Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 286. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Heimild: Seðlabanki Íslands
DOLLARI
STERLINGSPUND
KANADADOLLARI
DÖNSK KRÓNA
NORSK KRÓNA
SÆNSK KRÓNA
SVISSN. FRANKI
JAPANSKT JEN
SDR
EVRA
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG
124,5
196,78
120,4
24,688
22,041
17,815
121,08
1,3796
197,12
183,8
Gengisskráning 12. október 2009
124,8
197,26
120,75
24,76
22,106
17,867
121,42
1,3836
197,71
184,31
236,1548
MiðKaup Sala
125,1
197,74
121,1
24,832
22,171
17,919
121,76
1,3876
198,3
184,82
Heitast 10 °C | Kaldast 5 °C
Sunnan og suðvest-
an 3-10 og úrkomulít-
ið, léttir til á norðaust-
anverðu landinu. Hiti
víða 5 til 10 stig. » 10
Ferð út á vídeóleigu
getur í sumum til-
fellum verið dálítið
sorgleg, eins konar
flótti frá raun-
heimum. »30
AF LISTUM»
Flúið á víd-
eóleiguna
KVIKMYNDIR»
Lars lofar óham-
ingjuendi. »29
Hljómsveitin Some-
time endurútgefur
plötu sína Supercali-
fragilisticexpiali-
docious og vekur at-
hygli Finna. »28
TÓNLIST»
Sometime
og Finnland
KVIKMYNDIR»
Pósturinn Páll á leið í
þrívíddarbíó. »30
FÓLK»
Útlitið aðalatriðið á Style
Awards. »33
Menning
VEÐUR»
1. Andlát: Árni Grétar Finnsson
2. Enginn vill sjá þrýstnar konur
3. Dýrin voru öll með salmonellu
4. „Enn í hálfgerðu sjokki“
Íslenska krónan styrktist um 0,14%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Í kvöld verður
nýtt dansverk
Waynes McGreg-
ors – eins umtal-
aðasta danshöf-
undar heims í dag
– frumsýnt í Lund-
únum. Kallast það
DYAD 1909 en tónlistina þar á
Ólafur okkar Arnalds og mun
hann sjálfur taka þátt í flutningi
hennar. Verkið verður svo flutt víða
um heim í kjölfarið. Tónlistin kemur
út í efnislegu formi fyrir jól og vinn-
ur Ólafur nú hörðum höndum að
þeirri útgáfu í nánu samstarfi við
hirðljósmyndara sinn, Stuart Bailes.
TÓNLIST/DANS
Ólafur Arnalds tekur þátt í
frumsýningu dansverks
„Það er fínt að
brjóta þetta upp,
spila með landslið-
inu og hitta fjöl-
skyldu og vini í
leiðinni,“ sagði
Eiður Smári
Guðjohnsen í
samtali við Morgunblaðið í gær en
hann spilar með landsliðinu í fót-
bolta gegn Suður-Afríku á Laug-
ardalsvelli í kvöld. „Þetta fer að
koma hjá mér. Það voru gríðarlega
mikil viðbrigði að fara til Mónakó og
breytingin aðeins meiri en ég átti
von á. Ég hef hins vegar engar
áhyggjur,“ sagði Eiður. | Íþróttir
ÍÞRÓTTIR
Viðbrigði hjá Eiði Smára en
hann hefur engar áhyggjur
Líkt og sagt var
frá í Morgun-
blaðinu í gær sleit
leikkonan María
Pálsdóttir hásin á
frumsýningu leik-
ritsins Bláa gulls-
ins á laugardaginn
var. Í verkinu fara þrír trúðar með
áhorfendur í ævintýraferð um
undraheima vatnsins. María lét slys-
ið ekki stöðva sig og lauk sýningunni
með sóma. Nú hafa þær fréttir
borist að leikkonan Ilmur Krist-
jánsdóttir ætli að hlaupa í skarðið
fyrir Maríu þar til hún nær sér í fæt-
inum.
LEIKLIST
Ilmur hleypur í skarðið fyrir
Maríu í Bláa gullinu
ÍSLENSKA kvikmyndin Algjör
Sveppi og leitin að Villa heldur
áfram að gera það gott í kvik-
myndahúsunum.
Myndin situr í efsta sæti bíólist-
ans þriðju vikuna í röð og hafa ríf-
lega 23 þúsund aðgöngumiðar selst
á myndina. Myndin er sýnd í sjö
kvikmyndasölum og greinilegt að
fjölskyldur landsins hafa verið dug-
legar að sækja myndina um helgar.
Sveppi og félagar hafa staðist
áhlaup frá hinni geysivinsælu
sænsku mynd Stúlkan sem lék sér
að eldinum. Hún var sýnd í fimm
sölum um helgina og fylgir fast á
eftir Sveppa.
Íslenska heimildarmyndin Guð
blessi Ísland, sem frumsýnd var síð-
astliðinn þriðjudag, fór upp í
fimmta sæti bíólistans. | 32
Sveppi og
félagar halda
toppsætinu
Morgunblaðið/Heiddi
Á ANNAN tug myndlistarmanna tók sér stöðu
við Gallerí Fold í Reykjavík í gærkvöldi til að
mótmæla því að galleríið hefur ekki skilað svo-
nefndu fylgiréttargjaldi af seldum verkum til
Myndstefs. Uppboð fór þar fram. Meðal mótmæl-
enda var myndlistarkonan Rúrí. | 27
MYNDLISTARMENN MÓTMÆLTU VIÐ FOLD
Morgunblaðið/Kristinn
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
SIGURÐUR Jón Júlíusson var fimm
ára gamall þegar með honum kvikn-
aði leiftrandi áhugi á stjörnuhimnin-
um og furðum hans. Bókin Leiðsögn
til stjarnanna eftir Ingvar Agnars-
son var lesin upp til agna. Síðan varð
ekki aftur snúið, ef undanskilið er hlé
á unglingsárunum þegar lífið kallaði
stundarkorn í aðrar áttir.
Nú heldur eldhuginn ungi til móts
við stjörnurnar því hann bar sigur úr
býtum í ritgerðasamkeppni meðal
framhaldsskólanema í tilefni alþjóð-
legs árs stjörnufræðinnar.
Ritgerðarefnið var stjörnusjón-
aukar á jörðu og valið í minningu
þess að nú eru fjórar aldir liðnar frá
því að hugsuðurinn Galíleó Galíleí
uppgötvaði fjögur tungl Júpíters.
Með Sigurði Jóni í för verður
stjarnvísindamaðurinn Vilhelm S.
Sigmundsson, höfundur bókarinnar
Nútíma stjörnufræði, en í desember
munu þeir hitta fyrir sigurvegara
hinna Norðurlandaþjóðanna á eyj-
unni La Palma, þar sem norræni
stjörnusjónaukinn er staðsettur. Þar
fá þeir tækifæri til að sinna rann-
sóknum í tvo daga með aðstoð sér-
fræðinga, með búnaði sem tekur
stjörnusjónaukanum í Valhúsaskóla
langt fram.
Carl Sagan í uppáhaldi
Inntur eftir því hvaða höfundar
séu í uppáhaldi segir Sigurður Jón að
Carl Sagan komi upp í hugann og
bækur hans um himingeiminn. Þá
hafi hann 12 ára gamall byrjað að
lesa Alheiminn í hnotskurn eftir
stjarneðlisfræðinginn Stephen W.
Hawking. Eftir stúdentspróf á nátt-
úrufræðibraut við Menntaskólann í
Hamrahlíð hafi skilningurinn á
stjarneðlisfræðinni aukist en for-
dómalaus afstaða til lífs á öðrum
hnöttum ekki breyst. Hann mæti
spurningunni með opnum huga.
Á leið til stjarnanna
Vann stjörnuskoðunarferð til Kanaríeyja í samkeppni um
bestu ritgerðina um sjónauka Fékk áhugann fimm ára
Ljósmynd/ Vilhelm S. Sigmundsson
Stjörnuskoðarar Sigurður Jón Júlíusson, sigurvegari í ritgerðarsam-
keppni framhaldsskólanna, og Vignir Már Lýðsson, sem lenti í öðru sæti.