Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 72

Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 72
Lára Magnúsardóttir íslendingar á 18. öld Um veraldlegar hliöar mannlífsins Það er einsog karlinn sagði, þunnar traktéringar að láta menn þrœla nótt og dag alla sína œvi, hafa bvorki í sig né á ogfara svo til helvítis á eftir. Halldór Laxness: Satka Valka Á pví tímabili sem kennt er við upplýsingu í íslenskri sögu, og tekur yfir nokkra áratugi kringum aldamótin 1800, lögðu helstu framá- menn þjóðarinnar mikla áherslu á að mennta alþýðu landsins, enda töldu þeir það eitt stuðla að framförum og þar með velferð þjóð- arinnar. Ekki voru þeir alltaf ánægðir með við- brögð alþýðunnar við spekinni sem þeir höfðu fram að færa og varð tíðrætt um aðferð- ir, ritstíl og þessháttar, sem dygði til að fá fá- vísan almúgann til að lesa uppfræðslurit þeirra og tileinka sér efni þeirra. Þá var oft farið mörgum orðum um eðli og andlegt ástand ís- lendinga og dylst engum, að hrifningin er lítil. Verk þessara manna, menntun þeirra og straumar og stefnur í menningu samtímans geta gefið mynd af hugmyndum þeirra og við- horfum. Öðru rnáli gegnir um alþýðuna, sem þeir skrifuðu um og reyndu að höfða til, því almúgafólk hefur ekki skilið eftir sig ritaðar heimildir að neinu marki fyrir tíma upplýsing- arinnar. Heimildarýrðin á sinn þátt í að lengi hefur tíðkast að fjalla um alþýðu ntanna eins og hún væri einn maður, að hætti heimildar- mannanna, og er þá jafnan alhæft um alþýðu- menningu, alþýðutrú o.s.frv. Fram að upplýsingartímanum hafði is- lenskri alþýðu ekki staðið til boða önnur menntun en sú, sem kirkjan ákvað að hentaði til kristilegrar uþþfræðslu. Með upplýsingunni var á hinn bóginn lögð áhersla á veraldlegar hliðar tilverunnar og upplýstir menn vildu kenna fólki að lesa sér til um búskaparhætti og tækninýjungar og tileinka sér þann fróðleik í daglega lífinu. Gagnrýni upplýsingarfrömuðanna vekur upp spurningar um forsendur almennings til að meðtaka boðskapinn. Hvaða fólk var þetta, sem upplýsingaraldan reið yfir? Var það fært um að líta heiminn öðrum augum en þeim, sem kirkjan haföi boðað í krafti einokunar í aldaraðir? Hvaða þættir mótuðu heimsmynd, hugsanir og atferli íslendinga á 18. öld aðrir en kirkjan?1 Hugmyndastefnur Þrjár meginhugmyndastefnur settu mark sitt á 18. öldina í andlegum efnum. Fyrst ber þar að nefna rétttrúnaðinn, sem var ríkjandi á 17. öld og frant eftir þeirri 18. Um miöja öldina heldur svo píetisminn innreið sína til landsins, en undir lok hennar hefur upplýsingarstefnan mótað hugsun menntamanna æ meira. Þessar þrjár hugmyndastefnur eiga sam- eiginlegt, að helsta markmiö þeirra var að temja almúgann. Flestir ráðamenn vildu að alþýðan hugsaði samkvæmt opinberum fyrir- mælum. Frá siðaskiptum var reynt að koma henni í persónulegt samband við Guð og álit- ið, að það næðist best með hlýðni við kon- ung, fulltrúa hans á jarðríki. Meö þíetisman- um gætti meiri mannúðar og áhersla var lögð á kristilega uppfræðingu, fremur en einhliða boð og takmarkalausar hegningar rétttrún- aðaráranna. Lestrarkennslu var komið á til að innrætingin gengi betur, og að síðustu, þegar upplýsingarhyggjan er komin til sögunnar, var ætlast til þess almúginn notaði lestrar- kunnáttu sína sér til gagns og stuðlaði þannig aö framförum í atvinnuháttum og bættum lífskjörum. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.