Morgunblaðið - 16.03.2011, Blaðsíða 1
KÖRFUBOLTI
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
Henning Freyr Henningsson, fyrr-
verandi landsliðsþjálfari kvenna í
körfuknattleik og núverandi þjálfari
Hauka, er sannfærður um að KR
eigi enn erfiðari viðureign fyrir
höndum gegn Keflavík þegar ljóst er
að Margrét Kara Sturludóttir verð-
ur ekki með KR vegna leikbanns.
Liðin eigast við úrslitakeppninni um
Íslandsmeistaratitilinn.
„Fyrirfram er Keflavík með betra
lið en án Köru eiga þær engan
möguleika. Ég er þeirra skoðunar að
hún sé hjartað og sálin í KR-liðinu
þannig að ég tel það næsta útilokað
að þær komi til baka eftir tvo tap-
leiki gegn Keflavík,“ segir Henning
sem er sannfærður um að Keflavík
vinni fyrstu tvo leikina í fjarveru
Margrétar Köru. „Þetta hefur alvar-
legar afleiðingar fyrir KR á þessu
tímabili og þær munu detta út. Ég sé
enga fylla skarð Köru hjá KR.“
Alltof vægur dómur
Margrét Kara hlaut tveggja leikja
bann fyrir óíþróttamannslega fram-
komu í síðasta leik liðsins gegn
Haukum, liðinu sem Henning þjálf-
ar. Henning er ekki sáttur með störf
aganefndarinnar en þar kemur eft-
irfarandi fram:
„Eftir að bil hafði myndast milli
leikmannanna sveiflaði leikmaður
nr. 9 (Margrét Kara Sturludóttir)
hjá KR útréttri hægri hendi með
krepptum hnefa af miklu afli sem
lenti harkalega á kjálka leikmanns
Hauka þannig að höfuð hans kipptist
til og hann féll í gólfið.“
Í ljósi þessa og þeirrar stað-
reyndar að hann var vitni að atvik-
inu er Henning undrandi. „Mér
finnst dómurinn alltof vægur. Þó svo
að Kara sé frábær íþróttamaður er
ég þeirrar skoðunar að ekki sé hægt
að verja gjörðir hennar. Því hefði
mér þótt eðlilegt að hún fengi fjóra
til fimm leiki í keppnisbann. Þetta
var tilefnislaus árás sem verður að
taka alvarlega.“
Þá á aganefndin að segja af sér
Spurður að því hvort tímasetn-
ingin gæti haft áhrif á dóminn þar
sem komið er fram í úrslitakeppnina
sagði Henning: „Ef svo er þá á öll
aganefndin að segja af sér.“
Það ber að taka fram að í vörn KR
fyrir aganefndinni er ósjálfráðum
viðbrögðum Margrétar Köru borið
við og það ekki sagt hafa verið ætlun
hennar að slá til leikmanns Hauka.
Morgunblaðið/Kristinn
Úr leik? Margrét Kara gæti hafa
leikið sinn síðasta leik í vetur.
Án Köru á KR ekki möguleika
Hjartað og sálin í liðinu, að sögn Hennings Tveggja leikja bannið KR dýrt?
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2011
íþróttir
Íþróttir
mbl.is
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Við spiluðum alveg frábærlega á
föstudaginn og komumst í úrslita-
leikinn í okkar riðli þrátt fyrir að
tvær úr byrjunarliðinu væru
meiddar. Við vorum mjög spenntar
og töldum okkur vera tilbúnar í
slaginn en það virtist ekki vera því
við lentum 2:16 undir í úrslita-
leiknum. Okkur tókst þó að vinna
okkur inn í leikinn og knúðum fram
framlengingu. Vörnin var góð og
við héldum þeim í 12 stigum skor-
uðum í síðari hálfleik. Því miður
duttu skotin ekki hjá okkur og þess
vegna tókst okkur ekki að klára
dæmið,“ sagði Helena Sverrisdóttir
þegar Morgunblaðið náði tali af
henni.
Helena og samherjar hennar í
TCU-skólanum í Dallas voru aðeins
einum leik frá því að komast í 64-
liða NCAA-úrslitakeppnina í banda-
ríska háskólakörfuboltanum en töp-
uðu fyrir Utah-skólanum eftir fram-
lengingu í umræddum leik.
Vilja spila sem lengst
Í fyrra fékk TCU boð um að
keppa í úrslitakeppninni fyrir góðan
árangur í riðlinum en riðlarnir eru
settir saman eftir staðsetningu skól-
anna og því missterkir. TCU fékk
hins vegar ekki boð að þessu sinni
en mun þess í stað taka þátt í ann-
arri keppni sem kallast WNIT. Hún
fer fram samhliða NCAA og er
byggð upp á sama hátt. Glæsilegum
háskólaferli Helenu er því ekki lok-
ið ennþá.
„Einungis þessi tvö mót eru í boði
eftir hefðbundið tímabil og fyrst við
komumst ekki í úrslitakeppnina þá
er gott að komast í þessa keppni.
Sú staðreynd að við erum ennþá að
spila, en ekki farnar í sumarfrí, er
jákvæð og við reynum að fara eins
langt og kostur er. Við höfum spilað
saman undanfarin ár og með sama
þjálfarann. Okkur langar því ein-
faldlega að spila saman sem lengst
og það er leiðinlegt að sá tími sé
brátt á enda,“ sagði Helena enn-
fremur við Morgunblaðið.
Gott að komast í þessa keppni
Helena heldur áfram að spila með TCU þó að liðið sé úr leik í háskólakeppninni
Áfram Helena Sverrisdóttir á fullri
ferð í leik með TCU háskólanum.
Kvennalið KR í knattspyrnunni
hefur samið við bandarískan leik-
mann að nafni Kathleen Smith.
Hún er varnarmaður og getur
bæði spilað sem miðvörður og í
báðum bakvarðastöðunum. Kat-
hleen hefur verið á reynslu hjá
KR og var ákveðið að semja við
hana en hún er 24 ára. Kathleen
kemur frá Arizona State-
háskólanum í Bandaríkjunum en
áður spilaði hún með Berkeley-
háskólanum í Kaliforníu þar sem
Katrín Ómarsdóttir spilar núna.
„Hún passar mjög vel inn í hóp-
inn. Okkur vantaði einhverja sem
gæti spilað alla línuna aftast og
hún getur það. Ég er ekki með
stóran hóp þannig að hún nýtist
okkur vel,“ sagði Björgvin Karl
Gunnarsson, þjálfari KR.
Þá hefur félagið einnig samið
við Elisu Berzins sem er samlanda
Kathleen. Berzins spilar á miðj-
unni og er mikill íþróttamaður að
sögn Björgvins Karls. Hún kemur
frá Iowa-háskólanum. omt@mbl.is
Tvær nýjar í
raðir KR-inga
Reuters
Hetjan Javier Hernández, framherjinn marksækni frá Mexíkó, sá um að koma Manchester United í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í
gærkvöld en hann skoraði bæði mörk liðsins þegar það lagði Marseille, 2:1, í seinni leiknum á Old Trafford. Hér fagnar hann seinna markinu. »2
Ungt lið Ólafur Jóhannesson teflir fram ungu landsliði gegn Kýpurbúum í Nicosia. Tíu leik-
menn úr 21-árs landsliðinu í hópnum en Eiður, Brynjar, Veigar og Árni voru ekki valdir. 3