Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						GOLF
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
Íslensku landsliðin í golfi sem nú
taka þátt í Evrópumóti áhuga-
manna töpuðu sínum leikjum í gær
í B-riðli. Íslensku konurnar keppa í
Austurríki og töpuðu fyrir Finnum
0:5:4:5. Afrek stelpnanna var hins-
vegar að komast í B-riðil. ?Við vor-
um ótrúlega ánægðar að komast í
B-riðilinn en það gekk ekki alveg
eins vel gegn Finnum í dag [í
gær],? sagði Tinna Jóhannsdóttir.
?Það er ljóst að með þessu tapi
verðum við í neðri helmingi riðils-
ins. Við reynum hinsvegar bara að
ná þrettánda sætinu sem væri þá
besti árangurinn miðað við hvernig
staðan er í dag.? Tinna átti sinn
þátt í góðum árangri liðsins í högg-
leiknum fyrstu tvo dagana. Hún
varð efst íslensku kylfinganna í 30.
sæti. ?Ég var ágætlega sátt með
minn árangur. Ég sló hinsvegar
eins og bjáni seinni daginn og var í
þvílíkum reddingum, en maður
þarf að kunna það líka. Árangurinn
var mjög góður fyrir sjálfs-
traustið,? sagði Tinna kímin. Hún
segir aðstæður í Austurríki frá-
bærar og vonaði á tímabili að ferð-
in tæki ekki enda strax. Íslenska
liðið mætir Ítalíu í dag og síðasti
leikurinn er á morgun. ?Við sáum
að það voru hreyfing á Heklu og
urðum mjög spenntar ef dvölin
myndi lengjast. Sem betur fer fyrir
fólkið heima varð svo ekkert úr
því.? 
Verður ljúft að vinna Ítalíu
Karlarnir voru í góðri stöðu eftir
fyrsta daginn í Portúgal en léku
ekki eins vel á þeim síðari. Þeir
töpuðu svo fyrir Noregi í holu-
keppni 4:1 í B-riðli en Ólafur Björn
Loftsson vann sinn leik. Liðið var
fimm höggum frá A-riðli. ?Auðvitað
var það svekkjandi að við skyldum
ekki spila á fimm höggum betur og
vera í A-riðli.? Ólafi líst vel á að
spila gegn Ítalíu í dag. Vinni Ís-
land er enn von á 13. sætinu sem
tryggir þeim þátttökurétt á EM
2013. ?Það leggst vel í mig. Það
verður ljúft að vinna Ítalíu. Andinn
í hópnum er góður og við viljum
sýna hvað í okkur er spunnið með
því að vinna síðustu tvo leikina.
Markmiðið er þrettánda sætið og
markmiðunum höfum við alltaf náð
á mínum tíma með landsliðinu.? 
?Eins og bjáni seinni daginn? 
L50098 Konurnar fylgdust með hræringum í Heklu L50098 Karlarnir ætla sér 13. sætið
Morgunblaðið/Ómar
Efst Tinna Jóhannsdóttir náði
lengst í höggleiknum í Austurríki.
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011
íþróttir
Sund Ragnheiður Ragnarsdóttir skrifar undir samning við erlent félag eftir heimsmeistaramótið
í Kína. Ætlar að búa sig sem best undir Ólympíuleikana í London. Æfir nú í Singapúr. 2 
Íþróttir
mbl.is
Aron Einar Gunnarsson verður í dag fyrsti ís-
lenski knattspyrnumaðurinn sem gengur til
liðs við félag í Wales. Hann fer í lækn-
isskoðun hjá Cardiff City snemma í dag og
skrifar í framhaldinu undir þriggja ára samn-
ing. Aron staðfesti þetta við Morgunblaðið í
gær.
Cardiff þekkir vel til Arons og hann vel til
velska félagsins, sem hefur verið andstæð-
ingur Coventry í ensku 1. deildinni und-
anfarin ár. Þar hefur Aron nú leikið í þrjú
tímabil og er kominn með á annað hundrað
leiki í þessari sterku deild, en hann hefur átt
fast sæti í liði Coventry og skipað sér þar í
hóp lykilmanna.
Cardiff hefur verið í baráttunni um úrvals-
deildarsæti undanfarin ár og oft þótt sig-
urstranglegt að hausti, en ekki náð að fylgja
því eftir. Dave Jones hefur verið knatt-
spyrnustjóri Cardiff undanfarin sex ár en
honum var sagt upp í vor eftir að liðið tapaði
fyrir Reading í umspili um úrvalsdeildarsætið.
Í hans stað var ráðinn Malky Mackay, fyrrum
landsliðsmaður Skotlands, sem hefur stýrt
Watford í sömu deild undanfarin tvö ár.
Leikmannahópur Cardiff er blanda af Eng-
lendingum, Skotum og Walesbúm, ásamt
nokkrum öðrum. Þekktasti leikmaður liðsins
síðasta vetur var Craig Bellamy, en hann var
í láni frá Manchester City og óvíst um fram-
haldið hjá honum.
Það er líklega ágætt þrep fyrir Aron á hans
ferli að fara frá liði sem er ár eftir ár í barn-
ingi í neðri hluta deildarinnar, og í lið sem
gæti tekið skrefið upp í úrvalsdeildina hve-
nær sem er. Cardiff City er eitt stærsta og
sterkasta félagið í 1. deild og verður eflaust í
toppslag áfram næsta vetur. gummih@mbl.is/
vs@mbl.is
Ljósmynd/Sakis Savvides
Wales Aron Einar Gunnarsson fer á nýjar
slóðir í Cardiff í dag.
Aron fyrstur í velskt félag
L50098 Semur við Cardiff City í dag L50098 Líklega rétt skref á ferli landsliðsmannsins
?Já, það má segja að þetta séu
stærstu verðlaunin mín hingað
til. Ég er mjög ánægð með þetta
en ég ætlaði mér samt að fá gull-
ið. En þetta er allt í lagi,? sagði
Eygló Ósk Gústafsdóttir sund-
kona úr Ægi sem varð í 2. sæti í
200 metra baksundi á Evr-
ópumóti unglinga í Serbíu í gær.
Eygló Ósk synti á nýju Ís-
landmeti, 2:14,95 mínútum og
bætti sitt gamla met frá því í apr-
íl um 30/100 úr sekúndu.
Eygló Ósk sótti mjög hart að
fyrsta sætinu og varð á endanum
aðeins 7/100 úr sekúndu á eftir
Ítalanum Meloni Federica.
?Þetta gekk bara vel. Ég ætlaði
samt að fara hraðar en ég bara
?dó?. Ég var ákveðin í að vinna
hana en það tókst því miður
ekki,? sagði Eygló Ósk sem telur
sig eiga enn meira inni og ætlar
að sýna það þegar á HM kemur í
Kína en það hefst 16. júlí. Eygló
Ósk, sem útskrifaðist úr grunn-
skóla í vor og á því sannarlega
framtíðina fyrir sér, hefur sett
stefnuna á að ná einnig HM-
lágmarki í 100 metra baksundi
og hefur tækifæri til þess í Serb-
íu um helgina. Hún á eftir að
keppa í 50 og 100 metra bak-
sundi, sem og 200 metra fjór-
sundi.
?Ég ætla bara að reyna að
bæta mig í þessum greinum. Það
kemur í ljós hvort ég get keppt
um einhver fleiri verðlaun,?
sagði Eygló Ósk. sindris@mbl.is
Ljósmynd/Aleksandar Djorovic
Met Eygló Ósk Gústafsdóttir í lauginni í Serbíu í gær þegar hún setti Íslandsmetið í 200 metra baksundi.
?Var ákveðin í
að vinna hana?
L50098 Eygló fékk silfur á EM í Belgrad

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4