Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Blaðsíða 12
S amruni myndlistar, hönnunar og tísku er viðfangsefni Andreu Maack í D-sal Hafn- arhússins, sjálfstætt framhald sýningar hennar SMART sem vakti athygli í Gall- erí Ágúst fyrr á þessu ári. Að þessu sinni er titill- inn CRAFT, sem getur gefið í skyn leik að mörk- um verkvits og listar. Andrea hefur fengið fagmenn til liðs við sig, franski fatahönnuðurinn Cedric Rivrain hannar skúlptúr í formi kjóls úr pappír sem Andrea hefur teiknað á símynstur; ímynd handverks listamannsins, en Katrín María Káradóttir fatahönnuður sá um uppsetningu. Ilmvatnslykt svífur yfir salnum, hönnuð af Hap- pyscents en Ingibjörg Agnes Jónsdóttir sá um umbreytingu í rými. Þegar inn kemur mætir manni megn ilmvatns- lykt, salurinn er nær tómur utan fatagínu sem klædd er pappírskjól úr teikningum Andreu. Veggir minna á innréttingar frá fyrri öld með skrautlistum í rammaformi, súlurnar tvær hafa aldrei sómt sér betur. Nálgun Andreu minnir á yfirborðinu á list ní- unda og tíunda áratugarins þegar list sem sölu- vara, afneitun handverks og samruni listar, hönnunar og tísku var ofarlega á baugi í list- heiminum, listamenn á borð við Barböru Kruger sóttu tól sín og tæki í heim auglýsinga, hönnunar og framleiðslu og notuðu þau gjarnan til ádeilu á þennan sama heim. Aðrir sköpuðu eigin vöru- merki þar sem bilið milli hönnunar og listaverks var ógreinilegt, sem dæmi má nefna fyrirtæki Joep van Lieshout, Atelier van Lieshout. Lesa mátti ákveðna ádeilu á innihaldsleysi og sölu- mennsku listheimsins úr slíkum vinnubrögðum, en slík ádeila tilheyrir nú liðnum tíma. Andreu tekst hér ágætlega að skapa persónu- lega og heilsteypta sýningu. Samspil vel hugs- aðra þátta nær að umbreyta rými listasafnsins á lunkinn máta og skapa tilfinningu fyrir lúxus og neyslusælu. Neyslan er upphafin á meðvitaðan máta sem skapandi afl og upplifun skilningarvit- anna hefur tekið við af kaldhæðinni gagnrýni síðustu aldar. MYNDLIST RAGNA SIGURÐARDÓTTIR MYNDLIST | Listasafn Reykjavíkur, Hafn- arhúsCRAFT, Andrea Maack bbbmn Til 11. janúar. Safnið er opið alla daga frá kl. 10-17 og til kl. 22 á fim. Aðgangur ókeypis. Sköpunarkraftur neyslunnar Samspil „Þegar inn kemur mætir manni megn ilmvatnslykt, salurinn er nær tómur utan fatagínu sem klædd er pappírskjól úr teikn- ingum Andreu. “ Morgunblaðið/Valdís Thor Neyslan er upphafin á meðvitaðan máta sem skapandi afl og upp- lifun skilningarvitanna hefur tekið við af kaldhæðinni gagnrýni síðustu aldar. L jóð Þorsteins frá Hamri koma æv- inlega á óvart. Það er svo sem hægt að benda á „fasta liði“ í bókunum hans – knappur stíll, fyrnt orðalag, vísanir í íslenska menningararfleifð og sagn- ir. Vitundin í ljóðunum er þó nútímaleg og módernísk, ef ekki heldur betur, og ljóðin eiga jafnt við um fortíð og framtíð í leitinni að núinu, íverunni. Fyrsta ljóð bókarinnar, eins konar aðfara- ljóð fyrri hluta, gæti átt við þjóðfélagsástand líðandi stundar, sem ádeila og áskorun, en aðeins sem einn þáttur margræðs texta: Hroll ber enn úr allri ætt. Fer Skuld að hætti. Hröðum fús til flæðar ferð, en þreyja verðum ok á herðum, ok á fornum herðum. Ýtum Fjalars fleytu fram. Róum hríð skamma. Orð munu brátt af orði allmyrk í hryn falla: stíg þú um palla, stíg þú, sögn, um palla! Skapanornin Skuld gnæfir yfir upphafinu og slær tóninn, eða í það minnsta einn þeirra. Eins og fram kemur í „athugasemd- um“ Þorsteins aftast í bókinni, merkir forna orðtakið að „sögn stígi um palla“ að orð merki í rauninni „annað en það sem látið er í veðri vaka“. Þetta litla ljóð er undarlega margrætt og felur meðal annars í sér vísanir um skáldskapinn, um margfalda merkingu orða, lífið, upphaf þess og endalok, og gott ef ekki ragnarök. Það er eins og sögninni (í öllu sínu merk- ingarskruni) sé sleppt lausri („stíg þú, sögn, um palla“) í þessu upphafi ljóðanna. En það er meira undir en stafir á blaði og/eða sögð orð: Því orð eru, eins og kemur fram í titli bókarinnar, atvik, virk, þau eru gjörningur – við gerum með því að segja – til góðs eða ills. Ekki nóg með það: orðin skilgreina til- veruna, þau vernda okkur gegn raunverunni (óskilgreindri) og sjálf erum við eins konar „gangandi skjöl“ gerð af orði og blóði eins og fram kemur ljóðinu „Þagnargildi“: Gangandi skjal, gjört af blóði, spurningum, ósk, og efa, heft og bundið í hörund, nú lætur það uppi einræður sínar þrátt fyrir ítrekað þagnargildið: Hugrenning, saga, sögð, reifuð í orð – veit hún sér tryggara leyndar-athvarf en orð? BÆKUR GEIR SVANSSON LJÓÐ | Hvert orð er atvik Eftir Þorstein frá Hamri Mál & menning, 2008, 56 síður. bbbbb Af orði og blóði MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 12 LesbókGAGNRÝNI Lokaljóð bókarinnar, Íslenskt landslag, er einfalt: að hálfu leyti himinn//hinn helming- urinn/ minning. Það dregur engu að síður saman margt úr þessari áhugaverðu bók, þar sem minningar og upplifanir móta íslenskan ljóðheiminn. Skáldið fer hringferð um Ísland og bregður upp myndum af hinum ýmsu stöðum; birtir per- sónulegar upplifanir og almennar um leið. Ing- unn beitir iðulega forvitnilegum og írónískum líkingum og myndhvörfum, og tekst að skapa opna en um leið persónulega ljóðferðasögu. BÆKUR Hringvegarljóð LJÓÐABÓK | Í fjarveru trjáa - vegaljóð Eftir Ingunni Snædal. Bjartur 2008. bbbbn Einar Falur Ingólfsson Þessi ljóðabók Þorgerðar Mattíu er fyrsta bók hennar, en hún hefur birt nokkuð af ljóðum á vefsetrinu ljod.is. Bókinni er skipt eftir geð- hvörfum sem er bæði rökrétt og skemmtileg skipting. Sá er hængurinn að í bókinni er of mikið af ljóðum, það hefði mátt velja af mun meiri kostgæfni. Innan um prýðileg ljóð sem gefa okkur kost á að gægjast í hugskot höf- undar eru önnur sem eru svo almennt orðuð að þau eru eiginlega merkingarlaus. Of mikið LJÓÐABÓK | Uppsveifla / Niðursveifla Eftir Þorgerði Mattíu. Nykur gefur út. bbnnn Árni Matthíasson Það er óhætt að segja að í allri glæpasagnaflórunni sem nú breiðir úr sér yfir íslenskt skáldsagnasvið, sé Yrsa Sig- urðardóttir sér á báti. Ekki einungis vegna þess að hún er kona í karlaheimi heldur einnig vegna fag- legs bakgrunns hennar sem einkennist bæði af rökvísi, skipulagi og köldum staðreyndum. Í því síðarnefnda liggur styrkur Yrsu. Aldrei læðist sá grunur að lesandanum, eins og oft vill verða við lestur glæpasagna, að í fléttunni sé eyðu eða rökleysu að finna. En segja má að í þessu liggi einnig veikleiki Yrsu. Kaldranaleg frásagn- artæknin og ofurskipulögð framvindan gerir það að verkum að aðdragandinn að uppgjörinu virkar seigfljótandi á lesandann. Kaldrifjuð saga SKÁLDSAGA | Auðnin Eftir Yrsu Sigurðardóttur bbbnn Höskuldur Ólafsson Það hefur löngum þótt ágæt leið til að halda klassískum perlum við, að færa þær í annan búning. Reyna þann- ig á þanþol þess lagaforms sem upphaflega perl- an var samin innan og stundum – ef menn eru nógu færir, – gerist það að lagið verður endur- uppgötvað. Á plötunni sem um ræðir er þessi tilraun gerð með bæði eldri og yngri lög sem all- ir Íslendingar ættu að þekkja og hinn nýi bún- ingur samanstendur af kúrekahatti, sporum og stórri sylgju. En hér er eitthvað sem ekki geng- ur upp. Vera má að það sé lagavalið og skortur á heildarmynd eða einfaldlega furðu lítill metn- aður Klaufa til að aðlaga lögin að þeim göldrum sem fyrir finnast í kántrí-tónlistinni. PLÖTUR Veruleg vonbrigði POPP | Klaufar – Síðasti mjói kaninn bnnnn Höskuldur Ólafsson Þessi plata Alexanders Ar- ons er einkar fagmannlega unnin, hljómur góður og hljóðfæraleikur til fyr- irmyndar; sérstaklega er gítarleikur fínn. Söngurinn er líka tæknilega góður en óneit- anlega litlaus. Lögin eru og þokkaleg en textar óþægilega klisjulegir. Vestan hafs myndu menn kalla þetta MOR, Middle-of-the-Road, sem snara má sem miðjumoð, og þar (og hér) eru útvarpsstöðvar sem byggjast á því að spila aðeins slíka tónlist. If You Believe er sniðin fyrir slíkt, en þeir sem leita að lífsháska eða jafnvel bara að lífi haldi sig fjarri. Enginn lífsháski POPP | Alexander Aron – If You Believe bbnnn Árni Matthíasson Við fyrstu hlustun á annarri sólóplötu Geirs Harðar datt mér í hug Megas og Bjartmar Guð- laugsson. Rödd Geirs er ekki sú fegursta en líkt og hin- ir tveir ofangreindu hefur hann eitthvað við sig. Geir er hvorki týndur né sauður þegar kemur að laga- og textasmíðum. Hann er undir áhrif- um frá þjóðlagapoppi, rokki og blús og þó platan sé nokkuð einsleit eru grípandi lög inn á milli. „Klettablóm“ er tvímælalaust besta lag plöt- unnar en önnur góð eru „Krúttið“, „Syndarar“ og „Næsti bar“. Platan er vel unnin, hljóðfæra- leikur til fyrirmyndar og umslagið flott. Það hefur verið lögð natni við þennan grip. Enginn sauður POPP | Geir Harðar - Týndi sauðurinn  Ingveldur Geirsdóttir Píanóleikarinn Liberace átti það til að koma fljúgandi inn á sviðið. Hann notaði til þess búnað sem hann hafði fengið að láni úr uppfærslu á Pétri Pan. Ég man hinsvegar ekki eftir píanó- leikara sem kom inn á sviðið upp úr gólfinu, en það átti sér stað á sunnudagskvöldið í Íslensku óperunni. Þá var Vetrarferðin eftir Schubert á dagskránni, að þessu sinni í dramatískari um- búðum en maður á að venjast. Schubert samdi Vetrarferðina rétt áður en hann lést, og notaði síðustu augnablikin á banabeði sínum til að fara yfir handritið að seinni hluta verksins, en fyrri hlutinn var gefinn út skömmu áður. Bæði Schu- bert og ljóðskáldið Wilhelm Müller, sem orti Vetrarferðina, voru kornungir þegar þeir létust, og má telja víst að Schubert, sem var ekki beint fæddur undir heillastjörnu hvað ástina varðaði, hafi fundið sjálfan sig í ljóðunum. Þau eru tutt- ugu og fjögur og eru ýmist minningar frá ljúfu sumri þegar ástin blómstraði, eða lýsingar á sorg og vonleysi vetrarins. Jóhann Smári Sævarsson var í hlutverki ferðalangsins sem gengur einn með brostið hjarta yfir vetrarhjarnið. Hann var ekki í kjól- fötum eins og venjulega þegar ljóðasöngur er á dagskránni, heldur í þykkum vetrarfrakka. Pí- anóleikarinn, Kurt Kopecky, var hinsvegar í hvítum fötum og með aflitað hár; manni datt í hug einhverskonar óvinur ofurhetju, Mr. Icem- an, fulltrúi frosthörku vetrarins sem frystir alla í kringum sig. Það kom dálítið kjánalega út. Kurt líktist helst gamaldags poppara að taka þátt í Eurovision, sem er synd, því píanóleikur hans var í sjálfu sér afar vandaður og nákvæmur og fylgdi söngnum fullkomlega. Jóhann Smári hefur dökka rödd, dekkri en maður heyrir vanalega í Vetrarferðinni. Alls- konar blæbrigði töpuðust við að fara með tónlist- ina svo djúpt, bæði úr söngnum og úr píanó- leiknum. Hugsanlega hefði Kurt mátt hrókera af og til á hljómborðinu, sleppa sumu úr bassanum og fara með annað upp um áttund til að lýsa að- eins sönginn og gera hann litríkari. Á móti kom að bæði Jóhann Smári og Kurt túlkuðu tónlist- ina af meiri ákafa en margir aðrir. Reiðin yfir bitrum örlögum var óheftari og almennt var verkið snarpara og spennuþrungnara. Tilfinn- ingafuninn var þvílíkur að í rauninni var öll leik- ræna umgjörðin óþarfi. Þeir félagar hefðu alveg getað komið því sama til skila í venjulegri kons- ertuppfærslu. Jóhann Smári hefur líka frábæra rödd og það var unaður að hlýða á hann syngja. Vonandi á hann eftir að gera sem mest af því í framtíðinni – og þá ekki í vetrarfrakka. TÓNLIST JÓNAS SEN ÍSLENSKA ÓPERAN | Söngtónleikar Jóhann Smári Sævarsson og Kurt Kopecky fluttu Vetrarferðina eftir Schubert. Sunnudagskvöld 23. nóvember. bbbmn Sá vonlausi og Mr. Iceman

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.