Vísbending


Vísbending - 23.01.2009, Blaðsíða 1

Vísbending - 23.01.2009, Blaðsíða 1
23. janúar 2009 4. tölublað 27. árgangur ISSN 1021-8483 1Hvað veldur ákvarðanafælni og hvaða afleiðingar hefur hún í för með sér? Allir ritskoða sjálfa sig. Það er ekkert nýtt eins og sést í nýútkominni grein eftir Mark Twain. Gengi krónunnar hefur styrkst svolítið. Kannski hækkar hún minna en menn vona. Forsetinn vill nú stjórna myndun nýrrar stjórnar og setja henni markmið. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 4 . t b l . 2 0 0 9 1 Það er alþekkt að sumir fylgja þeirri stefnu að best sé að fresta öllum ákvörðunum. Mörg vandamál séu þess eðlis að ef ekkert er gert þá hætti menn að hugsa um þau og þau verða ekki áhyggjuefni lengur. Aðrir hafa þá stefnu að ákveða sig strax þannig að aldrei hlaðist upp staflar af óafgreiddum málum á borðum þeirra. Svo er þriðji hópurinn þar sem menn taka sér hæfilegan frest til þess að leysa málin. Allar hafa þessar leiðir kosti og galla en mismikla þó. Upplýsingaskortur Einn vandi þeirra sem þurfa að taka ákvarðanir um flókin málefni er að upplýsingar eru oft af skornum skammti. Menn vita ekki hvað gerist í framhaldinu eða hver viðbrögð verða við ákvörðuninni. Davíð Oddsson ræddi þetta á sínum tíma í viðtali í Heilbrigðismálum: „Vandamál stjórnmálamanns er að hann þarf að taka ákvarðanir þegar hann hefur 20-30% af æskilegum upplýsingum til staðar. En svo getur sagnfræðingur gagnrýnt viðkomandi harðlega þegar hann löngu síðar hefur sjálfur 70-80% upplýsinganna fyrir framan sig. Ef stjórnmálamaður ætlar ekkert að aðhafast fyrr en hann hefur sama upplýsingamagn og sagnfræðingur, verður honum ekki mikið úr verki.“ Það sama gildir um stjórnanda í fyrirtæki. Segjum að hann ætli til dæmis að láta einhvern starfsmann hætta þá er hvorki fyrirtækinu né starfsmanninum greiði gerður með því að skjóta ákvörðuninni á frest. Óánægjan milli yfir- og undirmanns heldur áfram og eitrar útfrá sér í langan tíma. Þetta á einnig við ef fyrirtæki ætla að selja starfsemi eða leggja hana niður. Það er mjög vel þekkt að almennt kvíða menn því óþekkta. Flestum finnst þægilegast að halda áfram að gera hlutina eins og þeir hafa verið gerðir. Þess vegna kvíða starfsmenn oft skipulagsbreytingum eða sameiningum, jafnvel þó að ekki standi til að fækka fólki. Eftir breytingarnar eru Ákvarðanafælni 2 4 flestir fljótir að venjast nýjum háttum ef vel tekst til. Hægt er að rasa um ráð fram. Líklegast eru algengustu mistök stjórnenda að kaupa fyrirtæki of háu verði. Þeir verða svo hrifnir af því að fá að gera eitthvað nýtt að þeir blindast og ákveða að slá til, án þess að hafa skoðað dæmið í botn. Þetta er gott dæmi um ákvarðanir sem er ekki gott að taka nema að vel yfirlögðu ráði. Þess vegna fara fyrirtæki í kostgæfniathugun áður en þau kaupa aðra starfsemi. Athugunin ein er auðvitað ekki nóg. Menn þurfa að hafa reglur um það hvenær niðurstaðan er að fyrirtæki sé keypt og hvenær að það sé látið róa. Hin eilífa bið Fyrir um það bil tuttugu árum skrifaði höfundur þessar greinar tveimur ráðamönnum þjóðarinnar bréf þar sem erindið var að fá einhverja fyrirgreiðslu vegna alþjóðlegs þings sem halda átti á Íslandi. Annar þeirra var meðal annars beðinn að setja þingið. Tveimur dögum síðar kom umslag frá hinum en í því var bara bréf mitt. Í því að ég ætlaði að móðgast sá ég að í horninu stóð: „Samþ.“ og á eftir upphafsstafir stjórnmálamannsins. Hinn svaraði ekki þrátt fyrir reglulegan eftirrekstur næstu tíu mánuði. Það var ekki fyrr en við gengum saman inn í samkomusalinn í opnunarhátíð að hann gat svarað því að hann ætlaði ekki að taka til máls. Svo breytti hann um skoðun. Þetta dæmi sýnir hvernig einfaldar ákvarðanir liggja misvel fyrir mönnum. Sumir hafa þann hæfileika að ákveða sig strax. Aðrir bíða og bíða, sjálfum sér og sérstaklega öðrum til óþæginda. Með smámál skiptir kannski ekki máli á hvorn veginn ákvörðunin er. Í stórmálum er það brýnna að segja af eða á. Það er algengt að menn segist ætla að taka sér „þann tíma sem þarf.“ Þetta getur verið skynsamlegt en langoftast er mönnum skammtaður tími. Klukkan tifar og ef menn ekki taka af skarið falla þeir á tíma. Óttinn við ákvarðanir er auðvitað ekki síst við það að taka ranga ákvörðun. Vitnum aftur í Davíð Oddsson: „Það eru ekki bara sagnfræðingar, sem oft telja sig geta sest í sæti dómara yfir gjörðum stjórnmálamanna. Mörgum hættir til að fordæma ákvarðanir í fortíðinni, sem virðast í ljósi sögunnar augljóslega rangar, án þess að taka tillit til þess hvernig málið horfði við þeim, sem þurftu að taka ákvörðunina. Sumir stjórnmálamenn bíða með ákvarðanir, segjast vilja skoða hvernig málin þróast, endurmeta stöðuna eftir svo og svo langan tíma o.s.frv. “ Þetta er hárrétt. Dæmi um mál af þessu tagi er ákvörðun um hvort sækja beri um aðild að Evrópusambandinu. Óttinn við að taka ákvörðun verður til þess að málið dankast endalaust í stað þess að menn gangi til viðræðna og láti svo kjósa um niðurstöðuna. Davíð hélt áfram: „Yfirleitt eru það þó betri stjórn- málamenn sem þora að taka ákvarðanir, jafnvel þótt þeir eigi á hættu að þær verði síðar taldar rangar. Ef menn taka margar ákvarðanir, er líka líklegra að einhverjar þeirra verði réttar en ef menn taka engar! Þegar vantar upp á upplýsingarnar, skiptir innsæi og dómgreind öllu máli.“ Hverfur vandinn? Víst eru dæmi um það að vandinn hverfi ef ekki er tekið á honum. En hitt er miklu algengara að hann ágerist og verði verri. Ef óánægjan nær að gerjast er líklegt að vandinn verði mun meiri en útlit var fyrir í upphafi. Þess vegna er mikilvægt að setja sér ákveðinn tímaramma. Ákvörðunin er tekin á ákveðnum tíma. Léttar ákvarðanir strax en þær erfiðari sem kannski krefjast frekari upplýsinga eða samráðs innan dags, viku eða annars tíma sem nauðsynlegur er. Svo þarf líka að hafa í huga að menn hafa ekki alltaf þann tíma sem þeir sjálfir vildu. Í skákinni er lítils virði að finna besta leikinn þegar tíminn er útrunninn.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.