Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Harðsvíraðir glæpamenn nota sér neyð fólks og örvæntingu til að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Frábær spennumynd með Harrison Ford og Ray Liotta í aðalhlutverkum. Mögnuð mynd um hvað fólk er tilbúið að leggja á sig. ATH: Ekki fyrir viðkvæma vinsælasta teiknimynd ársins. 40.000 manns í aðsókn! HHH „Áhrifarík á sinn hrollkalda hátt, umhugsunarverð og firna grimm prófraun á taugakerfið. Engan veginn fyrir viðkvæma.“ - S.V., Mbl H „Söluvarningur“ - Ó.H.T., Rás 2 HHH „...Tilfinningum hlaðin, hreinskilin mynd um misjöfn örlög mannanna...” - S.V., MBL FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ KEMUR EIN FLOTTASTA STÓRMYND SUMARSINS VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG HASAR O G TÆKN IBRELLUR SEM ALD REI HAFA SÉST ÁÐ UR MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR SARA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR EDDA GARÐARSDÓTTIR GRÉTA MJÖLL SAMÚELSDÓTTIR HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR KATRÍN JÓNSDÓTTIR „5. besta mynd ársins!“ - Stephen King HHH „Fágaður, dökkur satírutryllir, sem vekur spurningar um Hollywood-hreinsun á ofbeldi“ - Empire „Mögnuð heimildarmynd um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu eins og þú hefur aldrei séð það áður! Missið ekki af þessari áhrifaríku og skemmtilegu mynd! Áfram Ísland!“ Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ OG REGNBOGANUM Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ, BORGARBÍÓ Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBOGANU M 750kr. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANUMSÝND Í HÁSKÓLABÍÓ TILBOÐSVERÐ 550 KR Á SÝN INGAR MERKT AR RAUÐU G.I. Joe: The Rise of Cobra kl. 2 - 3:50 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 ára Karlar sem hata konur kl. 3 - 6 - 9 B.i.16 ára Stelpurnar okkar kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ G.I. Joe: The Rise of Cobra kl. 4 - 6:30 - 9 B.i.12 ára Funny Games kl. 8 - 10:20 B.i.18 ára Karlar sem hata konur kl. 3 - 6 - 9 B.i.16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ Crossing Over kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 750kr. B.i.16 ára The Hurt Locker kl. 8 - 10:45 750kr. B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 2:30 - 5:30 - 8:30 750kr. B.i.16 ára Ice Age 3 (enskt tal) kl. 3:30 - 5:50 750kr. LEYFÐ My Sister‘s Keeper kl. 3 - 5:30 - 8:30 - 10:20 750kr. B.i.12 ára ÞAÐ er ekki svo ýkja langt síðan að leikmenn þurftu að dinglast með ónefnt líffæri á milli fótanna til að fá að þjálfa og keppa í knattspyrnu. Jafnrétti kynjanna á því miður enn langt í land en kvennaboltinn er eitt af jákvæðum merkjum þess að kynjamismunun er blessunarlega á undanhaldi. Hin fróðlega og skemmtilega heimildarmynd Stelp- urnar okkar gefur góða innsýn í hversu langt þær hafa náð á tiltölu- lega skömmum tíma, en hún segir frá baráttu kvennalandsliðsins við að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evr- ópumeistaramótsins í Finnlandi núna síðar í mánuðinum. Það er engu líkara en þær Hrafn- hildur framleiðandi og Þóra leikstjóri séu gæddar sagnaranda. Þær hófu verkefnið fyrir röskum tveimur árum þegar þátttaka var fjarlægur draum- ur sem engu fótboltalandsliði hafði tekist að nálgast til þessa, kvenna- landsliðið er það fyrsta í Íslandssög- unni til að komast í riðlakeppni á stórmóti. Þær stöllur eltu hóp afreks- kvennanna um Evrópu þvera og endilanga, skrásettu frækna sigra og fáein töp og jafntefli liðsins. Við fylgj- umst m.a. með þeim flengja Grikki, Slóvena og Serba og ná sætum úrslit- um á móti Frökkum í Laugardalnum. Ekki er síður áhugavert að fá að kíkja á bak við tjöldin, sjá hvað er að gerast í búningsklefanum fyrir og eftir leiki og ekki síst í hálfleik, hlýða á „messur“ þeirra Sigurðar Ragnars þjálfara og Guðna Kjartans aðstoð- arþjálfara. Upplifa spennuna í and- rúmsloftinu, vonbrigðin, gleðina, glæsileg tilþrif á vellinum, en leik- stjórinn lýsti því yfir að hún hefði ekki haft hundsvit á fótbolta þegar hún byrjaði gerð myndarinnar og væri ekki enn alveg klár á rangstöðu- reglunum. Sem er aðeins til bóta því það hjálpar til við að gera Stelpurnar okkar frumlega og gjörólíka hefð- bundnum tökum af knattspyrnu- leikjum. Mikið er um óvenjuleg sjón- arhorn og nýstárlega nálgun við umfjöllunarefnið. Það vantar eig- inlega ekkert annað en sturtuskotin! Reynsla Hrafnhildar framleiðanda kemur að miklum notum, en hún stjórnar einnig hugvitssamlegri kvik- myndatökunni ásamt Bergsteini. Tónlist Barða er smekkleg og ein- föld, mikið um trumbuslátt sem er vel við hæfi. Stelpurnar koma mismikið við sögu eins og gengur, við kynnumst bakgrunni nokkurra þeirra, ekki síst Gretu Mjallar, afburðaleikmanns sem lendir í sárum meiðslum á ögur- stund, og hinnar sókndjörfu Mar- grétar Láru, sem ólst upp á vellinum í Vestmannaeyjum – eins og önnur af okkar bestu og metnaðarfyllstu fót- boltahetjum, Ásgeir Sigurvinsson. Það er ekki ofsögum sagt að myndin undirstrikar rækilega að Stelpurnar okkar hafa stolið senunni Háskólabíó Stelpurnar okkar bbbbn Íslensk heimildarmynd. Leikstjórn og handrit: Þóra Tómasdóttir. Viðmæl- endur: Þóra B. Helgadóttir, Erna B. Sig- urðardóttir, Ólína G. Viðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnars- dóttir, Edda Garðarsdóttir, Dóra Stef- ánsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðars- dóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir o.fl. liðsmenn ísl. kvennalandsliðsins fyrr og síðar; Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Guðni Kjartansson o.fl. Kvikmyndataka: Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Berg- steinn Björgúlfsson. Klipping: Elísabet Rónaldsdóttir. Tónlist: Barði Jóhanns- son. Framleiðandi: Hrafnhildur Gunn- arsdóttir. Krumma Films. Ísland 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Þjóðargersemi Góð mynd „Það er ekki ofsögum sagt að myndin undirstrikar rækilega að Stelpurnar okkar hafa stolið senunni af strákunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.