SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 49

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 49
5. september 2010 49 Á sýningunni Með viljann að vopni – Endurlit 1970-1980, eru verk 27 listakvenna. Þær eru: Anna Þóra Karlsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Ásgerður Búadóttir, Ásta Ólafsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Edda Jónsdóttir, Edda Óskarsdóttir, Elísabet Haraldsdóttir, G. Erla (Guðrún Erla Geirs dóttir), Hildur Hákonardóttir, Jóhanna Bogadóttir, Margrét Jónsdóttir, Messíana Tómasdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Róska (Ragnhildur Ósk arsdóttir), Rúna (Guðrún Þorkels dóttir), Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir), Rúrí, Sigrún Eldjárn, Sigrún Sverrisdóttir, Steinunn Bergsteinsdóttir, Steinunn Marteinsdóttir, Svala Sigurleifsdóttir, Valgerður Bergsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Þorbjörg Þórðardóttir. lega upp undir hundrað. Þetta er því ekki endanleg úttekt á listrænni starf- semi íslenskra kvenna á þessum tíma. En þetta er sögulegt yfirlit því það er komin ákveðin tímafjarlægð á myndlist kvenna frá þessu tímabili og hægt er að skoða hana af meira hlutleysi en áður. Ég hef lagt áherslu á að flestar list- greinar séu sýnilegar: málverk, vefn- aður, grafík, ljósmyndir, gjörningar. Þarna eru til dæmis ljósmyndir af gjörningi sem Rúrí framdi árið 1974 í Lækjargötunni, þegar hún braut niður gylltan Benz með sleggju. Hins vegar eru engar höggmyndir á sýningunni og það væri vert að gera höggmyndagerð kvenna skil á sérstakri sýningu.“ Kvennapólitísk list Eru verkin á sýningunni áberandi pólitísk? „Ég var ekkert sérstaklega að leita eftir pólitískum verkum. En þar sem konurnar unnu undir áhrifum frá fem- ínismanum þá er list þeirra kvenna- pólitísk. Rauðsokkurnar voru að berj- ast fyrir afar merkilegum málum þótt þær væru mjög umdeildar. Í dag teljast baráttumál þeirra til sjálfsagðra mann- réttinda. Þessi barátta skilaði sér í list- sköpun kvenna og inn í hana blandast oft heimspólitík og barátta gegn her- stöðinni á Miðnesheiði. Þannig skír- skotun má til dæmis sjá hjá Hildi Há- konardóttur í teppinu hennar, Ísland úr NATÓ.“ Hvernig er staða íslenskra lista- kvenna í myndlist nútímans? „Hún er sterk. Í dag eru konur um 75 prósent af listamönnum í SÍM, en kannski eru þær ekki eins sýnilegar og þær ættu að vera. Safneign Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur ætti vitaskuld að endurspegla þetta hlutfall en gerir það ekki, sem er mjög miður.“ Róska, Lifi frelsið, 1973 Hrafnhildur Schram „Þetta er sögulegt yfirlit því það er komin ákveðin tímafjarlægð á myndlist kvenna frá þessu tímabili og hægt er að skoða hana af meira hlutleysi en áður.“ 27 lista- konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.