19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 7

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 7
hafði ég oftast stúlkur. Mér var það því tiltölu- lega auðvelt að samrýma heimilishaldið störfum út á við. Nú er öldin önnur, og ég dáist sannar- lega að dugnaði ungu mæðranna í dag, sem vinna úti fullt starf án aðstoðar heima fyrir. Var nokkur tími til að stunda eitthvert tóm- stundagaman? Auk lesturs bóka, sem alltaf má finna sér stund og stund til, hefur mitt tómstundagaman einna helzt verið handavinna og þvílíkt fyrir heimilið. Þér voruð um árabil lögfrœðingur Mœðra- styrksnefndar. Var það ekki lœrdómsrikt tíma- bil á ýmsar lundir? Ég var í rösklega 20 ár lögfræðingur Mæðra- styrksnefndar. Það er starf, sem óhjákvæmilega mótar viðhorf manns til margra þátta mannlegs lífs, ekki sízt vanhugsaðra dóma um náungann. Skjólstæðingar nefndarinnar voru nær einvörð- ungu ógiftar mæður og fráskildar, og í því sam- bandi kemur mér reyndar í hug, að hin háa hlut- fallstala óskilgetinna barna hér á landi, sem oft er vitnað til, gefur síður en svo rétta hugmynd um aðstöðu þessara barna í uppvextinum. Mikill hópur þeirra elst upp á sameiginlegu heimili for- eldra sinna. Bæði er það, að óvígð sambúð for- eldra hefur löngum verið tíðari hér en í ná- grannalöndum, og svo hitt, að ungir foreldrar, sem oft eru við nám, annað hvort eða bæði, fresta því gjarnan að ganga í hjónaband, þangað til efnahagur leyfir þeim heimilisstofnun. Hag- skýrslur miða hins vegar við það, hvort for- eldrar eru gift, þegar barnið fæðist. Er rciðherrastóllinn ekki fremur ómjúkur sess? Það gefur auga leið, að í lýðræðisþjóðfélagi, þar sem gagnrýni er öllum frjáls, getur ráðherra- stóllinn, ef svo ber undir, orðið ómjúkur sess, hvort heldur gagnrýnin er réttmæt eða ekki. 19. júní þakkar Auði Auðuns, dóms- og kirkju- málaráðherra, viðtalið og óskar henni alls farn- aðar í hinu ábyrgðarmikla starfi. M. Th. Brúnáþungt ský með brotinn væng grét í gráa mold. Lífdögg féll á fölan gróður. Hvita blómið með bleiku slikjuna svalg tárin það svalg tárin og dafnaði. Feiga skýið grét sig til bana það grét bana sinn og blómsins. Blómið dó lika það lifði á tárum. Ellisif. Innilokuð. Eg er blóðrisa á höndunum að berjast við fordóma. Veggur er við vegg. Það er enginn sem vill fjarlœgja þessa veggi. Þeir eru þarna bara og menn hækka þá í sífellu. Þeir eru alls staðar. Hvi kemur enginn að utan? Hví er ég á bak við vegg? Hvi eru allir þessir veggir? Maja Ekelöf. VB þýddi. 19. Júní 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.