Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 18

Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 18
BERNARD SHAW Eftir H. G. W E L L S Ég hefi stundum spurt sjálfan mig: Var þessi sjálfhverfa hégóma- girni að einhverju leyti ásköpuð — eða hafði hún læðzt inn í einstak- lega errna (kverulant) sálgerð og tekið hana herskildi? ÉG hefi þekkt George Bernard Shaw náið, síðan ég var um stutt skeið leiklistargagnrýnandi við Pall Mall Gazette fyrir fimmtíu árum. Fyrstu kynni mín af honum urðu með þeim hætti, að ég varð honum eitt sinn samferða úr leikhúsinu. Við komum frá því að sjá leikinn „The Importance of Being Earn- est“ eftir Oscar Wilde. Ég spurði hann hreinskilnislega, hvað honum fyndist um leikritið, og sagði honum jafnframt, hvers vegna mér þætti það ekki nándar nærri eins gott og ég hafði búizt við af Oscar Wilde. Hann svaraði því á töfrandi hátt og deildi af kappi á gamanleikrit samtíðarinnar, og svo var ræða hans kjarnmikil, fersk, hnitmiðuð og sannfærandi, að ég hafði öðlazt töluverða þekking á viðfangsefn- inu, þegar ég settist niður til þess að skrifa um leikinn. Þetta var ekki eina skiptið, sem Shaw lagði eitthvað af mörkum til menntunar minnar. Hann átti síðar eftir að kenna mér að hlýða á tónlist. Heimtaði hann, að ég fengi mér píanólu, svo að ég lærði að þekkja fyrirfr. form og ti'lgang alls þess,sem ég ætlaði að hlusta á, og gæti þess vegna hlustað á tónverk, án þess að vanþekking á hinni flóknu uppbyggingu tón- tækninnar stæði mér fyrir þrifum. En það leið langt á milli kennslu hans í leiklistarrýni og píanólunn- ar, og við höfðum á þeim tíma komizt í skarpa andstöðu í skoð- unum hvor við annan, sem raunar batt okkur traustum vináttubönd- um.Varð ekkert lát á þrefi og orða- hnippingum millum okkar, en báð- ir áttum við sammerkt í því að vera einstaklega hneigðir til þess að vera á öndverðum meið við menn og málefni. Ég var framar öllu öðru líffræð- ingur, en Shaw hafði lífeðlisfræði- legan viðbjóð á líffæralegri starf- semi mannskepnunnar. Hann snerist hatramur gegn henni. Hann uppgötvaði þá kenn- ingu, að undirrót allra kynferðis- rnála væri grimmdin í manninum. Þetta er ég blindur á. Undir niðri var allt þetta við- horf Shaws sprottið af knýjandi þörf hans til að vera í andstöðu og skapa ágreining, sem ég og tel, að hafi verið grundvöllur persónu- leika hans. Hann fullnægði þessari æsingar- þörf sinni með því að vekja ofsa- fenginn ágreining og vinna síðan bug á honum til fullnustu. í þess- ari íþrótt, sem hann iðkaði megnið af ævi sinni, var lionum enginn fremri. Og svo vikið sé að undraverðasta misbresti í fari hans. Shaw var ó- trúlega hégómagjarn. Hann var af- dráttarlaust haldinn helberri hé- gómagirni, sjálfhverfri og mann- spillandi. Þess háttar hégómagirni er sjaldgæft að rekast á í lífinu. ☆ Keppikefli hans. ^haw gat auðsjáanlcga aldrei hugs- að sér aðra menn, en einkum þó annað frægt mikilmenni, án þess að verða um leið hugsað til sjálfs sín. Þó bar jafnvel enn meira á þeirri ástríðu lians að rekja andlegan skyldleika sinn við þessa menn. „Shakespeare" er bersýnilega samslungið verk gert af mörgum H. G. Wells H. G. W E L L S er af mörgum talinn eini rithöfundur sinnar kynslóðar, sem stenzt einhvern samjöfnuð við Bemard Shaw. Þeir voru fornir vinir, en þeir eltu oft og tíðum grátt silfur og höfðu ólíkar skoðanir í flestum cfnum. Wells var fœddur 1866 og dó 1946. Hann ritaði minningargrein þcssa skömmu fyrir andlát sitt. Birtist hún fyrir skemmstu í brezku blaði, sem hafði varðveitt hana allt fram að þessu. Sennilega er fátítt að skrifa eftirmæli um mann nokkmm árum áður en hann deyr, og þó er cnn fáheyrðara, að cftirmælahöfundurinn deyi töluvert á undan þeim, sem hann ritar minningargrcin um. Þessi berorða og forvitnilega grein hef- ir vakið óhcmju athygli í hinum menntaða heimi. 14 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.