19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 54

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 54
Brostnir hlrkkir Þessar konur hafa lálizt, síðan 19. júní kom út í fyrra. Sessslja Guðmundsdóttir, fædd á Akranesi 17. júní 1888, dáin 1. ágúst 1970 í Reykjavík. Lífs- starf hennar var einkum innan veggja heimilis- ins, sem var löngum mannmargt og umsvifamik- ið. Hún tók einnig þátt í félagsmálum, var t. d. í kvenfélaginu Hringnum auk Kvenréttindafélags Islands. Hún var síðari kona Bjarna Jónssonar frá Galtafelli. Hann var kunnur athafnamaður og eignuðust þau hjónin 5 börn. Auk þess var hún einum stjúpsyni sem sönn móðir. Unnur Skúladóttir Thoroddsen var fædd á ísa- firði 20. ágúst 1885, dáin í Reykjavík 6. ágúst 1970. Unnur var ein af stofnendum Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur. Hún starfaði mikið á veg- um nefndarinnar og var lengi í stjórn hennar og lét sér annt um hag hennar allt til dauðadags. Unnur var mjög félagslynd kona, enda barn þeirra Theodóru og Skúla Thoroddsen. Hún var gift Halldóri Stefánssyni lækni, sem m. a. var héraðslæknir á Flateyri og síðast læknir í Reykjavík. Þau eignuðust tvö börn. Sigríður Eiríksdóttir Sœland var fædd á Vatns- leysuströnd i Gullbringusýslu 12. ágúst 1889, dá- in 8. október 1970 í Hafnarfirði. Sigríður var ár- um saman starfandi Ijósmóðir í Hafnarfirði, en tók auk þess mikinn þátt í ýmsum félagsmálum, einkum bindindismálum og slysavarnamálum, og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum. Einnig tók hún virkan þátt í stjórnmálum og var nokkrum sinnum í framboði til Alþingis. Hún var gift Stígi Sæland, lögregluþjóni í Hafnarfirði, og eignuð- ust þau þrjú börn. Áslaug Jónsdóttir, fædd í Reykjavík 31. ágúst 1906, dáin 26. nóvember 1970 í Reykjavík. Ás- laug gerðist kornung félagi í verkakvennafélag- inu Framsókn í Reykjavík og gegndi þar mörg- um trúnaðarstörfum, var m. a. í stjórn þess. Hún var einnig mörg ár í stjórn barnaheimilisins Vor- boðans og var um tíma mikið starfandi í fjár- öflunarnefnd Hallveigarstaða. Áslaug var tvígift. Fyrri maður hennar var Guðmundur ö. Guð- mundsson og eignuðust þau 4 börn. Seinni mað- ur hennar er Jakob Loftsson. Allar þessar mætu konur voru árum saman góð- ir félagar í Kvenréttindafélagi íslands. Guð blessi minningu þeirra. G. H. Óskráða Ijóð, sem Ijós á kerti dó. Orðvana Ijóð, sem engum gleði bjó. Iiverfula stund, sem kom og fór um leið. Hvar eru launin þess, er hljóður beið? Ellisif. 52 19. Júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.