun og lífskjör í heiminum, ekki síst í þróunarlöndum. Við lest- ur bókarinnar em því góðar líkur á að lesandinn komist að því að vem- leikinn sé flóknari en helstu yfirlits- rit og dagblöð vilja vera láta. asta forseta Bandaríkjanna en Ron- ald Reagan fær rós í hnappagatið fyrir framlag sitt til loka kaldastríðs- ins, þó með öðmm hætti en stundum sést í dagblöðum. I II I Annar kostur þessarar bókar er fundvísi höfundar á smáatriði sem hinn almenni lesandi veit ekki, jafn- vel þó að sögufróður sé. Þannig Það sem einkum vekur þó virðingu íyrir höfundinum er öfga- og kredduleysi hans. Hann er skynsem- ishyggjumaður og efnishyggjumað- ur fram í fingurgómana en hefur þann sjaldgæfa kost að vera óháður algengum fordómum um söguna. Þannig fájafnt Bandaríkin og Sovét- ríkin verðskuldaða gagnrýni og tal- inn er upp kostur og löstur jafnt á Churchill og Hitler. Þjóðemishyggja er þó trúlega sú hugmyndafræði sem minnstrar samúðar nýtur hjá höfundi en hann hefur áður ritað sérstaka bók um það fyrirbæri. Oft eru skoð- anir höfundar á mönnum og málefn- um eins og ferskur andblær, einkum og sér í lagi þar sem einstefna hefur lengst af ríkt í allri umfjöllun. Þannig telur Hobsbawm jafnaldra sinn, John F. Kennedy, vera ofmetn- Því miður gefst hér ekkert færi á að fjalla hér um allt það sem þessi bók gæfi tilefni til því að hún er enda- laus uppspretta umræðna og vanga- veltna um samtíð og sögu. í stuttu máli er hún vin í eyðimörk fyrir hvern þann sem hefur áhuga á sögu sinnar eigin aldar og á því erindi til allra háskólamanna, í hvaða grein sem er. Höfundur hennar sameinar fádæma greind, gagnrýna hugsun, fordómaleysi og þá yfirburðaþekk- ingu á víðu sviði sem þarf til að skrifa yfirlitsrit af þessu tagi. Hon- um förlast ekki nema einstöku sinn- um, eins og þegar hann gerir Vigdísi okkar að forsætisráðherra. Betur ef svo væri, kynni einhver að segja. Launaskýrsla á leiðinni Flestir minnast mikillar umræðu um launamun kynjanna rétt fyrir kosningar. Grundvöllur þeirrar umræðu var skýrslu sem Félagsvísindastofnun m vann fyrir Jafnréttisnefnd. Nú er Félagsvísinda- I stofnun með aðra ámóta skýrslu í smíðum og beinir nú sjónum að launamun kynjanna í Há- skólanum. Skýrslan er enn í vinnslu en endan- legra niðurstöðu er að vænta í sumar. Þar er t.d. könnuð rækilega launakjör prófessora, lektora og dósenta, m.a. með tilliti til tekna utan Háskólans. Fróðlegt verður að sjá hvað þessi könnun mun leiða í ljós, en allir starfsmenn Háskólans tóku þátt í henni. Vafalítið mun Stúdentablað næsta árs fylgjast grannt með. I I I Vonandi eiga margir lesendur Stúd- entablaðsins þá ánægju í vændum að lesa Age of Extremes áður en öldin er úti. Ármann Jakobsson Sverrir Jakobsson Atvinnumiðlun að slá öll met Atvinnumiðlun námsmanna hefur nú verið opin í rúman mánuð og nú þegar hafa rétt rúmlega eitt- þúsund einstaklingar skráð sig. Á sama tíma í ■ fyrra var þessi fjöldi nálægt 650 manns. Ýmsa | skýringar geta legið að baki þessu. Eflaust eru margir ótryggir með sumarvinnu og vilja skrá sig fyrr en venjulega og aðrir hafa einfaldlega trölla- trú á að Atvinnumiðlunin útvegi þeim vinnu. Góðu fféttimar eru þær að fyrirtæki virðast vera að taka við sér og tæplega eitthundrað atvinnu- rekendur hafa þegar leitað til AN enda starfsliðið sem er á skrá, hreinn og beinn akkur hverju metnaðarfullu fyrirtæki. ■’J&J se*«S5aE»

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.