Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżtt kvennablaš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżtt kvennablaš

						
Bey kj air í k
Hér skeður aldrei neitt!
Reykjavík er hundleiðinlegur bær!
Þessi orð stóðu í víðlesnu dagblaði
fyrir nokkru síðan. Ég verð að segja,
að ég er innilega ósammála þeim er
þau skrifaði.
Reykjavík er yndislegur bær, og
hér gerist margt skemmtilegt, svo að
mér finnst vel mega heimfæra vís-
una um „Heiðardalinn" um Reykja-
vík, og segja : I „höfuSstaðnum" er
heimbyggð mín, þar hef ég lifað
glaðar stundir o.s.frv.
Einhver segir nú ef til vill, að
ekki sé að marka dómgreind mína á
Reykjavík, þar sem ég sé Reykja-
víkurbarn, fædd þar og uppalin.
Satt er það, að átthagaástin er sterk í brjóstum flestra,
og minningin um bernskuheimiliS, minningin um föð-
ur og móður gyllir staðinn og færir hann í töfraljóma
bernskuminninganna, því eins og skáldið segir: „Það
er svo margt að minnast á — frá morgni æskuljósum
¦— er vorið hló við barnsins brá — og bjó það skart
af rósum. — Við ættum geta eina nátt, — vorn anda
látið dreyma — um dalinn ljúfa í austur átt — þar
átti mamma heima."
Og það er alveg sama hvort minningin er bundin
við dalinn í austurátt, eða litla bæinn við ströndina.
Reykjavík er hinsvegar meira en minnmgaland inn-
fæddra Reykvíkinga. Hún er einnig hæli og fóstur-
móðir, allra þeirra mörgu landsins barna, sem til
hennar leita, tekur við þeim með gestrisni og rausn,
enda vilja margir í Reykjavík búa, og ber borgin þess
augljós merki, þar sem vöxtur hennar nú hin síðustu
ár, er ævintýri líkur.
Reykjavík er ekki stórborg á heimsmælikvarða, en
tvennt er það þó, sem ég hygg að Reykjavík hafi fram-
yfir allar aðrar höfuðborgir í heiminum. Annað af
því er heita vatniS.
Reykjavík er áreiðanlega eina höfuSborgin í heimin-
um, sem er upphituS meS heitu vatni úr iðrum jarðar.
Hefur þetta framtak Reykvíkinga, og þessi sérstæðu
landshlunnindi, vakið feikna eftirtekt, víða um heim.
NÝTT KVENNABLAÐ
Krlstín   l..   Sigurðardottir
Það fyrsta, sem íslendingar, er
ferðast erlendis, eru spurðir um, er
oftast nær, um Hitaveitu Reykjávík-
ur, og jafnvel þeir ,sem svo aS segja
ekkert vita um ísland, hafa heyrt
nefnda hitaveitu höfuSborgarinnar.
Við sem í Reykjavík búum og
njótum allra þeirra lífsþæginda
er náttúrugæði landsins, tækni
og snilligáfa mannsandans hafa
búið okkur, viS blessum borgina
okkar og framtak og framsýni
þeirra manna er sitjórnaS hafa henni
bæSi á árum fátæktar og smæðar
sem og á límum framfara og vel-
gengni.
Hitt annað, er Reykjavík hefur
framyfir aðrar höfuðborgir heimsins er hin sögulega
staSreynd, að hinn fyrsti landnámsmaður er bólfestu
tók sér á landinu, reisti bæ sinn hér í Reykjavík, og
sýnist svo, sem guSIeg forsjón hafi haft hönd í bagga
meS þeirri ferð Iandnámsmannsins Ingólfs Arnarson-
ar og byggingu landsins.
Áður en Ingólfur fór frá Noregi, leitaði hann frétta
hjá guðunum, og fréttin vísaSi honum til Islands.
Hann bjó skip sitt, og sigldi á haf út. En er hann sá
land, kastaði hann öndvegissúlunum fyrir borð, og
•skyldi hann þar byggð reisa, er þær rækju að landi.
Hér við Reykjavík fann hánn svo öndvegissúlurnar.
Tók hann sér því bólfestu hér. Guðirnir höfðu vísað
honum til bústaðarins.
Ár og aldir liðu og loks kom að því, að stjórnendur
landsins vildu velja landinu höfuðborg. Voru þeir þá
í líkum vanda og Ingólfur forðum, er hann skyldi
velja sér bústað. Lesa má það út úr sögunni, að byggi-
legri staði en Reykjavík hafi hann veriS búinn aS
sjá á landinu. En hann lét guðina ráða.
Nú voru komnir aSrir tímar og aSrir siSir. Hinir
gömlu guðir voru ekki lengur spurðir. Stjórnin lét
hinsvegar rannsaka alla sögu landsins. Og eftir að
kostir og gallar Reykjavíkur höfðu verið ræddir og
skoðaðir á alla vegu, komst hún að þeirri niðurstöðu,
aS Reykjavík skyldi verSa höfuSstaður landsins.
					
Fela smįmyndir
I
I
II
II
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
III
III
IV
IV