Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Heilbrigšismįl

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Heilbrigšismįl

						Nikótín
Sterklega vanabindandi
Grein eftir Þorkel Jóhannesson
Nikótín finnst í tóbaksplöntunni,
Nicotiana tabacum, er upphaflega óx
í Ameríku. Tóbak er misjafnlega
unnin afurð tóbaksplöntunnar, og í
því eru þúsundir efna auk nikótíns
(sum efni í tóbaksreyk myndast
fyrst þegar reykt er). Algengasta
form tóbaks er reyktóbak og þar
ber hæst sígarettur. Sígarettur eru
háþróuð iðnaðarframleiðsla er fyrst
tíðkaðist á nítjándu öld. Talið er að
indíánar á eyjunum í Karabíska
hafinu hafi þekkt öll form tóbaks
nema sígarettur, þegar Kólumbus
og félagar hans komu þangað 1492.
Hreint nikótín, sem var fyrst
unnið úr tóbaki á fyrri hluta nítj-
ándu aldar, er fljótandi og er í
óvönum einstaklingum meðal eitr-
uðustu efna sem þekkjast.
í reyktóbaki er venjulega 1-2%
nikótín (ein sígaretta inniheldur um
15-20 mg af nikótíni og af því skila
sér um 10% eða minna (um 1 mg)
inn í blóðið á fáeinum mínútum). Á
síðari árum hefur þó verið tilhneig-
ing til þess að minnka þetta magn.
Enda þótt magn nikótíns í reyk-
tóbaki sé þannig tiltölulega mjög
lítið er enginn vafi að án nikótíns
þætti tóbak lítt eftirsóknarvert og
nánast engir myndu leggja á sig að
reykja það. Nikótín cr þannig bein
forsenda þcss, aö tóbak er rexjkt (eða
notað á annan hátt). Með tilliti til
skaðsemi tóbaksreykinga kunna önnur
efni í tóbaki þó að skipta meginmáli, en
reijkingamenn verða að nexjta þeirra
með nikótíni, hvort sem þcim líkar bet-
ur eða verr.
Nikótín hefur þá sérstöðu meðal
ávana- og fíknilyfja og efna að það
veldur ekki vímu og sjaldan fíkn,
en er afar sterklega vanabindandi.
Þá hefur nikótín þá sérstöðu (ásamt
koffeini) að það er tiltölulega sjald-
an notað hreint og margt af eitur-
hrifum vegna tóbaksnotkunar er
sökum annarra efna í tóbaki en
þess. Enn og ekki síður hefur nikó-
tín þá sérstöðu, að það kann að
koma að haldi við hrörnunarsjúk-
dóma í miðtaugakerfinu (Alzhei-
mersjúkdómur, Parkinsonsjúkdóm-
ur) og fleiri sjúkdóma.
Við skulum virða þessi atriði fyr-
ir okkur nánar.
Örvandi áhrif
Ef tilraunadýrum er gefið nikótín
í hæfilegum skömmtum ber í fyrstu
mest á örvun. Dýrin hreyfa sig
meira, kanna umhverfi sitt með
meiri áhuga en áður. Tilraunir með
dýr benda einnig til þess að nikótín
geti bætt minni dýranna. Svipað
gerist í mönnum. í slíkum skömmt-
um sést sömuleiðis greinileg örvun
í margháttaðri líkamsstarfsemi
(blóðþrýstingur hækkar, öndun
örvast, hjartsláttur verður hraðari,
samdráttur í innyflum eykst, slím-
rennsli, munnvatnsrennsli og
saltsýruseytrun eykst o. s. frv.). Eft-
ir stærri skammta verða öll þessi
einkenni meira áberandi. Myndi þá
vera talað um (væga) eitrun. Ef enn
stærri skammtar væru gefnir fer
nikótín að hafa lamandi áhrif á
þind, rifjavöðva og öndunarstöð í
heilastofni og dauði af völdum
nikótíneitrunar er því öðru fremur
vegna öndunarlömunar.
Reykingamönnum (að minnsta
kosti vönum sígarettureykinga-
mönnum) finnst að reykingar dragi
úr syfju, auðveldi þeim að hugsa
og leysa verkefni og gefi þeim vissa
velllíðan. Reykingar valda einnig í
þessum einstaklingum ró og slök-
un, sem þó er mild í samanburði
við róandi verkun af völdum etan-
óls (áfengis) eða díazepams. Öll rök
benda til þess að þessar verkanir
megi rekja til nikótíns og þéttni
þess í blóði sé ákvarðandi með til-
liti til þeirra.
Verkun nikótíns (eða tóbaksreyk-
inga) er einnig mild að því leyti að
hvorki breytist skynjun manna á
umhverfi sínu né bregðast þeir
öðru vísi við en venjulega. Enginn
mun því með sanngirni geta sagt
að reykingamaður sé „undir áhrif-
um" eftir að hafa reykt eina eða
fleiri sígarettur, eins og auðveld-
lega kann að vera sagt um áfengis-
neytanda. Nikótín er þannig ekki
vímugjafi. Engu að síður er nikótín
(tóbaksreykingar) sterklega vana-
bindandi, eins og áður segir, og ár-
angur af því að venja menn af tób-
aksreykingum er lélegur, eða hefur
verið svo til þessa, hverjum tiltæk-
um ráðum sem hefur verið beitt.
Algengt er að reykingamenn lýsi
ásókn (craving) í sígarettur eða
annað tóbak, og það leiði til þess að
þeir reyki yfirleitt linnulítið allan
daginn (um 20 sígarettur á dag) til
þess að viðhalda hæfilegri þéttni
nikótíns í blóðinu. Nikótín veldur
ekki vímu og sjaldan fíkn, þrátt fyr-
ir mikla ávanahættu. Alþjóða heil-
brigðismálastofnunin skilgreindi
fíkn árið 1969. Þessi skilgreining er
víð og túlka sumir höfundar hana
HEILBRIGDISMAL 1/1998    29
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36