Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Bækur ???

Takk útrásarvíkingar

Lára Björg Björnsdóttir

Hnyttin þjóðfélagsrýni 

Lára Björg Björnsdóttur hefur vakið athygli fyrir pistla með sérstæð-

um ritstíl og kaldhæðnum tón. Á skömmum tíma hefur henni tekist 

að verða einn af vinsælustu pennunum á netinu. Hver pistill hennar 

fær hundruð ?læka? og lesendur keppast við að deila pistlunum á sam-

skiptamiðlum. Það kemur því ekki á óvart að hún þreifi fyrir sér utan 

netsins og gefi út þessa fyrstu bók sína, 

sem hún nefnir Takk útrásarvíkingar. 

Frasi sem á vel við í íslensku samfé-

lagi í dag. Blórabögglar við hæfi, að 

minnsta kosti að mati Láru Bjargar.

Aðalpersóna bókarinnar er Lára 

Björg sjálf. Við fáum innsýn í atburði 

og áföll í hennar lífi, allt frá æsku-

árum til efnahagshruns. Hrunið 

er reyndar alltumlykjandi, bókin 

hefst til dæmis á mjög skemmtileg-

um kafla þar sem Lára, þá starfs-

maður Landsbankans, er skyndilega 

umkringd víkingasveitinni sem 

mætt er í bankann til að vernda 

starfsmenn fyrir aðsteðjandi 

hættu. Vinkonur Láru og fjölskylda 

eru gildar persónur í bókinni, ekki 

síst hinn fyndni og ofverndandi 

pabbi hennar sem hringir sífellt 

í hana, til dæmis til að vara hana 

við hálku í tilteknum hverfum. 

Lára Björg beitir fyrir sig sjálfshæðni og íróníu. 

Með því að beina spjótunum að sjálfri sér fær Lára Björg um leið skot-

leyfi á allt sitt umhverfi og lýsir því oft á óborganlega fyndinn og 

ýktan hátt. Stíllinn er nútímalegur með löngum setningum, mörgum 

lýsingarorðum og ýmiss konar innskotum, oft hálfgert talmál á köfl-

um. En það virkar og í raun merkilegt að þetta skuli vera fyrsta bók 

höfundar miðað við hversu afgerandi stíll hennar er orðinn. Reyndar 

er stíllinn á köflum svo afgerandi að hætt er við að hann verði þreyt-

andi til lengdar og því hyggilegt að hafa bókina ekki lengri. 

Takk útrásarvíkingar er hressileg bók, skemmtileg og oft ótrúlega 

fyndin. En hún verður samt ekki afgreidd sem hreinræktuð afþrey-

ingarbók, þetta er líka ákveðin heimild um þann glundroða sem varð í 

íslensku samfélagi á árinu 2008. Hún segir frá viðbrögðum einstæðrar 

móður við efnahagshruninu og kreppunni í gamansömum stíl. Undir 

niðri blundar alvara og sú mynd sem hér fæst af mannlífinu á þess-

um merkilegu tímum segir sína sögu.

Álfrún Pálsdóttir 

Niðurstaða: Hnyttin og kaldhæðin þjóðfélagsrýni þar sem margir munu sjá 

sjálfum sig bregða fyrir. Fín frumraun.

46  10. desember 2010  FÖSTUDAGUR

Tónlist  ?

Il grande tenore 

Kristján Jóhannsson 

Íþrótt, ekki músík 

Kristján Jóhannsson náði á sínum 

tíma eftirtektarverðrum árangri 

á erlendri grund. Það komast 

ekki allir söngvarar á sviðið í 

Metropolitan-óperunni. Hann er 

kraftmikill og sviðið fer honum 

vel. Hann á greinilegt auðvelt með 

að koma fram. 

Gallinn við Kristján er að hann 

er ekki sérlega músíkalskur. Hann 

hefur litla tilfinningu fyrir hinu 

óáþreifanlega í tónlistinni, skáld-

skapnum og fegurðinni. Röddin er 

(eða var) flott en það er ekki nóg. 

Dýptina í túlkunina vantar allt 

of oft. Kristján syngur flest eins. 

Hann líkist leikara sem hefur bara 

tvenn svipbrigði. Hápunktarnir í 

aríunum eru ekki hámark tilfinn-

ingaólgu sem hrífur hlustandann. 

Þeir eru bara íþróttaafrek, stangar-

stökk, vítaspyrna. Ekki músík.

Þetta kemur berlega í ljós á 

nýútkominni þrefaldri geislaplötu. 

Fyrstu upptökurnar eru frá 1970, 

þær síðustu frá því í ár. Kristján 

er magnaðastur í litlum lögum þar 

sem hann má ekki þenja sig. Þau 

koma mörg vel út. Óperuaríurnar 

eru hins vegar sjaldnast spennandi 

í meðförum hans. Á köflum eru 

þær bara samansafn af klisjum. 

Tónlistarsögulega séð er þetta 

ágæt útgáfa. Hún gefur góða mynd 

af Kristjáni á mismunandi skeið-

um. En fyrir þá sem unna tónlist 

og vilja hlusta á alvöru túlkun og 

alvöru list er best að leita á önnur 

mið. 

Niðurstaða: Fremur klisjukennd og 

einhæf túlkun er allt of algeng í söng 

Kristjáns Jóhannssonar. 

Tónlist  ????

Sálmar tímans 

Sigurður Flosason og Gunnar 

Gunnarsson

Vertu, Guð faðir ?

Einn mergjaðasti sálmur sem 

við eigum er Vertu, Guð faðir, 

faðir minn eftir Jón Leifs. Það er 

einföld tónsmíð, laglínan leitar 

stöðugt upp, en undir niðri liggur 

sami hljómurinn. Einfaldleikinn 

skapar seið sem erfitt er að lýsa. 

Í Sálmum tímans, geislaplötu 

Sigurðar Flosasonar saxófónleik-

ara og Gunnars Gunnarssonar 

organista er þetta lag sett í djass-

búning. Laghendingar Jóns taka á 

sig frjálslegt yfirbragð. Svo koma 

impróvíseraðar tónahendingar 

organista og saxófónleikara sem 

eru óvæntar, en áleitnar. Þær eru 

merkilega eðlileg viðbót við frum-

verkið. Útkoman er sannfærandi, 

heildstæð og umfram allt mögn-

uð.

Svipaða sögu er að segja um 

annað á plötunni. Þarna er hver 

fagur sálmurinn á fætur öðrum. 

Saxófón leikurinn er hástemmd-

ur, blátt áfram og einlægur. Þegar 

Sigurður leikur af fingrum fram 

er það svo eðlilegt og fallegt að 

maður veit ekki hvar sálmurinn 

endar og impróvisasjónin tekur 

við. Sömu sögu er að segja um 

orgelleikinn. Hann einkennist af 

smekkvísi og frábæru raddvali.

Óhætt er að mæla með þessari 

plötu.  

Niðurstaða: Tilfinningarík og 

skemmtileg túlkun á nokkrum 

fegurstu sálmum íslenskra tónbók-

mennta.

Tónlist  ??

Ideale 

Gissur Páll Gissurarson

Blóðlaus guðfaðir

Gissur Páll Gissurarson tenór 

hefur vakið verðskuldaða athygli 

á undanförnum árum. Rödd hans 

er fallega mjúk og ég hef oft heyrt 

hann syngja af sannri tilfinningu 

og listrænni innsýn. 

Geislaplata sem inniheldur 

ítölsk lög ? og líka íslensk ? kemur 

því á óvart. Greinilegt er að hún 

hefur verið gerð af metnaði. Heil 

hljómsveit spilar með Gissuri, ekki 

bara ein undirleikaralufsa. En það 

dugir ekki alltaf. Gissur syngur 

fallega og af réttu tilfinningunni, 

en vandar sig of mikið. Það er of 

mikil skynsemi í söng hans. 

Á diskinum er að finna lagið 

fræga eftir Nino Rota úr Guð-

föðurnum. Af hverju syngur 

Gissur það á íslensku? Það er svo 

miklu flottara með ítölskum texta. 

Kannski er það ósanngjarnt, en 

maður freistast til að bera Giss-

ur saman við tenórinn Roberto 

Alagna, sem líka hefur sungið 

þetta lag. Alagna er af sikileyskum 

ættum, og það er blóðhiti í túlkun 

hans. Gissur virðist hins vegar 

ekki trúa almennilega á það sem 

hann er að gera. Fullmikil endur-

ómun í upptökunni gerir lagið enn 

undarlegra. Svipaða sögu er að 

segja um annað á plötunni.   

Þetta er synd, því ég held að 

Gissur sé í rauninni frábær tón-

listarmaður. Greinilegt er að list-

ræn stjórn útgáfunnar hefði þurft 

að vera betri.  Jónas Sen

Niðurstaða: Gissur Páll Gissurarson 

syngur fallega, en mætti vera frjáls-

legri og ástríðufyllri.

Af stangarstökki og mögnuðum seið

HVAÐ? HVENÆR? HVAR?

Föstudagur 10. desember 

? Dansleikir

23.00 Hljómsveitin Sixties verður með 

dansleik á Gallery - Bar 46 að Hverfis-

götu 46 í kvöld. Dansleikurinn hefst kl. 

23 og kostar 1.000 krónur inn.

? Tónleikar

12.15 Listasafn Reykjavíkur og Tríó 

Reykjavíkur efna til hádegistónelika á 

Kjarvalsstöðum kl. 12.15 í dag undir yfir-

skriftinni Glettur með Tríói Reykjavíkur. 

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

20.00 Í tilefni af 

útgáfu plötunnar 

Fúsi Halldórs ? vin-

sælustu lögin verða 

haldnir tónleikar í 

Salnum, Kópavogi, þar 

sem landsþekktir lista-

menn túlka lög Sig-

fúsar Halldórssonar. 

Tónleikarnir hefjast kl. 

20 og er miðasala á salurinn.is.

20.30 Í Landsnámssetrinu verða 

haldnir jólatónleikar með Melchior í 

kvöld kl. 20.30. Sérstakur heiðursgestur 

á tónleikunum verður Ólafur Flosason.

21.00 Hljómsveitirnar gímaldin og 

félagar auk Saytan spila á tónleikum á 

skemmtistaðnum Bakkus í kvöld. Tón-

leikarnir hefjast kl. 21 og aðgangseyrir 

enginn.

22.00 Hljómsveitirnar Myrká og 

Porquesi spila á tónleikum á Sódóma 

Reykjavík, að Tryggvagötu 22, í kvöld. 

Húsið opnað kl. 22 og 1.000 króna 

aðgangseyrir. 18 ára aldurstakmark.

22.00 Hljómsveitin Dikta verður með 

tónleika á Græna hattinum, Akureyri, 

í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er 

forsala í verslun Eymundsson.

22.00 Í kvöld efnir Record Records til 

tónleika á Faktorý þar sem fram koma 

hljómsveitirnar Ensími, Bloodgroup, 

Of Monsters and Men og Sing for me 

Sandra. Húsið opnar kl. 22 og er 1000 

króna aðgangseyrir. Forsala er á www.

midi.is.

? Málþing

20.00 Stofnun Vig-

dísar Finnbogadótt-

ur í erlendum tungu-

málum til málþings 

um Albert Camus 

undir yfirskriftinni 

?Fjögur högg á dyr 

ógæfunnar?. Málþing-

ið verður haldið í sal 

Þjóðminjasafnsins 

frá kl. 14 - 16.

? Forsýning

20.30 Frumsýning á dansleikhús-

gjörningi fjöllistahópsins Skyr Lee Bob, 

Square Wunder Globe verður í kvöld í 

Gerðasafni í Kópavogi. Sýningin hefst 

kl. 20.30. Miðaverð er 2.000 krónur og 

eru miðar seldir við inngang.

? Söngur

14.00 Gleðigjafarnir í Gullsmára 

koma saman og syngja í félagsheimil-

inu Gullsmára 13, Kópavogi, í dag kl. 

14. Sturla Guðbjarnason stjórnar og 

harmonikkuleikararnir Guðni, Sigurður 

og Guðlaugur leika undir söng. Allir 

velkomnir.

Upplýsingar um viðburði sendist á 

hvar@frettabladid.is

Jóladagatal Norræna hússins 1.-23. des. kl: 12.34

27.DES

19.DES

Ólafur Arnalds

Seabear

Sudden Weather Change

Algjör Sveppi - Dagur í lífi stráks

Nýtt leikverk eftir Jón Atla

Miðasalan er opin 

virka daga frá kl. 13-15

Sími: 527 2100  

www.tjarnarbio.is Tjarnargötu 12 - 101 Reykjavík

Mojito

Augastein ? Á senunni

Ævintýrið um 12.DESkl. 14 OG 16

10.DES

KL. 20:00

útskriftarsýning

DanslistaskólaJSB

12.DES

16.DES

KL. 20:30

FRAMUNDAN:

28.-30.des

Hátíð fer 

að höndum ein

Kórar og tónlistarfólk Hallgrímskirkju bjóða upp á 

samfellda tónlistardagskrá

LAUGARDAGINN 11. DESEMBER  KL. 14-17

Aðgangur kr. 1.000/ ókeypis fyrir yngir en 16 ára

Heill þér, hafsins stjarna

AÐVENTUTÓNLEIKAR

í Seltjarnarneskirkju

Valgerður Guðnadóttir

Einsöngvari

Haukur Gröndal

Steingrímur Þórhallsson

Þorgrímur Jónsson

Klarinett

Orgel og píanó

Kontrabassi

Stjórnandi

Magnús Ragnarsson

Miðvikudaginn 15. des. kl. 20:00

Sunnudaginn 12. des. kl. 20:00

Miðar til sölu hjá félögum, í tólf tónum og við innganginn.

Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi 

eða fengið sendan daglegan tölvupóst 

með blaði dagsins. Nánari 

upplýsingar á: visir.is/dreifing

FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN

Meiri Vísir.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96