Morgunblaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 40
40 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 Í TILEFNI sjötugsafmælis Atla Heimis Sveinssonar í fyrra efnir Sinfóníuhjómsveit Íslands til afmælistónleika í kvöld sem helgaðir eru tónlist hans. Á tónleikunum hljóma tvö af hans merkustu hljómsveit- arverkum frá fyrri tíð og auk þess verður frumflutt glæný og spennandi sinfónía. Melkorka Ólafsdóttir flautu- leikari mun leika einleik í Flautukonsertinum sem er frá árinu 1975 og er eitt frægasta verk Atla Heimis. Svissneski hljómsveitarstjórinn Baldur Brönnimann kemur til landsins til að stjórna tón- leikunum sem hefjast kl. 19.30 í Háskólabíói. Tónlist Afmælistónleikar Atla Heimis í kvöld Atli Heimir Sveinsson Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „JÚ, svona líður mér stundum and- spænis hefðinni,“ viðurkenndi myndlistarmaðurinn Jeannette Cas- tioni þar sem við horfðum á litlar ljósmyndaðar mannverur sem hún hafði stillt upp fyrir framan tákn- mynd fornrar menningarlegrar arf- leifðar. Hún sagðist velta því fyrir sér hvort fólk gæti notið þessarar arfleifðar og skynjað hana á per- sónulegan hátt, en ekki sem upphaf- ið farg sem gæti lagst ofan á einstak- lingana. Castioni er tólfti listamaðurinn í sýningaröð D-salar Hafnarhússins sem helguð er ungum listamönnum og verður sýning hennar þar opnuð klukkan 17 í dag. Castioni ólst upp í Verónu á Ítalíu en býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Sýningin nefnist Hver er hræddur við hvern og er innsetning þar sem listamaðurinn lítur yfir svið ímynd- aðs sambræðings menningarheima og þröngvar stafrænum rétttrúnaði samtímans inn í einhvers konar menningarlegt óminni. Einstaklingar andspænis fargi „Ég tek menningarlegar ímyndir sem við lifum við og velti þeim fyrir mér,“ sagði Castioni en hún var önn- um kafin við uppsetningu sýning- arinnar í gær. Í miðjum D-salnum hefur hún komið fyrir stórri en lágri borðplötu og úr götum á henni ber- ast raddir frægra manna úr fortíð- inni. „Þeir eru að tala um það sem þeir gera. Sumt er jákvætt, öðru gátu þeir breytt en sumt gekk ekki. Áhorfandinn þarf að beygja sig og setja eyrað að götunum til að hlusta. Þessir frægu menn verða ef til vill mannlegri fyrir vikið,“ sagði hún. Þetta eru raddir listamanna – Dali er að tala um skeggið á sér – og stjórnmálamanna. Í afkima úr salnum má sjá mynd- band á skjá. Þar birtist venjulegt fólk úr núinu og stillir sér upp í pós- ur; endurgerir frægar höggmyndir frá barokktímanum. „Ég velti fyrir mér hvað við erum sem einstaklingar gagnvart fargi þeirrar miklu menningar sem er á bak við okkur öll. Ég valdi barokk- skúlptúra því þar reyndu menn að sameina fegurðina og lífið.“ Sýningarstjóri er Yean Fee Quay.  Jeannette Castioni sýnir í D-sal Hafnarhússins  Raddir, fólk og barokkvísanir Sameinuðu fegurðina og lífið Morgunblaðið/Einar Falur Jeannette Castioni Listamaðurinn í D-Salnum með mannverur sínar að baki. „Svona líður mér stundum andspænis hefðinni,“ segir hún. PARALLAX, sem þýða má sem sýndarhliðrun, er heiti sýningar myndlist- armannsins El- ínar Hansdóttur sem verður opn- uð í Hafnarhús- inu klukkan 17 í dag. Er sýningin hluti sýningaraðar Hafnarhússins þar sem leitast er við að afmá mörkin milli safns og samfélags. Þetta er fyrsta sýning Elínar í Listasafni Reykjavíkur en hún á að baki merkilegan feril þó að ung sé að árum. Margir minnast verks hennar í Listasafni Íslands á síðustu Listahátíð, þar sem gestir gengu um afar langan gang í einum saln- um. Þá hefur Elín sýnt víða á meg- inlandi Evrópu síðustu misserin og talsvert hefur verið fjallað um verk hennar í erlendum listmiðlum. Elín býður áhorfendum í óvissu- för um sýningarsal jarðhæðarinnar í Hafnarhúsinu, þar sem þeir geta velt fyrir sér spurningum á borð við: Hvað gerist ef sýningarrýmið er strokað út? Hvað gerist ef her- bergi sem þú heldur að þú sért í er allt annað herbergi? Hvernig get- um við talað um tiltekið sjónarhorn þegar slíkur punktur er jafn af- stæður og raun ber vitni? Og að lokum: Til hvers að setja framhlið á hús sem afhjúpast sem blekking um leið og maður tekur eitt skref til hliðar? Parallax Elínar Elín Hansdóttir Fólk kom með gjafir sem það hafði fengið frá bönkunum sínum og lána- stofnunum. 42 » Í STOKKHÓLMI hafa verið kynnt- ar fimm vinningstillögur í Slussen- verkefninu svokallaða, þar sem ætl- unin er að leysa af hólmi brýr, um- ferðarslaufur, göng og skipastiga í miðborginni. Þótt ekki hafi enn verið tilkynnt hver tillagnanna verði fyrir valinu segir gagnrýnandi The New York Times, Nicolai Ouroussoff, að þær séu afar áhugaverðar og þjóni borgurunum. Segir Ouroussoff að tillögurnar séu eins konar skyndimyndir af samtímalegum hugmyndum um borgarskipulag. Hönnun stjörnu- arkitektsins Jeans Nouvels (sem átti „hóls“-hugmyndina um Tónlistar- húsið í Reykjavík) fái menn til að súpa hveljur, fólk klóri sér í höfðinu yfir hugmyndum annarrar stjörnu, Norman Foster, og þá séu þarna áhugaverðar tillögur eftir heima- menn sem séu lítt þekktir á alþjóð- legum vettvangi. Mesti akkurinn við samkeppnina sé hins vegar sá, segir Ouroussoff, hve langt stjórnvöld í mörgum Evrópulöndum eru reiðubúin að ganga í að takast á við skipulagsslys úr fortíðinni. Í þessum fimm tillögum sé reynt að blása lífi í svæði sem módernisminn og borg- arskipuleggjendur eftirstríðsáranna hafi óvart rænt frjómagninu. Slussen-svæðið var skipulagt og byggt á fjórða áratugnum og segir gagnrýnandinn það vera fyrirtaks fulltrúa fyrir módernískt skipulag sem þarf á stórvirkri endurgerð að halda. Hverfi í Stokk- hólmi endurskapað Ein tillagan Sænski arkitektinn Gert Wingardh vísar til hugmynda Haussmanns baróns um æðakerfi Parísarborgar. Nýstárlegt skipulag FJÓRTÁN rit- höfundar frá tólf löndum eru til- nefndir til hinna alþjóðlegu Man Booker- bókmenntaverð- launa í ár. Rithöfundarnir eru: Peter Carey, Evan S. Connell, Mahasweta Devi, EL Doctorow, James Kelman, Mar- io Vargas Llosa, Arnošt Lustig, Alice Munro, VS Naipaul, Joyce Ca- rol Oates, Antonio Tabucchi, Ngugi Wa Thiong’O, Dubravka Ugresic og Ludmila Ulitskaya. Verðlaunin sem hljóða upp á 60,000 pund eru veitt á tveggja ára fresti og geta fallið í skaut hverjum þeim rithöfundi sem sent hefur frá sér verk á enskri tungu eða í enskri þýðingu. Hin hefðbundnu Booker- verðlaun eru einungis veitt rithöf- undum innan breska samveldisins. Tveir af þeim sem tilnefndir eru í ár hafa áður unnið til verðlaunanna; James Kelman og Peter Carey sem hefur unnið þau tvisvar. Sigurvegarinn verður tilkynntur í maí en verðlaunin verða afhent í Du- blin 25. júní í sumar. Stuttlisti Man Booker Peter Carey Á TÓNLEIKUM Jazzklúbbs- ins Múlans í kvöld koma fram tvær hljómsveitir, Tríó Sunnu Gunnlaugs og Kvartett Leifs Gunnarssonar. Tríó Sunnu leikur útsetn- ingar Sunnu á íslenskum þjóð- lögum í bland við frumsamið efni meðlima. Kvartett Leifs leikur lög hljómsveitarstjórans ásamt þekktum sem óþekktum djass- perlum og gætir þar ýmissa stíla. Tónleikar Múlans fara nú fram í nýjum sal í kjallaranum á Café Cultura, Hverfisgötu 18, og hefjast þeir kl. 21. Aðgangseyrir er 2.000 kr., 1.000 kr. fyrir nemendur. Tónlist Sunna og Leifur leika á Múlanum Leifur Gunnarsson FÉLAGAR í Kór Bústaða- kirkju halda einsöngstónleika í kvöld klukkan 20. Á efnis- skránni eru aríur og dúettar úr þekktum óratoríum. Þeir sem koma fram eru: Jóhanna Þórhallsdóttir, Margrét H. Kristjánsdóttir, Nathalía Halldórsdóttir, Sæberg Sig- urðsson, Agnes Kristjóns- dóttir, Gréta Valdimarsdóttir, Guðrún J. Jónsdóttir, Hlín Leifsdóttir, Ólöf G. Ásbjörnsdóttir, Sigurlaug Arnardóttir, Þorsteinn F. Sigurðsson, Steinunn Sigurðardóttir og Agnes Þorsteinsdóttir. Undirleikur er í höndum Renötu Ivan, org- anista Bústaðakirkju. Ókeypis aðgangur. Tónlist Einsöngstónleikar kórs Bústaðakirkju Renáta Iván píanóleikari. AÐALHEIÐUR Guðmundsdóttir aðjúnkt mun fjalla um góðæri og kreppu eins og þetta birtist í Völsunga sögu á rannsóknarkvöldi Félags ís- lenskra fræða í kvöld. Fyrirlesturinn fer fram í húsi Sögufélagsins við Fischersund og hefst kl. 20. „Það er oft verið að spyrja okkur íslenskufræð- ingana hvaða erindi fornaldarsögurnar eigi við nútímann og ég ákvað því að tengja erindið við ástand heimsins í dag, það er efnahagsástandið,“ segir Aðalheiður. „Við munum sjá að það er ekk- ert nýtt undir sólinni og græðgin, hvort heldur í dag eða fyrir þúsundum ára, kollsteypir jafnt mönnum sem heilu ríkjunum.“ Teygir anga sína um alla Evrópu Völsunga saga hefur verið vinsælust af fornald- arsögum Norðurlanda en efnið teygir anga sína um alla Evrópu. Aðalheiður, sem vinnur nú að bók um fornaldasögur Norðurlanda ætlar m.a. að skoða hvernig óskyldir atburðir, og jafnvel alls óskyldar sögulegar persónur, urðu með tímanum nátengdar sem þátttakendur í sömu atburðarás. Hringrás sögunnar Leiðtogar þriggja þjóða, Búrgunda, Franka og Húna, eru leiddir saman en allir tengjast þeir í gegnum græðgina eftir gullinu. Allir stuðluðu þeir að velferðartímabili þjóða sinna; gæfan varð þeim hins vegar fallvölt, og leitin eftir sífellt meiri yf- irráðum, völdum og auði felldi þá að lokum. Breyskleiki sá sem hefur umturnað hagkerfum nútímans olli líka falli þessara manna. „Skjótfenginn gróði leiðir alltaf til ógæfu og hefur alltaf gert,“ segir Aðalheiður. „Sagan end- urtekur sig. Leiðtogar þjóðanna þriggja áttu í stanslausum átökum og atburðarásin tengist í gegnum þessa kæfandi græðgi eftir gulli. Það er límið að mínu viti. Við sjáum hvernig stigvaxandi ásælni í auð og völd fellir menn að lokum – þá sem nú. Þegar græðgisvitundin er sem mest þá spyr enginn að leikslokum, enginn hlustar. Hún tekur öll völd. “ arnart@mbl.is Græðgin er alltaf söm við sig Breyskur Atli Húnakonungur réð ekki við græðgina fremur en aðrir. Um góðæri og kreppu í Völsungasögu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.