Búfræðingurinn - 01.01.1936, Blaðsíða 59
í?5
Birkisáðreitir í Vatnsdalo
Eftir Bp;p;ert Konráðsson Haukagili.
íhaust flutti skógræktarstjóri Hákon Á. Bjarnasoii erindi í út-
varpið um skóggræsðluna,eins og henni er nú komið hér á landi. Þar
gat skógræktarstjóri um þá þrjá staði í Vatnsdal,þar sem tilraun hef-
ir veri5 gerð með sáningu á birkifræi. hað langt er síðan að Jiessi
sáning var framkvæmd,að telja má að fullséður sé árangur af henni.
Vorið 1927 voru reitir þessir afgirtir og saning framkvæmd um
mámaðamótin maí og júní. háverandi skógræktarstjóri K. Hansen og að-
stoðarmaður hans framkvæmdu sáningu,en heimilin lögðu til vinnu eftir
föngum. Undirbúningur til sáningarinnar var sá,að stungið var eða
skorið niður úr grasrótinni hér og hvar og uppvarpinu velt frá. Reynt
var að hafa sem mest snið á skurðinum. Á Eyjólfsstöðum var á nokkru
af landinu plægðar grunnar rásir,þar í sáð fræinu og þjappað vel niður.
Landið er talsvert ólíkt á öllum þessum stöðum. Á Eyjólfsstöðum
er það valllendisgrund með litlum halla til vesturs,frá fjallshlíð-
inni. Það land breyttist svo við friðunina,að grasvöxtur varð starax
mikill og mun hafa kæft rnegin hlutann af því,sem upp af sáningunni
kom. Þó eru þar plöntur á víð og dreif,sem talið er,að hafi náð sæmi-
legum þroska. Á Hofi var afgirt brött melbrekka,gróin,og mun vera
nokkuð þykkur jarðvegur í henni neðan til,en þurrlent mjög,þar sem
hún liggur mót suðvestri. Þar er talsvert af plöntum komið upp,eink-
um neðan til í brekkunni,en eru frekar lágvaxnar.
Á Haukagili er móaland með talsverðum halla mó-t austri,grýtt
með miklum leirfiögum. Jarðvegur víðast djúpur niður á mel,er því
hvergi mjög .þurrlent. Þar er árangur af sáningunni talinn b-estur.
Plöntur eru bar margar að hæð 60 - loo cm og fáeinar alltað lþo cm .
í flestum sáðstöðun\im eru fleiri eða færri plöntur,en allur fjöldinn
er mjö.g smávaxinn.
Þött land þetta virtist mjög gróðurlítið,og óræktanlegt vegna
storgrýtis,áður en það var friðað,þá hefir það tekið miklum breyting-
um við friðunina og víða kæft plöntur bæði gras og mosi,en það,sem
mest hefir eyðilagt,er holklakinn,alls staðar þar sem plönturnar hafa
ekki haft næga torf jörð til þess að fe.sta rætur í. í sáúreitum þessum
voru tilraunir með,hvernig það reyndist,ef landið var aðeins friðað
og í það sáð,en að öðru le'yti ekkert að birkiplöntunum'hlynnt. .
Af tilraunum þessum hefir fengist' sú reynsla,að birkifræ 'g'étur
fest rætur og upp af þyí vaxið plöntur,þótt jarðvegur hafi e)cki frjó-
Sama*mold,aðeins ef landið er ekki of þurrt.
Ef svo vær.i,að áhugi mann yxi fyrir því ”að klæða landið” ,þótt
ekki væri 'nema Íitla bletti við hvern bæ,þá mun á allflestum heimilxun