Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 18
Um ævintýranótt Lap: Laughing on the outside. Mín draumadís Lag: My happiness. Sem daggai'di'opar giói, djásn í geislum flói, áfeng brosa augu þín; af bylgjum hörpuhljóma hallir kveldsins óma; dansinn stígum, dísin mín. Til landa söngs og Ijóða, ljúfra svanaóða, dregur hugann draumleg sýn, að finna fyrirheitin, falinn óskareitinn; leitum saman, ljúfa mín. Húmsins djúp býr dularhjúp þá drauma sem blunda þar rótt, hver óskin hljóð er óort ljóð um ævintýranótt. Þú ert svo ung og dreymin, yndislega feimin, hjartað dylur heilög vé, og æskan óðum iíður ævintýri bíður, fagnandi vill fá að ske. Hrnfninn. Til áskrifenda. Þeir úskrifendur hlnösins, sem eklci hafn í/reitt fyrir síðasta árgang, eru vinsam- lega beðnir um að lcoma ársgjaldinu, kr. 30,00, á afgreiðslu blaðsins Ránargötu 34, hiö fyrsta. Nýir áskrifendur blaðsins geta nú fengið fyrsta árgang þess, þar sem noklcur eintök hafa borízt utan af landi, en fyrstu blöðin seldust upp í verzlunum hér, eins og kunn- ugt er. Framhaldssagan er ekki í þessu blaði, sökum rúmleysis. Er í hafið sígur sól, sveipar roða faldarból, hjá þér einni á ég skjól, mín draumadís. 0, komdu til mín blíð á brá, brennur mér í sálu þrá, að þú verðir æ mér hjá, mín draumadís. En hvert sem byr þig ber, bið ég gæfuna’ að fylgja þér, en leynd mín tregatár, tjá mitt djúpa hjartasár. Ó, segðu að þú unnir mér og aðeins viljir dvelja hér, því hjarta mitt er helgað þér, mín draumadís. Haukur Guðjóns. Ráðning myndagetraunar jólablaðsins Margar ráðningar bárust blaðinu, en að- eins sjö þeirra voru alveg réttar og voru þær frá þessum: Birgir Sigurðsson, Njálsgötu 31 A, Hall- dór Malmberg, Laufásveg 47, Inga Einars- dóttir, Bei’gstaðast. 24 B, Lillian Schopka, Shellveg fi, Magnús Guttormsson, Smára- götu 0, Ól. G. Þórhallsson, Eyri, Seltjarnar- nesi og Þorvaldur Óskarsson, Grundarst. 15 B. Dregið var um verðlaunin og hlaut Inga Einarsdóttir þau fyrstu, sem eru eitt hundrað krónur og næsti árgangur blaðsins frír. Önnur verðlaun, sem eru tveir að- göngumiðar á hljómleika, sem blaðið heldur innan skamms, hlaut Halldór Malmberg, og þriðju verðlaun hlaut svo Lillian Schopka og er það næsti árgangur blaðs- ins frír. Myndirnar voru af þessum: 1. Jack Teagarden, 2. Chubby Jackson, 3. Teddy Wilson, 4. Coleman Hawkins, 5. Dave Tough, fi. Count Basie, 7. Red Norvo, 8. King Cole, 9. Mary Lou Williams, 10. Peggy Lee, 11. Dizzy Gillespie og 12. Tex Beneke. 18 $a:dLM

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.