Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 44
44 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 ✝ Rósa Ólafsdóttirfæddist á Álft- arhóli í Austur- Landeyjum 20. des- ember 1922. Hún lést á skurðdeildinni á Landspítalanum í Reykjavík 25. októ- ber 2009. Foreldrar Rósu voru hjónin Sigurbjörg Árnadótt- ir húsmóðir frá Mið- mörk, Vestur- Eyjafjöllum, f. 27. ágúst 1885, d. 28. október 1975, og Ólafur Halldórsson bóndi frá Rauðafelli, Austur-Eyjafjöllum, f. 16. ágúst 1874, d. 5. júlí 1963. Sig- urbjörg og Ólafur eignuðust 12 börn. Rósa var áttunda barnið. Systkini Rósu: látin eru Óskar, Jónína, Engilbert, Laufey, Björg- vin, Unnur, Katrín, Ólafía, Júlía, Kristín og Ágúst, en Björgvin, Jónína, Unnur, Kristín og Ágúst lifa. Rósa giftist 29. september 1951 William Joseph Nolan. Börn Rósu og Bills eru Agnes Sigurbjörg, William Elfar, Joseph Michael, Brian Ólafur, Margrét Rósa og James, f. 19. júní 1962, d. í maí 1963. Rósa átti einn son fyrir sem heitir Viðar Stefánsson. Rósa skil- ur því eftir sig 6 eftirlifandi börn. Skólagangan var eins og gerðist í sveitinni á þessum tíma og varði frá 10 ára aldri og fram að ferm- ingu. Rósa var um 16 ára aldur, þegar hún fór að heiman og var til að byrja með í vistum allavega á tveimur bæjum í ná- grenni við Landeyj- arnar, Barkarstöðum í Fljótshlíð og Sanda- koti undir Eyjafjöll- um. Hún var einn vetur í hússtjórn- arskóla á Hverabökk- um. Hún vann í bak- aríi á Selfossi, en fór síðan til Reykjavíkur og vann sem framreiðslustúlka í sal á Hótel Skjaldbreið. Þar unnu líka systur hennar Katrín, Ólafía og Kristín og segir Kristín að hót- elstjórinn hafi sagt að stúlkurnar úr sveitinni hafi verið langbesti vinnukraftur sem hann hafi haft. Hún var síðan í vistum á fleiri stöðum, t.d. hjá Jóhanni Karlssyni og leigðu þær systur, hún og Nína, saman í kjallaranum hjá honum í Samtúni og hugsuðu um heimilið. Seinna meir fluttist hún til Kefla- víkur þar sem hún meðal annars vann á Naval Exchange í mörg ár þar til hún fór á eftirlaun og bjuggu hún og Bill þar til æviloka. Útför Rósu fór fram frá Foss- vogskapellu 10. nóvember, í kyrr- þey að hennar ósk. Jarðsett var í Fossvogs- kirkjugrði. Meira: mbl.is/minningar Elsku Rósa amma. Lífið er ekki það sama án þín. Hlátur þinn og góðmennsku mun ég ávallt bera með mér. Minning þín mun alltaf lifa. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Eva Lilja Ólafsdóttir. Þetta ljóð er fyrir Rósu ömmu mína. Hún var styrkur fjölskyldunnar, og ég mun alltaf minnast hennar fyrir hennar gjafmildi og elskulegheit. Ég mun alltaf sakna þín, amma. Thank you for your gift of love You’re now sharing it with everyone above You always had so much to say Always in that caring way You saw the good in everyone No matter what they’ve done You were always there to lean on And having a grandmother like you, I’ve won. Ég elska þig að eilífu. Ben. Amma Rósa var mjög stór og mik- ilvægur hluti af lífi mínu og okkar allra, hún gaf mér og okkur öllum allt- af skilyrðislausa ást, sama á hverju gekk. Hún var alltaf með okkur, bæði í gleði og sorg, fjarlægðirnar skiptu engu máli. Við elskuðum kímnigáfu hennar og dáðumst að tignarlegri framkomu hennar. Hún var viljaföst, réttlát kona og gerði alltaf það sem var rétt og heiðarlegt. Amma hafði mjög smitandi prakk- ara-fliss sem venjulega endaði með að við fengum öll óstöðvandi hláturskast, bara við að heyra það. Við elskum þig, Amma Rósa. Megir þú hvíla í friði, elsku engillinn okkar, við vitum að þú ert hjá Guði núna að horfa á okkur að ofan. Ég lofa að gera þig stolta af mér og ég mun heiðra og varðveita öll loforðin sem ég gaf þér. Þú verður alltaf í hjarta mínu og minni. Mér finnst eins og að hluti af mér hafi dáið með henni, en engu að síður veit ég samt að andi hennar mun lifa áfram í mér og okkur öllum ættingj- unum sem elskum hana. Ég mun færa nafnið þitt og þinn góða anda til næstu kynslóðar af okkur Rósum. Rósa Aldís Viðarsdóttir. Eitt sinn, fyrir um tíu árum, var ég á gangi með Rósu í verslunarmiðstöð í New York: allt sem hugurinn girntist var til sölu, allt innan seilingar, allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Og ég hugsaði um hve langt hún hefði farið í lífi sínu, ekki í mílum talið held- ur hvernig hún hefði sigrast á þeim erfiðleikum sem hún mætti. Ég hugs- aði um heiminn sem hún fæddist inn í, veturinn 1922, um íslenska sveitabýlið þar sem allt sem var til hægðarauka var vandfundið. Ég hugsaði um erf- iðleikana, erfiðisvinnuna, allt sem hún hafði ekki. Ég hugsaði um allt sem hún hafði þurft að neita sér um á með- an hún vann að því að búa sér og sinni fjölskyldu heimili. Og ég hugsaði þá, eins og nú, hve einstök hún var og hvernig hún bjó sér ástríkt líf þrátt fyrir erfiðleika og aðstæður. Hún sýndi ást sína á sérhverju okkar í verki, æ ofan í æ. Því voru engin tak- mörk sett sem hún var tilbúin að gefa okkur, gera fyrir okkur og deila með okkur. Hún var alltaf til í að hlæja að einhverri vitleysu eins og lítil stelpa, varpa fram eilítið furðulegum brand- ara eins og helmingi yngri kona, og deila visku og gæsku sinni sem full- orðinnar konu með okkur, sama hvað á gekk. Ég sá hana aldrei bitra, aðeins þakkláta fyrir að eiga okkur í lífi sínu. Hennar háttur var alltaf hugrekki á erfiðum tímum, vinnusemi og skop- skyn. Hennar háttur var alltaf hug- ulsemi og gleði fyrir okkar hönd. Lífið sem hún lifði sýndi hverjum sem sjá vildi, hvaða þýðingu saklaust hjarta fullt af heiðarleika, húmor og ást hef- ur. Þegar allt kemur til alls, get ég ekki ímyndað mér að hún sé farin, hún lifir innra með mér. Ég finn enn fyrir góð- um óskum hennar, ást hennar og hug- ulsemi gagnvart okkur. Megum við heiðra hana svo hún lifi með okkur í gleði og ánægju. David Hodes. Rósa Nolan var móðir bestu vin- konu minnar á uppvaxtarárum mínum í Keflavík snemma á sjöunda áratugn- um. Þrátt fyrir að ala upp fimm börn og missa eitt barn á fyrsta ári, var Rósa alltaf hlý og elskuleg. Snemma á sjöunda áratugnum var erfitt að ferðast út fyrir Keflavík. Allt- af virtist vera rigning eða hvassviðri, ef ekki hvorttveggja. Vegirnir voru ill- færir, jafnvel Reykjanesbrautin, en það stöðvaði ekki Rósu. Við klifruðum upp í bílinn hennar, gripum með okk- ur nesti og fórum á vit ævintýranna: fjöllin í nágrenni Keflavíkur, „svarta ströndin“ og uppáhaldsstaðurinn minn, Öxarárfoss á Þingvöllum. Ég flutti frá Íslandi til Bandaríkj- anna, táningur að aldri, en hef komið í tíðar heimsóknir. Í febrúar síðast- liðnum kom ég til Íslands með 22 ára dóttur minni. Og þó ferðin væri stutt, vildi dóttir mín heimsækja alla þá staði sem hún hafði heyrt mig tala um þegar hún var að vaxa úr grasi. Við mæðgurnar fórum því, í anda Rósu, þrátt fyrir myrkur og snjókomu til Þingvalla og gengum á hljóðið í foss- inum þar til við fundum hann. Rósa kom reglulega til Bandaríkj- anna eftir að dóttir hennar, Agnes Nolan, flutti þangað. Hún heimsótti mig þá alltaf og færði mér til New York lautarferðirnar úr æsku. Árlega eyddum við eftirmiðdegi í að hlæja saman og njóta allra íslensku krás- anna sem Rósa kom færandi hendi með. Rósa hlaut hægt andlát 25. október síðastliðinn. Allir sem þekktu hana munu sakna þessarar yndislegu per- sónu, en minningarnar sem hún gaf okkur munu ætíð lifa með okkur. Agnes Horn. Ég kynntist Rósu árið 1977 þegar ég gekk í skóla með Margreti vin- konu, dóttur Rósu og Bill. Þau voru yndisleg hjón, hlý og skemmtileg. Rósa var glæsileg og hjartnæm kona. Minning hennar mun lifa í hjarta mínu. Elsku Margrét, Agnes, Viðar, Elv- ar, Jóseph, Óli og ykkar fjölskyldur, ég votta ykkur samúð mína. Megið þið finna huggun á erfiðum tíma. Only when you drink from the river of silence shall you indeed sing. And when you have reached the mountain top, then you begin to climb. And when the earth shall claim your limbs, then shall you truly dance. (Kahlil Gibran.) Katrín Cates Selby. Rósa Ólafsdóttir Nolan Elsku Rósa mamma, tengda- móðir og amma. Takk fyrir öll árin sem við fengum með þér. Engin orð geta lýst því hversu sérstök þú varst og hversu mikið við elskum og söknum þín. Þú gafst okkur gleði og hamingju alla þína tíð. Minning þín lifir með okk- ur. Viðar Stefánsson, Svandís Leósdóttir og Rósa Aldís Viðarsdóttir. Elsku amma, ég elska þig og sakna þín. Ég vildi óska að þú værir enn hjá okkur. Ég mun alltaf muna brosið þitt og hve góð þú varst við mig. Himnaríki er betri stað- ur þegar þú ert þar. Ég elska þig, amma. Peter Biebelhausen. Elsku amma, ég óska þess að ég gæti hitt þig einu sinni enn og gefið þér stóran koss. Þú veittir fjölskyldu minni hamingju og ógrynni af ást. Ég mun alltaf minnast þín í hjarta mínu. Ég vona að þú sért hamingjusöm á himn- um, þar er gott að vera. Ég elska þig, amma. Noah Biebelhausen. Þú komst með gleði og hlýju inn á heimili okkar. Styrkur þinn og ákveðni hvatti okkur til að gera bet- ur. Þó þú sért horfin á braut þá gleymist þú ekki, andi þinn lifir með mér. „Það sem lirfan upplifir sem endalok, er einungis upphafið fyrir fiðrildið“. John E. Biebelhausen. HINSTA KVEÐJA Það er erfitt að hugsa um Þorkel án Helgu. Í okkar huga eru þau nánast eitt, Þorkell og Helga. Samrýndari og sam- hentari hjón er ekki hægt að hugsa sér. Samheldni þeirra kom skýrt fram í veikindum Helgu þegar Þorkell annaðist hana bet- ur en hægt er að gera sér í hug- arlund. Síðastliðið sumar fórum við saman á óperuhátíð í Bayreuth í Þýskalandi. Við bjuggum öll í stórri íbúð í litlu sveitaþorpi fyrir utan bæinn, héldum þar heimili og deildum daglegum kjörum milli þess sem við ókum í bæinn og nutum óperusýninganna. Þær urðu svo efni mikilla samræðna þegar heim var komið. Þá reidd- um við í sameiningu fram máls- verð úr staðgóðu, þýsku hráefni og drukkum afbragðs þýsk vín með. Máltíðin örvaði samræðurn- Helga Ingólfsdóttir ✝ Helga Ingólfs-dóttir fæddist í Reykjavík 25. janúar 1942. Hún lést á Landspítalanum 21. október 2009 og var jarðsungin frá Hall- grímskirkju í Reykja- vík 2. nóvember. ar svo að innfæddum nágrönnum þótti nóg um og bönkuðu einu sinni í vegg og hróp- uðu: „Ruhe, end- lich!“ Helga sagði það einn helsta kost Wagners, að sínu mati, hvað hann semdi tæra og ein- falda tónlist sem birti grunntilfinning- ar mannsins. Út- skýringar hennar kenndu okkur að hlusta á nýjan hátt og njóta bet- ur. Því miður leyfði heilsa Helgu henni ekki að njóta ferðarinnar sem skyldi en hún talaði um hvað henni þótti vænt um að sjá hvað Þorkell naut sín í félagi gömlu skólabræðranna. Það gladdi hana innilega. Við erum þakklát fyrir þessa viku sem við bjuggum sam- an, Helga og Þorkell, Sigurður Steinþórsson og við tvö. Við mun- um varðveita hana í minningun- um. Missir Þorkels er mikill, þau Helga hafa fylgst lengi að og ver- ið óvanalega nánir förunautar. Við samhryggjumst Þorkeli inni- lega við fráfall Helgu. Eggert og Ragnhildur. ✝ Ástarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, mágs og frænda, KRISTINS ARNAR FRIÐGEIRSSONAR, Barðastöðum 35, Reykjavík. Guðbjörg E. Andrésdóttir, Friðgeir Sv. Kristinsson, Guðmundur Friðgeirsson, Hildur Björk Hafsteinsdóttir, Margrét Friðgeirsdóttir, Daníel Örn Guðmundsson, Kári Steinn Guðmundsson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GÍSLA BÚASONAR, Ferstiklu, Hvalfjarðarstönd. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-deildar Sjúkrahúss Akraness. Helga Gísladóttir, Ketill Bjarnason, Margrét Gísladóttir, Axel Jónsson, Ásta Björg Gísladóttir, Örlygur Stefánsson, Búi Gíslason, Harpa Hrönn Davíðsdóttir, Erla Gísladóttir, Baldur Gíslason, Vilhjálmur Gíslason, Bára Valdís Ármannsdóttir, Guðmundur Gíslason, Sigurlaug Gísladóttir og afabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra bróður, mágs og frænda, PÉTURS ANDERSEN frá Hásteinsvegi 27, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Vestmannaeyja og starfsfólki Hraunbúða fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Jóhanna Andersen, Óskar Þórarinsson og systrabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.