Morgunblaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010 Við reynum að fara yfir allan skalann, í boði eru bæði vel listrænar myndir og svo fjölskyldu- og afþreyingarmyndir 32 » LJÁÐU okkur eyra“ er heiti raðar hádegistónleika sem haldnir verða næstu 13 mið- vikudaga í Fríkirkjunni í Reykjavík. Fyrstu tónleikar raðarinnar verða í hádeginu í dag. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa í 30 mínútur. Uphafsmaður þessarar tón- leikaraðar er Gerrit Schuil, píanóleikari og hljómsveitar- stjóri, og fær hann til sín gest á hverjum tón- leikum sem er einskonar leynigestur, þ.e. enginn fær að vita fyrirfram hver gesturinn verður. Allir gestirnir sem koma fram eru í fremstu röð ís- lenskra tónlistarmanna. Aðgangseyrir er enginn en frjáls framlög þegin. Tónlist „Ljáðu okkur eyra“ í Fríkirkjunni Fríkirkjan NÚ fer hver að verða síðastur til að sjá sýningu á ljósmyndum André Kertész í Ljós- myndasafni Reykjavíkur, en hann var óumdeilanlega einn mesti meistari ljósmyndasög- unnar. Sýningunni lýkur næst- komandi sunnudag, 17. janúar. Sýningin nefnist André Kert- ész: Frakkland – landið mitt og kemur frá hinu virta Jeu de Paume safni í París. Á sýning- unni eru myndir sem hinn ungverski Kertész tók í Frakklandi áratugina fyrir síðari heimsstyrjöld. Ljósmyndasafn Reykjavíkur er að Tryggvagötu 15, á 6. hæð. Opið er virka daga frá 12-19 og frá kl 13-17 um helgar. Aðgangur er ókeypis. Ljósmyndun Sýningu á verkum Kertész lýkur senn Ein heimskunnra ljósmynda Kertész. Í TILRAUNASTOFU þeirra Halls Ingólfssonar, Jóns Páls Eyjólfssonar og Jóns Atla Jónassonar í Borgarleikhúsinu er nýtt leikrit þeirra, Góðir Ís- lendingar óðum að taka á sig mynd. Það verður frumsýnt 22. janúar. Í verkinu er glímt við hrunið og áhrifin á samfélagið. Höfundarnir biðla til fólks að taka gluggaumslögin sín með sér í Kringluna og skilja þau eftir í leikhúsinu, en þannig getur fólk veitt gluggaumslögunum fram- haldslíf á fjölum Borgarleikhússins. Í andyrinu hefur verið komið fyrir póstkassa merktum Góð- um Íslendingum og er fólk beðið um að leggja um- slögin sín þar í. Leikhús Óska eftir að fá gluggaumslög Borgarleikhúsið Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞAÐ var mjög góð tilfinning og mjög gaman að hafa alla Sinfóníuhljómsveitina á bak við sig á æfingu í morgun,“ segir Matthías Sigurðsson klarínettuleikari. Hann er annar tveggja ungra einleikara sem koma fram með Sin- fóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Bernharðs Wilk- insons, á tónleikum annað kvöld. Í einleikarakeppni hljómsveitarinnar og Listaháskólans í nóvember voru þau Matthías og Helga Svala Sigurðardóttir flautuleik- ari úrskurðuð hæf til að koma fram með hljómsveitinni. Þau eru nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík. Matthías leikur Klarínettukonsert nr. 2 eftir Weber. „Ég er búinn að vinna með hann í eitt og hálft ár, þannig að það fer varla mikið úrskeiðis,“ segir hann. „Ég spilaði hann líka í nóvember með hljómsveit Tónlistarskólans.“ Helga Svala mun leika flautukonsert eftir Jacques Ibert og segist ekki vitund stressuð, heldur njóti hún sín á sviðinu með hljómsveitinni. „Ég hef verið að leika konsertinn síðan í maí og lék hann allan í keppninni í nóvember,“ segir hún. „Hann hefur breyst nokkuð hjá mér síðan, enda er ég búin að vinna mikið í honum.“ Samið upp úr prjónauppskrift Á tónleikunum verða einnig leikin ný verk eftir ung tónskáld, Þórdísarhyrna, 1.-12. umferð, eftir Þórdísi Bjarnadóttur og Dreymi eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur. „Þórdísarhyrna, 1.-12. umferð, er samið upp úr prjónauppskrift, fyrstu 12 umferðunum í sjali sem er í bókinni „Þríhyrnur og langsjöl“ eftir Sigríði Halldórs- dóttur,“ segir Hafdís. „Verkið hljómar eins og Sinfón- íuhljómsveitin sé að prjóna þetta sjal. Áheyrandinn fær á tilfinninguna að eitthvað sé að myndast. Það eru efni, áferð og mynstur.“ Anna segir að verk sitt, Dreymi, sé innblásið af nátt- úru og flæði. „Stór hluti verksins er byggður á öðrum hljóðum en hefðbundnum tónum, hljóðheimurinn flæðir saman við einskonar stef. Það er mér ástríða að vinna með þennan stóra hljóð- heim sinfóníuhljómsveitarinnar,“ segir hún. Hannyrðir og náttúra  Ný verk eftir ung íslensk tónskáld flutt á tónleikum Sinfóníunnar á morgun  Ungir hljóðfæraleikarar, sem stóðu sig vel í einleikarakeppni, fá að spreyta sig Morgunblaðið/Heiddi Einleikarar og tónskáld Helga Svala Sigurðardóttir flautuleikari, tónskáldin Hafdís Bjarna- dóttir og Anna S. Þorvaldsdóttir, og Matthías Sigurðsson klarínettuleikari. MYNDLISTARMENN hafa síðustu áratugi unnið mikið með innsetningar, en fyrir mér er þetta fagurfræðileg upplifun sem er gömul hugsun. Að listin eigi að vera hvíld frá hvers- dagsleikanum,“ sagði Ingunn Fjóla Ingþórs- dóttir myndlistarmaður í gær. Hún var þá önnum kafin við að strengja garn og girni í viðamikið myndlistarverk sitt, Ljósbrot, í Sverrissal Hafnarborgar en sýning á því verð- ur opnuð á laugardaginn. „Í þessu verki er verið að skynja og skoða. Þetta snýst um upplifun hvers og eins,“ segir hún. Þegar Ingunn Fjóla er beðin um að lýsa verki sínu segir hún það vera einskonar völ- undarhús úr girni og garni. „Þetta eru tíu veggir sem mætast, tveir og tveir, og mynda leið gegnum rýmið. Girnið og garnið eru þrædd lárétt á álstaura sem ná alveg upp í loft. Efnin eru í mismunandi litum þannig að þegar gengið er um rýmið þá blandast litirnir. Garnið sést vel og hefur nærveru en girnið er nánast gegnsætt; það verður skynbrenglun og áreiti á augað.“ Ferðalag um völundarhús Ingunn Fjóla lauk námi við Listaháskóla Ís- lands árið 2007 en hafði áður numið málaralist og listasögu í Árósum. Hún hefur áður skapað skynvilluheima í myndverkum sínum. „Ég gerði svipað verk í Þýskalandi fyrir nokkrum árum, úr girni og garni, en rýmið var allt öðruvísi. Þetta verk er stílhreinna að öllu leyti. Ég hef líka gert rýmisverk með mál- verkum á uppreistum spónarplötum; lokaverk- ið mitt úr Listaháskólanum var völundarhús- armálverk sem gengið var inní.“ Völundarhúsið heillar því sýnilega. „Já, völundarhús eru oft geómetrísk og leið- in afmörkuð. Það finnst mér áhugavert. Þá hefur völundarhús táknræna merkingu: ferða- lag að einhverju sem leitað er að í lífinu. Ég er ekki endilega að vinna með það heldur einfald- lega að búa til leið.“ Verkið er flókið í uppsetningu. „Það eru um 1.000-1.200 metrar af efni í hverjum vegg og þeir eru tíu, þannig að þetta eru á milli 10 og 12.000 metrar af girni og garni. Búið er að bora 6000 göt í prófílana og setja í þau 6.000 nagla. Verkið er unnið sérstaklega inn í þetta rými, miðað við hlutföllin í salnum, þannig að það fer aldrei upp nákvæmlega eins annarsstaðar. Ég er að vinna með upplifun hér og nú. Þetta er ekki varanlegt verk sem hægt er að taka með sér og hengja upp fyrir ofan sófa.“ 10 til 12.000 metrar Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir skapar umfangsmikla innsetningu úr girni og garni í Hafnarborg Morgunblaðið/RAX Vefur settur upp „Verkið er flókið í uppsetningu,“ segir Ingunn Fjóla. 6.000 göt voru boruð. HIN stóra sýning á verkum Ólafs Elíassonar, Take Your Time, sem hefur á síðustu misserum verið sett upp í Lund- únum og New York, var í des- ember opnuð í samtímalistasafn- inu í Sydney í Ástralíu, Museum of Contemporary Art. Fjölmiðlar þar syðra hafa tekið sýningunni fagnandi og hefur ítrek- að verið talað um hana sem „sam- tímalistviðburð ársins“ í safnalífinu þar í landi. Gagnrýnendur hafa vísað í að Ólafur sé að hluta alinn upp hér á landi og að dramatísk íslensk nátt- úra og margbreytilegt veðurfarið hafi ómæld áhrif á listina. Gagnrýnandinn John Matthews segir að þessa dagana sé safnið bað- að fágætri birtu og töfrum. Sýningin hreyfi við gestum, hún sé greindar- leg en um leið skemmtileg og að- gengileg. „Verkin eru raunveruleg og traust, þau eru ekki um brögð eða sjónrænar blekkingar, heldur raun- verulegar upplifanir og tilfinningar,“ skrifar hann. Fágæt birta og töfrar Sýning Ólafs vekur athygli í Sydney Ólafur Elíasson FRANSKI kvikmyndaleikstjórinn Eric Rohmer er látinn, 89 ára að aldri. Hann var í framlínu frönsku nýbylgjunnar svokölluðu, ásamt skólabræðrum sínum Truffaut og Godard, og frægur fyrir kvik- myndir á borð við „Ma nuit chez Maud“ og „Le genou de Claire“, myndir sem iðulega fjalla um flækjurnar í samböndum fólks í nútímanum. Árið 2001 hlaut Rohmer Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum, fyrir afrek sín á fimm ára- tuga ferli. Síðasta kvikmynd Rohmers, „Romance of Astree and Cela- don“, var frumsýnd árið 2007. Eric Rohm- er látinn Sigurvegarar úr einleikarakeppni Sin- fóníuhljómsveitarinnar og Listaháskóla Ís- lands koma fram á Sinfóníutónleikum ann- að kvöld, fimmtudagskvöldið 14. janúar. Einleikarakeppnin fór fram í Háskóla- bíói í nóvember síðastliðnum. Ellefu nem- endur tóku þátt og dómnefn úrskurðaði tvo hæfa til að koma fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni. Það eru þau Helga Svala Sigurðardóttir flautuleikari, sem leikur flautukonsert eftir Jacques Ibert, og Matthías Sigurðsson klarínettuleikari, sem flytur klarínettukonsert nr. 2 eftir Carl Maria von Weber. Bæði eru nemendur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þá munu tvö ný verk ungra tónskálda hljóma á tónleikunum annað kvöld. Þórdísarhyrna, 1. - 12. umferð, sem er eftir Hafdísi Bjarnadóttur og Dreymi eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Ungir einleikarar og tónskáld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.