Líf og list - 01.07.1951, Blaðsíða 7

Líf og list - 01.07.1951, Blaðsíða 7
síðast sækir hún sjúklinginn. Hún gengur undir honum frá dyrunum út í stólinn, og lætur hann síga með varúð niður í sætið. Hann er í mórauðum fötum og flókaskóm með svartan barðamikinn hatt á höfði, þykkan trefil um hálsinn. Gulur skegghýungur á kinnfiska- sognum vöngum, tjásulegt yfirskegg, hvítt, nef- ið rautt og mikið, augun tvær sægrænar kúlur, sem lafa fram úr augntóttunum og stara slokkn- uð og blind í fölbjarta skammdegissólina við svarta skógarröndina. Blárauðum, bjúghlaupnum höndum styður hann á hnjákollana. Fingurnir eru stuttir og nærri naglvana, og það sér ekki fyrir hnúunum. Hún lýtur niður að honum, hvíslar, — en um leið bregður fyrir brosi á þessu ellifúna andliti. Síðan leggur hún púða undir fætur hans, vefur teppi um ökklana og fótleggina, nælir saman. Svo hagræðir hún treflinum um hálsinn á honum, teygir hann upp með eyrum, treður endunum inn á bringuna undir jakkann. Feldinn breiðir hún svo yfir manninn framanverðan, niður að hnjám, Hornunum bregður hún yfir axlirnar og niður með stólbríkinni, það er viðhöfn, alúð og um- hyggJa í hverju handbragði, hverri hreyfingu þessarar alvarlegu konu. Hver fyrirhöfn felur launin í sjálfri sér, — og honum má ekki verða kalt. Sólin á að skína á andlitið og hendurnar, það hressir hann fyrir langa nótt og dapran dag. — Sumir hafa heyrt því fleygt, að gamli Dorovisky hafi einu sinni verið herforingi, og átt sæti í her- foringjaráði keisarans, að hann hafi verið sæmd- ur mörgum heiðursmerkjum fyrir hermannlegar dygðir, að hann hafi verið aðalsmaður og auðug- ur vel, að hann hafi síðast starfað sem efnahags- ráðunautur í landvarnarmálum, að hann hafi einu sinni verið mikill maður, en svo hafi byltingin komið og bundið skjótan endi á veg hans og virð- ingu. Eftir ýmsar þrengingar hafi honum tekizt að koma undan nokkrum verðmætum og flýja iand. Síðan hafi hann verið í Svíþjóð, — en svo lýkur hverri sögu um uppruna hans og æviár. Það eitt er víst, að síðan hefur hann verið í Sví- Þjóð. — Frú Dorovisky hefur verið um þrítugt, þegar byltingin var, og af útliti og háttvísi hennar að dæma er ekki ólíklegt, að hún hafi sómt sér vel í hirðveizlum. En byltingin batt einnig endi á alla þá dýrð, — og svo komu dagar endurgjaldsins, langir og sárir. Hún á að hafa trúað einhverjum fyrir því, að hún hafi verið átta ár í Síberíu, en Blóðlaus skuggi Ljóð eftir VILHJÁLM FRÁ SKÁHOLTl Mitt dimma blóð mun drjú'pa um f>tnar hendur, sem draums míns virki hafa sprengt. — Mér finnst f>inn bóðull einatt á mig kalla, j>ótt ekkert líf sé framar við mig tengt. Sem barn ég unni j>ér í j?essum draumi, ég jiekkti ekki beimsins myrkva stig, hinn myrkva stig, sem œvi m'tna alla ég óð í blóði sjálfs mín fyrir f>ig. Min ást til f>ín var sól á himni hœrri og hjartað trúði blint á kœrleik j)inn. hg vafði órmum allt, sem f>ér var helgast, en uppskar dauðann, sjáðu legstað minn. Og f)vi er sál mín sóngvalaus með öllu og svartir djöflar vitis kringum mig. Ó, eilift myrkur, sól og sóngvum fjarri. Já, svona fer, ef maður blekkir sig. — Sjá, blóð mitt drýpur dimmt um f>ínar hendur, ég dó — varð blóðlaus skuggi fyrir [)ig. þá hafi hún fengið að snúa heim aftur, — fyrir náð og miskunnsemi góðra manna. Þegar heim kom, var öllu lokið. Nýja og gamla Rússland eru tvö gagnstæð tilverustig í meðvit- und þessarar konu. Einkabarn hennar týnt, óljós- ar tilgátur um að manni hennar hefði heppnazt að flýja til lands, sem lá utan endimai'ka þessa nýja heims, heimili hennar horfið, — skyldmenni og vinir. Hvar voru þeir? Hún fékk inni í leiguherbergi, leitaði á náðir hins opinbera um atvinnu, keypti sér hund. Það tókst náin vinátta með henni og hundinum, og á kvöldin gekk hún með hann nið- ur að höfninni, reglubundnar ferðir, alltaf sömu leiðina. Það liðu mánuðir og ár, og þeir hættu að veita henni nokkra sérstaka eftirtekt. En eitt Framhald á bls. rj LÍF og LIST r

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.