Útvarpstíðindi - 01.01.1945, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 01.01.1945, Blaðsíða 3
PÉTUR Á JÓNSSON óperusöngvari Pétur Á. Jónsson óperusöngvari er sextugur um þessar mundir. Vinir hans og aðdáendur — ]). e. a. segja J)eir sem komast fyrir í Gamla Bíó í Jleykja- vík — fá að heyra hann og sjá á afmæl- isdaginn — og útvarpið mun minnast hans — og það verður allt um garð geng- ið þegar Útvarpstíðindi berast lesend- um sínum í hendur að þessu sinni. En engu að síður langar okkur til að halda örh'tið upp á þetta merkisafmæli hins frægasta söngvara íslands, er á sér að 'baki svo glæsilegan listaferil og svo ótrú- lega sigra, að það er líkast ævintýri. Þrem dögum fyrir afmælið fór ég á~ fund söngvarans, en ég sæki ekki vel að honum, hann sem árum saman hefur staðið af sér alla kveffaraldra — hina hættulegustu óvini söngvaranna — sann- færir gestinn um að hann sé búinn að fá kvef. — Það er ekkert af mér að frétta, scgir hann. Afltaf sama sagan, ekkert skeður nema að maður eldist, það er ]>að eina nýja við þetta allt saman. En gesturinn er ekki hissa á neinu, heldur virðir fyrir sér þennan háa þrek- vaxna, fjörlega, sköllótta söngvara', sem vel mæt'ti segja um hið sama og kurteis- ir vinir orða það í Morgunblaðsgreinum um fimmtugar Reykjavíkurfrúr: „Ef kirkjubækurnar segðu ekki til um aldur- inn hverjum myndi þá koma elli í hug“. — Jú, jú. Reykvíkingur í húð og hár. Ég er fæddur hérna í Vesturbænum 21. des. 1884, segir aðspurður Pétur Jóns- son. Foreldrar mínir voru Jón Árnason kaupmaður og Juliane Pétursdóttir kona hans. Þau voru bæði ættuð úr Vestmannaeyjum. Ég hef' alltaf verið vitlaus í ættfræði, en einihver hefur sagt mér að ég væri kominn af Jóni Arasyni. — Og hvaðan eru svo sönggáfurnar? — Það er ekki gott að vita. Foreldrar mínir höfðu bæði góða söngrödd. Paöbi var góður bassi og var í kór er starfaði hér í bænum, og mamma bæði lék og söng á skemmtisamkomum er góðgerð- áfélög efndu til, t. d. Thorvaldsensfélag- ið, og langafi minn í föðurætt, Jón Aust- rnann prestur í Vestmannaeyjum hafði verið orðlagður söngmaður og frægur 'fyrir það hve vel hann tónaði. Við, Þor- steinn bróðir minn, fórum strax að syngja sem smástrákar. Þegar við kom- um af söngskemmtunum stukkum við upp á „púffið“ heima hjá okkur og sung- um lögin er við heyrðum og ég spreytti mig oft á því að tóna. Við höfðum líka mikinn áhuga á iþróttuin og upp úr strákahópnum okkar var Knattspyrnu- félag Reykjavikur stofnað. Ég er heið- ursfélagi í K. R. — Og svo fékk ég Fálka- orðuna 1. des. 1928 á 10 ára afmæli full- veldisins — skýtur Pétu rinn i og hlær við. Það þótti nú töluverður lieiður að ÚTVARPSTÍÐINDI 199

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.