Vísbending


Vísbending - 25.09.2009, Blaðsíða 2

Vísbending - 25.09.2009, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 3 8 . t b l . 2 0 0 9 Flestir eru á því að gengi krónunnar sé svo lágt núna að það hljóti að styrkjast þegar fram líða stundir. Ein skýringin á því hversu veik krónan hefur verið er sú að útlendingar eiga miklar eignir í krónum og vilja losna. Gjaldeyrishöft valda vantrausti á krónunni. Vöruskiptajöfnuður er jákvæður um nærri 20%, þrátt fyrir að verð á sjávarafurðum hafi verið fremur lágt að undanförnu. Krónan gæti því verið talsvert sterkari án þess að halli væri á viðskiptum miðað við núverandi stöðu. Þó verður að taka það með í reikninginn að eftirspurn hér á landi er óeðlilega lítil vegna þess, að margir eru svartsýnir og þora sig hvergi að hræra. Því hafa menn litið á reynslu annarra þjóða af sambærilegum gjaldeyriskreppum. Í nánast öllum tilvikum er reynsla manna sú að gjaldmiðill nær ekki sínum fyrri styrk eftir hrun. Oftast virðist hann þó rétta talsvert úr kútnum, en óalgengt er að styrkingin sé meiri en 25 til 30%. Stundum hefur hún verið mun minni, jafnvel engin. Jafnvirðisreikningar Ein aðferð sem notuð er til þess að bera saman styrk gjaldmiðla er að reikna svonefnt jafnvirðisgildi (e. Purchasing Power Parity, PPP). Aðferðin gengur einfaldlega út á það að taka körfu af vörum og þjónustu í mörgum löndum og bera saman verð. Verðmætið er alltaf það sama því um sömu körfu er að ræða, en verðið segir til um það hvernig karfan er verðlögð í hinum ýmsu löndum. Með því að umreikna svo allt yfir í sama gjaldmiðil fæst jafnvirðisgildið. Ef karfan kostar 1.000 krónur á Íslandi en 7 dali og 55 sent í Bandaríkjunum jafngildir það 944 krónum, ef Bandaríkjadalur er á 125 krónur. Þá er jafnvirðisgildið 1.000/944 eða um 1,05. Þetta þýðir að dalurinn mætti vera um 5% dýrari til þess að verðlag í löndunum tveimur væri sambærilegt. Útreikningar af þessu tagi gefa fyrst og fremst vísbendingar en margt flækir málin. Fræg er til dæmis Big Mac-vísitala tímaritsins The Economist, en samkvæmt henni er Ísland enn eitt dýrasta land í heimi. Þessi mælikvarði er Íslandi þó sérlega óhagstæður, því að bæði er kjöt mjög dýrt hér á landi vegna óhagkvæms landbúnaðar og sala á hamborgurum miklu minni hér en annars staðar í heiminum. Samkvæmt athugun OECD í júlí síðastliðnum er krónan tiltölulega veik miðað við myntir flestra nágrannaþjóða ef litið er á jafnvirðisgildi. Á mynd 1 sést hvernig samanburðurinn er. Miðað við dönsku krónuna er íslenska krónan um Getur krónan styrkst? 38% of veik um þessar mundir. Ekki er gott að reikna stöðuna miðað við evru því að verðlag á evrusvæðinu er mishátt eins og vikið verður að hér á eftir. Ef litið er til Þýskalands sést að krónan er 14% of lág. Hins vegar er jafnræði með gjaldmiðlum á þennan mælikvarða ef litið er til Bandaríkjanna og Bretlands. Þessi vísindi eru ekki nákvæmari en svo að frávik upp á +/-5% teljast vart marktæk. Sögulega séð hefur krónan yfirleitt haft fremur hátt PPP-gildi gagnvart nágranna- gjaldmiðlum. Fámenni þjóðarinnar og fjarlægð frá mörkuðum veldur því að verð er að jafnaði hærra á Íslandi en í nágrannalöndum. Því má búast við því að til lengri tíma litið ætti krónan að styrkjast um a.m.k. 20%. Þetta er meiri styrking en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í sínum spám til næstu ára. Jafnar evran kaupgetu? Evrópusambandslöndin mynda einn mark- að þar sem flæði fólks, vöru, þjónustu og fjármagns er frjálst. Samkvæmt kenningum hagfræðinnar ætti verðlag að verða svipað innan markaðsins, því að ella myndi eftirspurn vaxa þar sem verðlag er lágt og minnka þar sem það er hátt. Á mynd 2 sést hvernig jafnvirðisreikningar á evrusvæðinu koma út m.v. Þýskaland. Finnland og Írland standa veikast, þ.e. verðlag þar er hæst. Það er svipað í stóru löndunum Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi, en nokkru lægra á Spáni og Grikklandi. Lægst er það í Slóvakíu. Ein ástæðan fyrir því að verðlagið jafnast ekki út að fullu er að fólk vill ekki flytja eða getur það ekki. Á Írlandi hefur verðbólga verið meiri en annars staðar vegna gáleysislegrar hagstjórnar. Mynd 1: Jafnvirðisgengi krónunnar gagnvart ýmsum gjaldmiðlum Mynd 2: Jafnvirðisreikningar innan evrusvæðisins Súlurnar sýna PPP-styrk gjaldmiðlanna m.v. íslensku krónuna. Danska krónan er veikari og Bandaríkja- dalur sterkari. Heimild: OECD. Myndin gefur til kynna hvar verðlag er hæst (Finnland) og lægst (Slóvakía) m.v. Þýskaland. Heimild: OECD.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.