Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 17.01.1919, Blaðsíða 2

Íslendingur - 17.01.1919, Blaðsíða 2
12 ISLENDINGUR 3. tbl. Frjettir. Rvík. 12. jan. Einkasölu á kolum hefir landsstjórn- in nú tekið í sínar hendur. Vita menn eigi gjörla hvað veldur ný- breytni þessari, nema ef vera skyldi ótti fyrir þvf, að kolabirgðir lands- sjóðs seljist eigi því verði sem eigi baki stórtjón, ef skyndileg verðlækk- un yrði á kolum . lnnflutningsnefnd er afnumin. Pyk- ir eigi þörf á henni lengur með því að nú er að rakna fram úr inn- flutningshöftum þeim, sem á oss hafa hvílt að undanförnu. Eiðaskóli. Skólastjóri við hinn ný- stofnaða alþýðuskóla á Eiðum er skipaður síra Ásmundur Guðmunds- son í Stykkishólmi. Auk hans sóttu þessir: Síra Böðvar Bjarnason á Rafnseyri, síra Sigurður Sigurðsson á Ásum, Metúsalem Stefánsson fyrv. skólastjóri, Páll Zophóníasson kenn- ari, Halidór Jónasson, cand phil. Rvík. og Siðurður Sigurösson kenn- ari á Hólum. Rvík 16. jan. Biötn M. Ólsen professor andaðist í morgun. Tekjuskattur í Réyjavík. Hæstan tekjuskatt greiða hjer Thor Jensen og Coopland 41820 kr. hvor, Garð ar Gíslason 34320 kr. Ó. Johnson og L. Kaaper 19320 kr. hvor, Eim- skipafjelag íslands 14385 kr. Th. Thorsteinsson 14820, Jes Zimsen og Hobbs 11820 kr. hvor. Hatnarverkfall stórkostlegt er í New- York. Tefur það «Gullfoss« að lík- indum, en «Lagarfoss" komst af stað 11. þ. m. Farmgjöld lœkka. Eimskipafjelag ís- lands hefir lækkað farmgjald sin frá Vesturheimi. Fyrst afnumið auka- stríðsvátryggingargjald, er nemur 22 kr. á smálest hverri, síðan lækkað frá 5. febr. hið venjulega farmgjöld. Mun öll lækkunin nema um 40 kr. á smálest. Steinolíuverð Iækkar ekki fyrst um sinn. Settur sýslumaður á eigin ábyrgð í Árnessýslu er Magnús Gíslason frá Búðum í Fáskrúðsfirði. Mokafli á öllum veiðistöðvum hjer syðra. »Vínland", nýr botnvörpungur, er komið hingað. Geir Thorsteins- son og fl eiga þenna botnvörpung, er nýlega var smíðaöur í Hollandi. (Frjettaritari „ísl.* í Rvík.) Til athugunar. Jeg var að blaða í Lögfræðingi Páls heitins Briems íyrir skömmu og rakst þar á, í kafla um yfirlit yfir lög- gjöf á EngJandi, þes'sa löglýsing: »Lög 6 júlí 1895 ákveða, að ósann- ar frásagnir um hugarfar eða hegðun einhvers framboða til kosningar, skuli sseta alt að 1800 króna sektum og missi kosningarjettar um fimm ár, ef frásagnirnar háfa verið bornar fram í þeim tilgangi, að hafa áhrif á kosning- arnar, kosningin skal jafnan ógild, ef ósannindin hafa haft áhrif á kosninguna, svo og ef sá sem kosinn er, eða er- indreki hans, hefir sagt ósannindin, stutt eða samþykt útbreiðslu þeirra.« Þannig ákveður löggjöfin annaror eins menningarþjóðar og Breta, að hegna stfanglega fyrir róg og ósann- indafleypur um frambjóðanda við kosn- ingar n. 1. til þess, að reyna að spilla uájr kosningu einstakra manna. Jafn- ströng ákvæði eru naumast til f fsl. lögum, en svo siðíerðislega þroskaðir eru þó margir íslendingar, að þeir íyrirlíta þá menn, sem vaða uppá keppinauta sfna, með ósönnum áburði og rangri frásögn þeim til hnjóðs. Þetta ættu verkamenn á Akureyri að athuga og gæta þess að fulltrúa efni þeirra geri þeim ekki meiri van- heiður en sæmd, með þvf að gera sig að skjaifestum ósannindamanni, f árás- um sfnum, á keppinaut sinn, við bæj- arstjórnar kosninga undirbúning, eins og efsti maður á íyrirhuguðum lista þeirra, er nú búin að gjera f árás sinni á Ragnar Ólafsson, t. d. í skýrslu sinni um kolabryggjur og að Akureyrar- bær hafi eigi keypt lóð undir götu og ef til vill í fleiru og að lítil sæmd er í, að dingla neðan í slfkum foringja á lisja. Kjósandi. Fjórðungsaldarafmæli Kvenfjelagsins »Framtíðin«. Þ. 13. jan. hjelt »Framtíðin« 25 ára afmæli sitt. Þetta er eista kven- fjelagið á Norðurlandi. Fjelagið er eins og kunnugt er, góðgjörðafjelag og stofnað aðeins f þá átt. Það hefir á hinum liðnu árum rjett mörgum bág- stöddum hjálparhönd og hafa fjelags- konur árlega varið miklu starfi til þess Bæjarbúar hafa líka ætíð stutt íjelagið á ýmsan hátt. Mikið gladdi það fjelags- konur f fyna, að sama dag, sem þær samþyktu á fundi, að elda miðdegis- m^t handa íátæklingum, var fjelaginu sent 100 króna gjöf. Margt mætti fleira segja um þennan fjelagsskap, sem jeg álft að hafi meiri þýðingu en margur hyggur. Aí stofnendum íjelagsins eru nú að- eins tvær konur eftir í þvf, sem altaf hafa starfað þar. Það eru þær frú Guðrún kona sjera Matthfasar og frú Dómhiidur kona Magnúsar Kristjánssonar alþingismanns. Þessar tvær konur voru, lyrir sitt mikla og ianga starf f fjelaginu, gjörðar að heið- ursfjelögum fyrir fimm árum síðan, er fjelagið varð 20 ára. Samsætið fór vel fram. Salurinn var skreyttur á ýmsan hátt. Horna- flokkurinn Ijek ýms lög. Bæjarfógcti hjelt ágæta ræðu fyrir minni fjelagsins. Fjelaginu bárust mörg heillaóska skeyti. Þar á meðal frá verkakvennfjelaginu >Eining« og kvenfjelaginu »HjáIp« f Eyjafirði og frá gamalii fjelagskonu og íylgdi þvf 100 krónu seðill. Skeytið hljóðaði þannig: Þýðir hljómir — hjartans wál hœkka vonir — göfga sál. Láta yl um aöta streyma • aldrei hinum smáu gleyma. Hcerra ! — Hœrra! upp i Ijðsiö öll vor menning stefna þarf. Ástar jiakkir fœri jeg >Framtið< fyrir samleið — unnið starf. Áramót. Er nú þetta ár að kveðja, annað heilsar, vill oss gleðja, bœta hin köldu kjör. Finnið ekki, að þið dragið andann Ijettar, hjartaslagið jœrir meira jjör. Hauðbr geislar gullnir mála gleður hjörtu þúsund sála, leggja þreyttum lið, i lœgsta koja, hœstu höllum Himna jaöir veitir öllum Ijós og Ijúfan jrið. Unaðs blíður andblœr titrar, alheims hvolj af Ijósum glitrar, geisli á hjarni hlœr. Ljettar öldur Ijóðum hreyja, lauga landsins tœr. Frœga móðir, jjalla drotning, jegurð þinni veitum lotning, skrauti hvltu klætt. Brosir þú til barna þinna, blessun þlna’ oss lœtur finna, kosta gnótium gœdd. Pú hejir okkar örlög grátið, ojani skaut þjer fal/a látið ótal trega tár. Sjá, nú afiur er að morgna, endur-fœðast Ijósið horfna, gróa hin sollnu sár. Lyft er nú af landsins niðjum löngum þungum hlekkja viðjum, færð úr jjötrum hönd; Ijettir frelsis hlátrar hljóma, hörpu. strengir þýðir óma yfir lög og lönd. Þá er stigið þyngsta sporið, þá oss a/tur gleður vorið, bráðum sjáum blóm, blóm i akri bliðra vona, best er tengja fslands sona hjörtu, hug og röm. Hjörtu, sem að hlýrra tala; hendur, sem til fjalls og dala vinna kœrleiks verk; róm, sem lœtur Ijúft t eyra, laðar að sjer, vinnur meira, hreyfir hugtök sterk. Látum eining tryggjast, tvinnast, iifalt meira þá mun vinnast fyrir land og lýð. EJ að sjerhver annan styður, enginn fellur — sannur friður eflist ár og sið. Upp með frelsis fánann bjarta, fyllist gleði sjerhvert hjarta, böii’ er unnin bót. Nú er gullöld göfug runnin. giœsilegur sigur unninn, inndœl ára mót. Stöndum fast, þvi fengna höldum, frelsi tryggjnm nœstu öldum, eflum bróður bönd. Grjóti burt úr götu ryðjum, göfugt alt til sigurs styðjum, . beitum hraustri höndt Tr. Reykdal. Jeg vil vera meö. »Auditor« og »Plausor« hafa í 1.. og 2. tbl. »íslendings< skrifað álit sitt (dóm) um söng Kvartettins »Bragi« og þar eð dómar þeirra eru mjög ólíkir vil jeg með (áum orðum segja álit mitt. Jeg er í öllum atriðum sam-' mála Plausor, það sem sönginn snertir yfiirhöfuð, n. 1. að söngurinn fór vel meðan Aage Schiöth ekki þreittist, en þá gat hann ekki haldið tónunum ná- kvæmlega í rjettri hæð, einkum veiku tónunum. Þess ber að gæta, að Aage Schiöth er ekki fullra 17 ára og nýlega búin að fá breytta rödd (Tenor rödd) og allir sem bera nokkurt skynbragð á söng, vita að allir byrjendur þreytast, en hitt er rjett bjá Auditor: góðir söngmenn syngja sig upp, en það gyldir einungis um æfða söngmenn, sem hafa fengið fullan þroska f röddina. Jeg þykist sannfærður um, að Aage Schiöth eigi bjarta og glæsilega fram- tíð á sönglistar — brautinni, því hann hefir fagra rödd og óvanalega mikla fyllingu svo ungur. Hinir þrír söngmennirnir eru allir talsvert æfðir, enda ekkert út á þá að setja, nema bassarnir voru of dempaðir einkum 1. bassi. Þökk Bragi fyrir sönginn og lengi lifi hann! Magnús Einarsson. Nýbýli—nýlendur. Eftir Jón Dúason. (Framh,) Á Grænlandi eru miklir iðnaðar- möguleikar. Þar er mikið vatnsafi, geysimikil kolalög og margir nytja- málmar, svo sem: grafit, íssteinn (kryo- lit), kopar, asbest, silfur, gull, járn 0. fl. Alls hafa fundist á Grænlandi um 200 málmar og steintegundir. íasteinsnám- an við Ivigtut geíur ein af sjer ca3/* miljón kr. á ári f rfkissjóð, en hluta- brjeíaeigendurnir íá mikinn gróða auk þess. Málmauðlegð Grænlands er þó hvergi nærri rannsökuð til hlítar, en þó er það, hvað málmatöluna snertir, nú þegar eitt af allra íremstu löndum og af jarðmyndun þess má vænta, að það verði geysimikið námu og iðnaðar- Iand. Einn galli er þó á. gjöf Njarðar; það er hafísinn og lagísinn. Við Norður- Grænland leggur firði og sund á vetr- um. ÁSuður-Grænlandi,jafnvel íEystri- Bygð, leggur firðina innanverða að vetrinum og annesjum í Eystri-Byggð og Suður-Grænlandi, yfir leitt leggur hafnir aldrei á vetrum. Mest af hafísnum mylst og bráðnar á rekinu suður með Austurströnd Grænlands, en Polstraums- kvísl sú sem rennur norður með Eystri-Bygð ber með sjer haflshrafl. Við norðurenda Eystri-Bygðar ber þenna fs til hafs. Þar heitir Hvarf. Hvarf er ekki suðuroddi Grænlands heldur ysta nöf f eyjaklasa við norð- urenda Eystri Bygðar. Þar má jafnan sigla að landinu og svo suður með Eystri-Bygð innan eyja. ísrekið fyrir Eystri-Bygð getur byrjað í mars og staðið fram í ágúst. Á öðrum tfmum

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.