Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010
Hin fjölmenna og mjög svo geð-
þekka hljómsveit Útidúr heldur út-
gáfutónleika í Iðnó í kvöld í tilefni
af útgáfu fyrstu breiðskífu sveitar-
innar, This Mess We’ve Made. Plat-
an verður flutt í heild sinni og fær
Útidúr liðstyrk frá vel völdum
hljóðfæraleikurum til að gera
hljómmikilli skífunni almennileg
skil.
Útidúr fagnar útgáfu
This Mess We’ve Made
Fólk
Ómar Guðjónsson gefur út sína þriðju plötu núna í
vikunni en síðasta platan hans, Fram af, fékk Tón-
listarverðlaunin árið 2009 sem besta plata ársins í
djassflokki. Ómar mun fara í tónleikaferð í kring-
um landið vegna útgáfunnar og hefst ferðin í dag.
„Já, við keyrum norður á Akureyri og munum
byrja þar,“ segir Ómar. „Á fimmtudaginn verðum
við á Siglufirði og föstudaginn á Seyðisfirði. Á
laugardaginn munum við spila á Höfn en á þriðju-
deginum þar á eftir verða útgáfutónleikarnir í
Reykjavík á Nemaforum/Slippsalnum, en Valgeir
Guðjónsson er með þetta tónleikapláss við hliðina
á Hamborgarabúllunni og er það alveg upplagt til
tónleikahalds,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki
sé pláss í bílnum fyrir hringferðina segir hann að
það verði ekki svo mikið sem þversentimetri laus í
bílnum. „Við erum búnir að máta tvö trommusett í
bílinn og rétt komumst sjálfir fyrir. Þetta er svona
jökla-Land Rover með 38 tommu dekk. Það þýðir
ekkert minna þegar maður fer svona seint í hring-
ferð. Ég á góðan vin sem vinnur við það að keyra
ferðamenn upp á jökul og rekur þennan bíl. Þann-
ig að við erum í góðum höndum og þarf vonandi
ekki að hringja út björgunarsveitirnar út af þessu
ævintýri okkar.“
Ómar lýsir sjálfur tónlist sinni sem blöndu af
djass, poppi og rokki. „Einhver klessa af þessu
þrennu,“ segir hann. „Ég leita í smiðju hippa
rokksins, en er líka aðdáandi Elvis Costellos og
Neils Youngs. En lögin mín eru ósungin og þess
vegna verður þetta alltaf stimplað sem djass,“
segir Ómar. borkur@mbl.is
Ómar túrar um landið á jöklajeppa
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Djassaður Ómar spilar lögin án söngvara.
Backyard í góðum mál-
um í Kaupmannahöfn
Heimildarmyndin Backyard var
sýnd á alþjóðlegu heimildar-
myndahátíðinni CPH:DOX í Kaup-
mannahöfn síðastliðna viku. Mynd-
in keppti í flokknum Sight & Sound
og hlaut sérstök aukaverðlaun há-
tíðarinnar, en þau eru veitt í sam-
vinnu við TV5 Monde í Frakklandi.
Backyard fékk þau verðlaun vegna
frumlegrar framsetningar. Myndin
vakti mikla athygli gesta hátíð-
arinnar og var stemningin í há-
marki á sunnudagskvöldinu, þegar
Backyard-hópurinn bauð í sérstaka
veislu. Í tilefni af þátttöku mynd-
arinnar á hátíðinni kom hljóm-
sveitin Hjaltalín fram á lokakvöldi
hennar og spilaði fyrir fullum sal
undir vídeóverkum Sögu Sigurðar-
dóttur og Hildar Yeoman.
Kiddi Bigfoot er án efa þekktasti
plötusnúður landsins en hann hefur
spilað nær sleitulaust frá 15 ára
aldri. Kiddi hefur nú gengið til liðs
við Kanann FM100.5 og öll laugar-
dagskvöld á Kananum verða núna
sérvalin og keyrð áfram af Kidda
Bigfoot.
Kiddi Bigfoot kemur á
Kanann FM100.5
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Grapewire ætlar að opna netsíðu
sem mun auðvelda aðgang almenn-
ings að tónlist og starfa í anda
Smekkleysu; heimsyfirráð eða
dauði. Nú gætu sumir haldið að hér
væri um síðu að ræða sem byði upp á
enn fleiri lög til niðurhals en svo er
ekki. „Nei, við höfum einmitt horft
upp á netsíðurnar koma upp í röðum
sem bjóða upp á milljón lög, tíu millj-
ón lög, fimmtán milljón lög … og það
er allt saman fínt ef þú hefur tíma og
getu til að gramsa í þessu og finna
réttu lögin. En við veltum upp
spurningunni hvers vegna útvarpið
lifir enn jafnöflugu lífi þrátt fyrir alla
þessa valkosti á netinu og niðurstaða
okkar er sú að fólk vanti hjálp við að
prógrammera dagskrána fyrir sig og
það ætlum við að gera á þessari
síðu,“ segir Daddi sem er fram-
kvæmdastjóri verkefnisins en að því
koma margir þekktustu tónlist-
armenn landsins með Einar Örn
Benediktsson í broddi fylkingar sem
stjórnarformann. „Til að setja hlut-
ina í samhengi þá var umboðsmaður
Stevies Wonders hér á landinu um
daginn og hann sagði okkur að Sam-
tök flytjenda og eigenda hljóðrita í
Bretlandi skráðu 12.500 ný hljóðrit í
hverri einustu viku. Það verður æ
mikilvægara að einhver síi út fyrir
þig það sem hentar. Það sem við
töldum mikilvægt að gera var að
pæla í því hvenær fólk neytti tónlist-
ar. Það stendur eitthvað til eða það
er einhver tilfinning í gangi og þú
vilt annaðhvort ýta undir hana eða
ýta henni frá þér. Ef þú ert að leita
að ró, af hverju er þá ekki flokkur
sem heitir Ró? Ef þú vilt rokkpartí
þá á að vera flokkur sem heitir
Rokkpartí. Það er þetta sem við vilj-
um gera og fá færustu tónlistar-
mennina til að flokka þetta,“ segir
Daddi en síðan verður opnuð núna á
föstudaginn, hinn 20. nóvember.
Tónlistarnetsíða fer
í samkeppni við útvarpið
Morgunblaðið/Eggert
Barátta Eftir stórsigur í borginni stefnir Einar Örn á stórsigur á netinu.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Mojito nefnist nýtt leikverk eftir leik-
skáldið og leikstjórann Jón Atla Jón-
asson sem frumsýnt verður í kvöld í
Tjarnarbíói. Í verkinu segir af tveim-
ur mönnum sem hittast fyrir tilviljun
og fer annar þeirra að rifja upp heim-
sókn sína á indversk/pakistanskan
veitingastað í Reykjavík en sú heim-
sókn endaði með slagsmálum, gráti
og gnístran tanna. Í tilkynningu um
verkið segir að spurningin sé sú
hvort ískaldur Mojito nægi til að
kæla blóðið eitthvað niður og jafn-
framt að í verkinu sé fjallað um gild-
ismat síðustu ára, gildismat góðæris-
ins og hvaða gjald það feli í sér fyrir
þá sem aðhyllist það. „Hér þarf að
rifja upp veisluna og gera ákveðin
reikningsskil,“ segir einnig í lýsingu
á verkinu en Jón Atli stýrir leik-
urunum Stefáni Halli Stefánssyni og
Þóri Sæmundssyni í því.
Enginn vandlætingartónn
Blaðamaður ræddi við Jón Atla í
gær og spurði hann fyrst að því hvort
hann hefði mikið dálæti á hanastélinu
góða, Mojito. „Nei, nei, ekkert sér-
staklega, titillinn vísar beint í verkið.
Það sem er áhugavert við þetta er að
nánast hver einasta þjóð á sína út-
gáfu af Mojito. Í Frakklandi getur
maður fengið bæði Black og White
Mojito, það er til Brómberja-Mojito
og er ekki íslenska útgáfan Flajito úr
Flatey?“ svarar Jón Atli. Svarið er
jú, boðið hefur verið upp á Flajito á
Hótel Flatey en í drykkinn er sett
skessujurt í stað myntulaufs.
En hanastélið sem slíkt þarf ekki
að ræða frekar og talið berst að efni
leikritsins. Jón Atli segir að vissulega
virki það þurrt og alvarlegt og sé það
að vissu leyti. Kreppan sem skall á í
kjölfar efnahagshrunsins hafi ekki
aðeins verið efnahagsleg heldur líka
hugmyndafræðileg. Hann sé þó ekki
að predika neitt í Mojito eða tala í
vandlætingartóni. „Þetta er í raun
það sem Ionesco talaði um í leikhús-
inu, að það væri „metaphysical“ að
því leyti að það væri hægt að kanna
ystu mörk einhvers ákveðins raun-
veruleika. Það er alltaf spennandi,
held ég. Ég hef alveg gerst sekur
sjálfur um vissa hegðun sem er sýnd í
verkinu, eins og við öll bara, að ein-
hverju leyti. Ég er ekkert að ausa
skömmum yfir einhverja útrásarvík-
inga, þetta er ekki þannig verk, ég
held við græðum ekkert á því,“
segir Jón Atli.
Landið og ástandið
-Þetta ástand hefur
verið þér hugleikið, þú
hefur gert tvö verk með
Mindgroup-hópnum
sem tengjast þessu,
ekki satt?
„Jú, við gerðum sýn-
ingu sem hét Þú ert hér
sem fjallaði í raun og
veru um réttlætingu út-
rásarvíkinganna og um-
ræðuna eins og hún birt-
ist okkur, bæði hjá stjórnmála-
mönnum og í viðskiptalífinu. Svo
gerðum við Góða Íslendinga sem
fjallar meira um ástand þjóðar á
þessum tímum, eftir hrun. Það er
svolítið erfitt að horfa framhjá því,“
segir Jón Atli. Viðfangsefnið sé af-
skaplega stórt, þ.e. efnahagshrunið
og ástandið í landinu eftir hrun, og
menn virðist skiptast í tvo flokka
þegar komi að því; annaðhvort haldi
þeir áfram að skrifa eins og ekkert
hafi gerst eða ávarpi fílinn í herberg-
inu. „Oftar en ekki er minn efniviður
íslenskur samtími og hvernig hann
birtist okkur,“ segir Jón Atli. „Það er
rosalega erfitt að gera samtímalist án
þess að taka með í reikninginn landið
sem þú átt heima í og ástandið sem
ríkir þar,“ bætir hann við. Jón Atli
bendir að lokum á að hann hafi einnig
gert sýningar um góðærið, þegar það
stóð yfir, en enginn hafi nennt að
mæta á þær. Fólki hafi þótt þetta
óttalegt rugl í honum.
Nær ískaldur Mojito að kæla blóðið?
Jón Atli Jónasson segist ekki vera að predika í nýjasta leikverki sínu, Mojito
Morgunblaðið/Kristinn
Slakir Þórir Sæmundsson, annar leikarana, og Jóni Atli. Að baki þeim er Jóhann Bjarni Pálmason, ljósameistari.
Jón Atli hefur samið fjölda leik-
rita fyrir ólíka leikhópa og leik-
hús, m.a. Brim fyrir Vestur-
port og Rambó 7 fyrir
Þjóðleikhúsið. Þá hefur hann
einnig samið verk fyrir CampX
leikhúsið í Kaupmanna-
höfn og er einn af stofn-
endum Mindgroup, sam-
taka leikhússfólks sem
vinnur að tilraunakenndri
leiklist. Einleikur Jóns
Atla, Djúpið var tilnefndur
til þrennra Grímuverðlauna
í ár. Ingvar E. Sigurðsson lék
sjómann í því verki.
Iðinn við
kolann
ÚR FERILSKRÁNNI
Ingvar E.
Sigurðsson